Umfjöllun: Andorra - Ísland 0-2 | Skylduverki lokið sem betur fer Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2019 22:30 Birkir kemur Íslandi yfir. vísir/getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu gerðu sem betur fer það sem þurfti í smáríkinu Andorra í kvöld. Héðan fer lið Íslands með þrjú stig í farteskinu og blessunarlega varð EM-draumur Íslands ekki fyrir áfalli í kvöld. Birkir Bjarnason og varamaðurinn Viðar Örn Kjartansson skoruðu mörk Íslands í 2-0 sigri gegn slöku liði Andorra sem hefur þó sýnt að það getur gert sér mun sterkari liðum grikk, ekki síst á heimavelli sínum á Estadi Nacional í Andorra La Vella. Leiksins verður ekki minnst fyrir fagra leikfræði eða snarpra tilþrifa á þurru gervigrasinu. Þetta var skylduverk sem þurfti að klára og það var gert fagmannlega af okkar mönnum. Það ber einnig að lofa þá fyrir að halda marki sínu hreinu og þar að auki að fá ekki einustu áminningu í leiknum. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fékk að hvíla síðustu 30 mínútur leiksins og óskandi að það sé nóg fyrir leikinn gegn Frökkum á mánudag. Erik Hamren stillti upp sínu sterkasta liði í kvöld og það bar árangur, loksins vann hann sigur sem landsliðsþjálfari Íslands en þetta var hans níundi leikur með íslenska liðið. Enn lengra er síðan að Ísland vann keppnisleik - það var gegn Kósóvó haustið 2017 er Ísland tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Það var því ekki aðeins kærkomið að sækja stigin þrjú í kvöld, það var kærkomið að brjóta þennan óþægilega þykka ís sem var búinn að myndast. Sjálfsagt er Hamren einna manna fegnastur eftir sigurinn í kvöld. Önnur úrslit hefðu óneitanlega sett hann í slæma stöðu í ljósi þess sem á undan er gengið.Aron Einar Gunnarsson í baráttunni í fyrri hálfleik.Vísir/GettyNaum forysta í leikhléi Ísland stýrði spilinu frá fyrstu mínútu en það kom þó að óvart að Andorra náði nokkrum sinnum að skapa sér hættu í fyrri hálfleik, langoftast eftir föst leikatriði. Heimamenn fengu líka þó nokkurn fjölda af hornspyrnum sem þeir nýttu þó illa. En bestu færin voru íslensk. Alfreð Finnbogason komst í frábæra skotstöðu snemma leiks en hitti ekki markið. Stuttu síðar skoraði Birkir eftir vel útfærða hornspyrnu; Gylfi tók hana, boltinn skoppaði af öxl Ragnars Sigurðssonar og beint fyrir Birki sem stangaði boltann inn af nærstöng. Það var lag að láta kné fylgja kviði en mörkin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleiknum. Hinn 39 ára fyriliði Ildefons Lima náði að gera stuðningsmenn Íslands taugaóstyrka með lúmsku skoti áður en flautað var til leikhlés, en Hannes Þór sá við honum.Landsliðsmenn fagna.Fyllilega verðskuldað Síðari hálfleikur var algerlega eign Íslendinga, þó svo að það hafi tekið tíma að brjóta heimamenn niður. Færin létu bíða eftir sér en Jóhann Berg Guðmundsson komst nálægt því að skora þegar hann stýrði boltanum rétt svo framhjá marki heimamanna með öflugum skalla. Mörgum var því sjálfsagt létt þegar Viðar Örn, sem hafði komið inn á sem varamaður skömmu áður, hamraði fyrirgjöf Birkis Más í netið stuttu síðar. Virkilega fallegt mark sem innsiglaði sigur Íslands í leiknum. En þrátt fyrir að Ísland hafi lengi verið í 1-0 forystu gerðu gestirnir lítið til að ógna marki Íslands í síðari hálfleik. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður og þrátt fyrir enga glansframmistöðu geta okkar menn geta lagst sáttir á koddann í kvöld. Þeir verða ekki dæmdir af öðru en stigafjöldanum sem Ísland náði í í kvöld - annað er einfaldlega aukaatriði. Það er þó stuttur tími til stefnu fyrir næsta verkefni. Liðið heldur til Barcelona með rútu síðdegis á morgun og flýgur svo til Parísar um kvöld. Þar munu okkar menn mæta heimsmeisturunum á mánudagskvöld. EM 2020 í fótbolta
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu gerðu sem betur fer það sem þurfti í smáríkinu Andorra í kvöld. Héðan fer lið Íslands með þrjú stig í farteskinu og blessunarlega varð EM-draumur Íslands ekki fyrir áfalli í kvöld. Birkir Bjarnason og varamaðurinn Viðar Örn Kjartansson skoruðu mörk Íslands í 2-0 sigri gegn slöku liði Andorra sem hefur þó sýnt að það getur gert sér mun sterkari liðum grikk, ekki síst á heimavelli sínum á Estadi Nacional í Andorra La Vella. Leiksins verður ekki minnst fyrir fagra leikfræði eða snarpra tilþrifa á þurru gervigrasinu. Þetta var skylduverk sem þurfti að klára og það var gert fagmannlega af okkar mönnum. Það ber einnig að lofa þá fyrir að halda marki sínu hreinu og þar að auki að fá ekki einustu áminningu í leiknum. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fékk að hvíla síðustu 30 mínútur leiksins og óskandi að það sé nóg fyrir leikinn gegn Frökkum á mánudag. Erik Hamren stillti upp sínu sterkasta liði í kvöld og það bar árangur, loksins vann hann sigur sem landsliðsþjálfari Íslands en þetta var hans níundi leikur með íslenska liðið. Enn lengra er síðan að Ísland vann keppnisleik - það var gegn Kósóvó haustið 2017 er Ísland tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Það var því ekki aðeins kærkomið að sækja stigin þrjú í kvöld, það var kærkomið að brjóta þennan óþægilega þykka ís sem var búinn að myndast. Sjálfsagt er Hamren einna manna fegnastur eftir sigurinn í kvöld. Önnur úrslit hefðu óneitanlega sett hann í slæma stöðu í ljósi þess sem á undan er gengið.Aron Einar Gunnarsson í baráttunni í fyrri hálfleik.Vísir/GettyNaum forysta í leikhléi Ísland stýrði spilinu frá fyrstu mínútu en það kom þó að óvart að Andorra náði nokkrum sinnum að skapa sér hættu í fyrri hálfleik, langoftast eftir föst leikatriði. Heimamenn fengu líka þó nokkurn fjölda af hornspyrnum sem þeir nýttu þó illa. En bestu færin voru íslensk. Alfreð Finnbogason komst í frábæra skotstöðu snemma leiks en hitti ekki markið. Stuttu síðar skoraði Birkir eftir vel útfærða hornspyrnu; Gylfi tók hana, boltinn skoppaði af öxl Ragnars Sigurðssonar og beint fyrir Birki sem stangaði boltann inn af nærstöng. Það var lag að láta kné fylgja kviði en mörkin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleiknum. Hinn 39 ára fyriliði Ildefons Lima náði að gera stuðningsmenn Íslands taugaóstyrka með lúmsku skoti áður en flautað var til leikhlés, en Hannes Þór sá við honum.Landsliðsmenn fagna.Fyllilega verðskuldað Síðari hálfleikur var algerlega eign Íslendinga, þó svo að það hafi tekið tíma að brjóta heimamenn niður. Færin létu bíða eftir sér en Jóhann Berg Guðmundsson komst nálægt því að skora þegar hann stýrði boltanum rétt svo framhjá marki heimamanna með öflugum skalla. Mörgum var því sjálfsagt létt þegar Viðar Örn, sem hafði komið inn á sem varamaður skömmu áður, hamraði fyrirgjöf Birkis Más í netið stuttu síðar. Virkilega fallegt mark sem innsiglaði sigur Íslands í leiknum. En þrátt fyrir að Ísland hafi lengi verið í 1-0 forystu gerðu gestirnir lítið til að ógna marki Íslands í síðari hálfleik. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður og þrátt fyrir enga glansframmistöðu geta okkar menn geta lagst sáttir á koddann í kvöld. Þeir verða ekki dæmdir af öðru en stigafjöldanum sem Ísland náði í í kvöld - annað er einfaldlega aukaatriði. Það er þó stuttur tími til stefnu fyrir næsta verkefni. Liðið heldur til Barcelona með rútu síðdegis á morgun og flýgur svo til Parísar um kvöld. Þar munu okkar menn mæta heimsmeisturunum á mánudagskvöld.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti