Ízar ofurjeppinn að taka á sig mynd Finnur Thorlacius skrifar 28. mars 2019 06:00 Ízar farinn að glíma við óblíða íslenska náttúru eins og honum verður ætlað í framtíðinni. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan burðarvirkið í nýjum ofurjeppa frá sprotafyrirtækinu Ízar var afhjúpað á Nýsköpunarmóti Álklasans fyrir tveimur árum. Einu og hálfi ári síðar var farið í fyrsta bíltúrinn og einungis tveimur árum síðar var leikurinn endurtekinn á Nýsköpunarmótinu, nema nú var afhjúpuð ökuhæf frumgerð fyrsta frumhannaða ofurjeppa fyrir farþegaflutninga í heiminum. Þessi árangur er þó aðeins brot af því sem áorkast hefur á þessum tveimur árum, að sögn Ara Arnórssonar, sem er framkvæmdastjóri verksins. Mikil þekking hefur skapast, að hluta við reynsluna af því að frumhanna og smíða flókna bifreið ætlaða til framleiðslu og með innleiðingu fjölda nýjunga. En þess var þó gætt við hönnun jeppans að sækja einnig í smiðju erlendra sérfræðinga, það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið. Ari segir að með þessu hafi innlent þekkingarstig í bílahönnun því hækkað umtalsvert. Öll hönnunin fer fram í OnShape CAD umhverfi, sem gerir hönnuðum kleift að vinna í sama skjali á rauntíma, hvaðan sem er í heiminum.Ísland er vagga götuhæfra ofurjeppa Ari hefur fjölbreyttan bakgrunn í notkun, rekstri, hönnun og smíði bíla fyrir kappakstur og ferðaþjónustu. En hann leggur áherslu á að á þeim rúma áratug sem liðinn er frá stofnun Jaka ehf. hafi hundruð innlendra og erlendra aðila komið að verkinu á einn eða annan hátt. „Fyrst verður að nefna alla þá íslensku jeppamenn, björgunarsveitarfólk og ferðaþjónustuaðila sem í reynd mótuðu allar hönnunarforsendur og tóku mörg þátt í öllu hönnunarferlinu,“ segir Ari. „Bíllinn sem við sýndum á Nýsköpunarmótinu var því niðurstaða afar víðtæks samráðsferlis milli hönnuða, smiða og notenda til að fá sem hentugust verkfæri fyrir kaupendur okkar.Hönnun og smíði Ízar ofurjeppans hefur tekið langan tíma en hér er afraksturinn skoðaður í miðju ferlinu.Kristinn IngvarssonÍsland er vagga götuhæfra ofurjeppa. Það var því orðið löngu tímabært að taka skrefið frá breytingum á bílum sem ætlaðir eru fyrir önnur not, svo sem sendibíla og götujeppa, yfir í að hanna og smíða tæki frá grunni sem flytja allt að 20 farþega yfir nánast hvað sem er, hvar sem er, hvenær sem er og standast samt allar Evrópureglur fyrir götubíla. Þessi víðtæka samvinna íslenskra sérfræðinga á sviði hönnunar og smíði er síðan styrkt með erlendri sérþekkingu til að fleyta innlendri farartækjasmíði verulega fram á við.“Ál í burðarvirki og yfirbyggingu léttir jeppana Eiginleikar TorVeg bifreiðanna frá Ízar eru einstakir á heimsvísu, að sögn Ara. „Samt var algjör forsenda að nota eingöngu trausta, vel þekkta og algenga íhluti sem fást áfram næstu áratugi, þó það sé mun erfiðara en að teikna bara sína eigin eða nota sérsmíði,“ segir Ari. „Með því að byrja með autt blað og raða á það 46-49 tommu dekkjum, góðu svigrúmi fyrir farþega og öðrum einingum, frekar en að sitja uppi með heila bifreið hannaða fyrir allt annað og skera hana og breyta, má ná stórstígum framförum frá þeim breyttu ofurjeppum sem við eigum að venjast.“ Þyngdin hefur til dæmis náðst niður um 1 til 2 tonn með blöndu af nýstárlegum hönnunarlausnum og efnisvali. „Þar vegur einna þyngst að nota ál í burðarvirki og yfirbyggingu, sem einnig hefur fjölda annarra kosta, eins og hlutfall stífni á móti þyngd, formunarmöguleika með steyptum tengipunktum og sérhönnuðum dregnum prófílum og holpönkum, sem og auðvitað tæringarþoli,“ segir Ari. „Það stuðlar að mun lengri endingu en vænst er af bílum með stálboddí, eins og til dæmis Land Rover eigendur hafa löngu uppgötvað.“Ízar á ferð og flugi.Bestu ófærueiginleikar heims í farþegabíl En það er enn vinna eftir. „Við eigum eftir að ljúka frágangi kerfa, ytra byrðis, innréttinga og fleira,“ segir Ari. „Verkefnið hefur notið mikilvægrar aðstoðar Tækniþróunarsjóðs til að komast á þetta stig, en enn skortir fjármagn til að ljúka verkinu og skrá bifreiðina á götu. Þá er ráðgert að ráðast í gerð frumgerðar II, sem jafnframt verður frumgerð „All Terrain Supercar“ afbrigðis okkar, fjögurra dyra bíls með 750 hestafla vél. Að þeirri útgáfu erum við með kaupendur í Mið-Austurlöndum.“ Eftir það tekur við raðsmíði til að uppfylla ólíkar þarfir, að sögn Ara, og nefnir hann „ferðaþjónustu, björgunarsveitir, veitur, öryggisþjónustu, olíuleitarflokka, námastarfsemi, langferðalanga, keppnisfólk og raunar hverja sem þurfa, eða bara langar í, bestu fáanlegu ófærueiginleika heims í farþegabíl sem jafnframt hefur afbragðs götueiginleika.“ Hann segir raunhæfar áætlanir liggja fyrir eftir viðamikla rannsóknarvinnu, sem studd hafi verið dyggilega með styrk frá ESB. „Verkefnið er tilbúið fyrir næsta stig, að verða sérhæft hönnunarfyrirtæki sem raungerir lausnir að þörfum kaupenda sinna á sviði götuskráðra ofurjeppa fyrir farþega.“ Birtist í Fréttablaðinu Bílar Nýsköpun Tengdar fréttir Fyrsti íslenski álbíllinn orðinn ökufær Fyrsti íslenski álbíllinn sem smíðaður var frá grunni hér á landi er orðinn ökufær og gefst Íslendingum færi á að skoða bifreiðina á morgun. Til stendur að framleiða fleiri eintök af jeppanum, sem fengið hefur nafnið Ísar, enda er nú þegar búið að selja fimm eintök og áhuginn enn meiri á þessum létta álbíl. 18. mars 2019 22:24 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan burðarvirkið í nýjum ofurjeppa frá sprotafyrirtækinu Ízar var afhjúpað á Nýsköpunarmóti Álklasans fyrir tveimur árum. Einu og hálfi ári síðar var farið í fyrsta bíltúrinn og einungis tveimur árum síðar var leikurinn endurtekinn á Nýsköpunarmótinu, nema nú var afhjúpuð ökuhæf frumgerð fyrsta frumhannaða ofurjeppa fyrir farþegaflutninga í heiminum. Þessi árangur er þó aðeins brot af því sem áorkast hefur á þessum tveimur árum, að sögn Ara Arnórssonar, sem er framkvæmdastjóri verksins. Mikil þekking hefur skapast, að hluta við reynsluna af því að frumhanna og smíða flókna bifreið ætlaða til framleiðslu og með innleiðingu fjölda nýjunga. En þess var þó gætt við hönnun jeppans að sækja einnig í smiðju erlendra sérfræðinga, það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið. Ari segir að með þessu hafi innlent þekkingarstig í bílahönnun því hækkað umtalsvert. Öll hönnunin fer fram í OnShape CAD umhverfi, sem gerir hönnuðum kleift að vinna í sama skjali á rauntíma, hvaðan sem er í heiminum.Ísland er vagga götuhæfra ofurjeppa Ari hefur fjölbreyttan bakgrunn í notkun, rekstri, hönnun og smíði bíla fyrir kappakstur og ferðaþjónustu. En hann leggur áherslu á að á þeim rúma áratug sem liðinn er frá stofnun Jaka ehf. hafi hundruð innlendra og erlendra aðila komið að verkinu á einn eða annan hátt. „Fyrst verður að nefna alla þá íslensku jeppamenn, björgunarsveitarfólk og ferðaþjónustuaðila sem í reynd mótuðu allar hönnunarforsendur og tóku mörg þátt í öllu hönnunarferlinu,“ segir Ari. „Bíllinn sem við sýndum á Nýsköpunarmótinu var því niðurstaða afar víðtæks samráðsferlis milli hönnuða, smiða og notenda til að fá sem hentugust verkfæri fyrir kaupendur okkar.Hönnun og smíði Ízar ofurjeppans hefur tekið langan tíma en hér er afraksturinn skoðaður í miðju ferlinu.Kristinn IngvarssonÍsland er vagga götuhæfra ofurjeppa. Það var því orðið löngu tímabært að taka skrefið frá breytingum á bílum sem ætlaðir eru fyrir önnur not, svo sem sendibíla og götujeppa, yfir í að hanna og smíða tæki frá grunni sem flytja allt að 20 farþega yfir nánast hvað sem er, hvar sem er, hvenær sem er og standast samt allar Evrópureglur fyrir götubíla. Þessi víðtæka samvinna íslenskra sérfræðinga á sviði hönnunar og smíði er síðan styrkt með erlendri sérþekkingu til að fleyta innlendri farartækjasmíði verulega fram á við.“Ál í burðarvirki og yfirbyggingu léttir jeppana Eiginleikar TorVeg bifreiðanna frá Ízar eru einstakir á heimsvísu, að sögn Ara. „Samt var algjör forsenda að nota eingöngu trausta, vel þekkta og algenga íhluti sem fást áfram næstu áratugi, þó það sé mun erfiðara en að teikna bara sína eigin eða nota sérsmíði,“ segir Ari. „Með því að byrja með autt blað og raða á það 46-49 tommu dekkjum, góðu svigrúmi fyrir farþega og öðrum einingum, frekar en að sitja uppi með heila bifreið hannaða fyrir allt annað og skera hana og breyta, má ná stórstígum framförum frá þeim breyttu ofurjeppum sem við eigum að venjast.“ Þyngdin hefur til dæmis náðst niður um 1 til 2 tonn með blöndu af nýstárlegum hönnunarlausnum og efnisvali. „Þar vegur einna þyngst að nota ál í burðarvirki og yfirbyggingu, sem einnig hefur fjölda annarra kosta, eins og hlutfall stífni á móti þyngd, formunarmöguleika með steyptum tengipunktum og sérhönnuðum dregnum prófílum og holpönkum, sem og auðvitað tæringarþoli,“ segir Ari. „Það stuðlar að mun lengri endingu en vænst er af bílum með stálboddí, eins og til dæmis Land Rover eigendur hafa löngu uppgötvað.“Ízar á ferð og flugi.Bestu ófærueiginleikar heims í farþegabíl En það er enn vinna eftir. „Við eigum eftir að ljúka frágangi kerfa, ytra byrðis, innréttinga og fleira,“ segir Ari. „Verkefnið hefur notið mikilvægrar aðstoðar Tækniþróunarsjóðs til að komast á þetta stig, en enn skortir fjármagn til að ljúka verkinu og skrá bifreiðina á götu. Þá er ráðgert að ráðast í gerð frumgerðar II, sem jafnframt verður frumgerð „All Terrain Supercar“ afbrigðis okkar, fjögurra dyra bíls með 750 hestafla vél. Að þeirri útgáfu erum við með kaupendur í Mið-Austurlöndum.“ Eftir það tekur við raðsmíði til að uppfylla ólíkar þarfir, að sögn Ara, og nefnir hann „ferðaþjónustu, björgunarsveitir, veitur, öryggisþjónustu, olíuleitarflokka, námastarfsemi, langferðalanga, keppnisfólk og raunar hverja sem þurfa, eða bara langar í, bestu fáanlegu ófærueiginleika heims í farþegabíl sem jafnframt hefur afbragðs götueiginleika.“ Hann segir raunhæfar áætlanir liggja fyrir eftir viðamikla rannsóknarvinnu, sem studd hafi verið dyggilega með styrk frá ESB. „Verkefnið er tilbúið fyrir næsta stig, að verða sérhæft hönnunarfyrirtæki sem raungerir lausnir að þörfum kaupenda sinna á sviði götuskráðra ofurjeppa fyrir farþega.“
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Nýsköpun Tengdar fréttir Fyrsti íslenski álbíllinn orðinn ökufær Fyrsti íslenski álbíllinn sem smíðaður var frá grunni hér á landi er orðinn ökufær og gefst Íslendingum færi á að skoða bifreiðina á morgun. Til stendur að framleiða fleiri eintök af jeppanum, sem fengið hefur nafnið Ísar, enda er nú þegar búið að selja fimm eintök og áhuginn enn meiri á þessum létta álbíl. 18. mars 2019 22:24 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent
Fyrsti íslenski álbíllinn orðinn ökufær Fyrsti íslenski álbíllinn sem smíðaður var frá grunni hér á landi er orðinn ökufær og gefst Íslendingum færi á að skoða bifreiðina á morgun. Til stendur að framleiða fleiri eintök af jeppanum, sem fengið hefur nafnið Ísar, enda er nú þegar búið að selja fimm eintök og áhuginn enn meiri á þessum létta álbíl. 18. mars 2019 22:24