Náttúrulegt ónæmi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. mars 2019 07:00 Mörgum brá í brún þegar Matvælastofnun tilkynnti í síðustu viku að athugun á sýklalyfjaónæmi í kjöti og dýrum árið 2018 hefði sýnt fram á að ónæmi sé sannarlega til staðar í íslensku búfé. Ónæmi þetta er vissulega minna en gengur og gerist annars staðar í álfunni, en þó var það að finna í tæplega 4 prósentum sýna sem tekin voru úr íslenskum lömbum (heildarfjöldi sýna í skimun MAST var 76). „Líkt öðru búfé, eru íslensk lömb ekki laus við bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum eða sem geta þróað slíkt ónæmi og dreift í aðrar bakteríur,“ sagði í yfirlýsingu Matvælastofnunar. Þar sagði jafnframt að ekki væri vitað hvernig ónæmar E. coli bakteríur bárust í lömbin, eða hvort ónæmið myndaðist í lömbunum. Það samtal sem við höfum freistað þess að eiga um sýklalyfjaónæmi og innflutning á ferskum matvælum hefur fyrir löngu verið afvegaleitt með ýkjum, öfgum, hræðsluáróðri og lítilsvirðingu gagnvart vísindalegri þekkingu. Þetta á bæði við um þá sem berjast fyrir rýmri heimildum til innflutnings, og þeirra sem tala gegn þeim. Í skotgröfunum verða hin margvíslegu blæbrigði málaflokksins útvötnuð og einsleit. Bakteríur eru hinir raunverulegu húsbændur á þessari plánetu. Við erum boðflennurnar í hnattrænu kjörlendi þeirra. Einfrumungar voru með fyrstu lífverum á Jörðinni og í dag er heildar lífmassi baktería meiri en samanlagður lífmassi allra plantna og dýra. Þær hafa jafnframt hertekið líkama okkar en þeir hafa að geyma mun fleiri bakteríur en líkamsfrumur. Bakteríur eru hreinlega betri en við í að lifa. Líffræði baktería gefur þeim þróunarlegt forskot. Þær skipta sér á ógnarhraða og stökkbreytingar sem veita forskot, eins og ónæmi fyrir sýklalyfi, getur með auðveldum hætti orðið ráðandi í tilteknu umhverfi. Svo klárar eru bakteríurnar að sýklalyfjaónæmið kom á undan sýklalyfjunum, enda hefur ónæmi fundist í allt að 30 þúsund ára gömlum sýnum. Með öflugu eftirliti og samvinnu þvert á landamæri er hægt að halda sýklalyfjaónæmi – hinni miklu heilsufarsógn okkar tíma – í skefjum. En því verður aldrei útrýmt og að líkindum mun okkur í besta falli takast að fresta hinu óumflýjanlega. Vandamálið er hins vegar ekki óyfirstíganlegt. Það hefur aldrei haft góðar afleiðingar í för með sér að smætta flókin mál niður í einfalt tvenndarkerfi; já eða nei, með eða á móti. Í tilfelli sýklalyfjaónæmis eru afleiðingar af slíkri nálgun bæði þær að djúpstæður og nauðsynlegur skilningur á málaflokknum verður æ sjaldgæfari, og þær að við verðum enn verr í stakk búin en áður til að takast á við raunverulegt neyðarástand þegar það kemur upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Landbúnaður Vísindi Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Mörgum brá í brún þegar Matvælastofnun tilkynnti í síðustu viku að athugun á sýklalyfjaónæmi í kjöti og dýrum árið 2018 hefði sýnt fram á að ónæmi sé sannarlega til staðar í íslensku búfé. Ónæmi þetta er vissulega minna en gengur og gerist annars staðar í álfunni, en þó var það að finna í tæplega 4 prósentum sýna sem tekin voru úr íslenskum lömbum (heildarfjöldi sýna í skimun MAST var 76). „Líkt öðru búfé, eru íslensk lömb ekki laus við bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum eða sem geta þróað slíkt ónæmi og dreift í aðrar bakteríur,“ sagði í yfirlýsingu Matvælastofnunar. Þar sagði jafnframt að ekki væri vitað hvernig ónæmar E. coli bakteríur bárust í lömbin, eða hvort ónæmið myndaðist í lömbunum. Það samtal sem við höfum freistað þess að eiga um sýklalyfjaónæmi og innflutning á ferskum matvælum hefur fyrir löngu verið afvegaleitt með ýkjum, öfgum, hræðsluáróðri og lítilsvirðingu gagnvart vísindalegri þekkingu. Þetta á bæði við um þá sem berjast fyrir rýmri heimildum til innflutnings, og þeirra sem tala gegn þeim. Í skotgröfunum verða hin margvíslegu blæbrigði málaflokksins útvötnuð og einsleit. Bakteríur eru hinir raunverulegu húsbændur á þessari plánetu. Við erum boðflennurnar í hnattrænu kjörlendi þeirra. Einfrumungar voru með fyrstu lífverum á Jörðinni og í dag er heildar lífmassi baktería meiri en samanlagður lífmassi allra plantna og dýra. Þær hafa jafnframt hertekið líkama okkar en þeir hafa að geyma mun fleiri bakteríur en líkamsfrumur. Bakteríur eru hreinlega betri en við í að lifa. Líffræði baktería gefur þeim þróunarlegt forskot. Þær skipta sér á ógnarhraða og stökkbreytingar sem veita forskot, eins og ónæmi fyrir sýklalyfi, getur með auðveldum hætti orðið ráðandi í tilteknu umhverfi. Svo klárar eru bakteríurnar að sýklalyfjaónæmið kom á undan sýklalyfjunum, enda hefur ónæmi fundist í allt að 30 þúsund ára gömlum sýnum. Með öflugu eftirliti og samvinnu þvert á landamæri er hægt að halda sýklalyfjaónæmi – hinni miklu heilsufarsógn okkar tíma – í skefjum. En því verður aldrei útrýmt og að líkindum mun okkur í besta falli takast að fresta hinu óumflýjanlega. Vandamálið er hins vegar ekki óyfirstíganlegt. Það hefur aldrei haft góðar afleiðingar í för með sér að smætta flókin mál niður í einfalt tvenndarkerfi; já eða nei, með eða á móti. Í tilfelli sýklalyfjaónæmis eru afleiðingar af slíkri nálgun bæði þær að djúpstæður og nauðsynlegur skilningur á málaflokknum verður æ sjaldgæfari, og þær að við verðum enn verr í stakk búin en áður til að takast á við raunverulegt neyðarástand þegar það kemur upp.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun