Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 10:07 Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi eftir að WOW air hætti starfsemi að fullu. Vísir/Vilhelm Ellefu hundruð manns munu missa vinnuna hjá WOW air eftir að flugfélagið tilkynnti að það hefði hætt starfsemi að fullu. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir starfsmenn stofnunarinnar hafa fundað í allan morgun vegna stöðunnar sem upp er komin og búið sé að mynda viðbragðsteymi vegna þessara fregna. Hún segir helsta forgangsmál Vinnumálastofnunar að þjónusta það starfsfólk sem hafi misst vinnuna vegna þessa. Hún segir Vinnumálastofnun hafa upplýsingar um að 1.100 manns hafi starfað hjá WOW air. Síðan sé óljóst hversu margir til viðbótar muni vinna vissa vinnuna sem störfuðu hjá fyrirtækjum sem þjónustuðu WOW Air. Vinnumálastofnun hafi ekki borist tilkynning um hópuppsögn frá WOW air en Unnur segist vita til þess að starfsmenn WOW séu á fundi með stjórnendum fyrirtækisins.Vinnumálastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna þessara fregna: Vinnumálastofnun vekur athygli á að þeir sem hafa starfað hjá WOW air geta sótt um atvinnuleysisbætur á heimasíðu stofnunarinnar. Áætlað er að afgreiðsla umsókna taki fjórar til sex vikur eftir að öll gögn hafa borist. Vinnumálastofnun hvetur fólk til að hefja umsóknarferlið sem fyrst þar sem atvinnuleysisbætur eru greiddar frá þeim degi sem umsókn berst.Allar upplýsingar er hægt að nálgast á vefnum vmst.is.Ef félagið verður tekið til gjaldþrotaskipta þarf fólk að hafa samband við stéttarfélag sitt eða lögmann og fá aðstoð við að lýsa kröfu í væntanlegt bú. Ekki er greitt úr Ábyrgðasjóði launa fyrr en í fyrsta lagi eftir að kröfu hefur verið lýst og skiptastjóri hefur samþykkt kröfuna.Á morgun föstudaginn 29. mars verður opið á þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar í Kringlunni 1, í Reykjavík og Krossmóum 4 í Reykjanesbæ, á milli klukkan 13 og 16 fyrir starfsfólk WOW air sem þarfnast frekari upplýsinga en fram koma á vefnum. Jafnframt er aðstoðað við umsókn um atvinnuleysisbætur fyrir þá sem þess óska. Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Ellefu hundruð manns munu missa vinnuna hjá WOW air eftir að flugfélagið tilkynnti að það hefði hætt starfsemi að fullu. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir starfsmenn stofnunarinnar hafa fundað í allan morgun vegna stöðunnar sem upp er komin og búið sé að mynda viðbragðsteymi vegna þessara fregna. Hún segir helsta forgangsmál Vinnumálastofnunar að þjónusta það starfsfólk sem hafi misst vinnuna vegna þessa. Hún segir Vinnumálastofnun hafa upplýsingar um að 1.100 manns hafi starfað hjá WOW air. Síðan sé óljóst hversu margir til viðbótar muni vinna vissa vinnuna sem störfuðu hjá fyrirtækjum sem þjónustuðu WOW Air. Vinnumálastofnun hafi ekki borist tilkynning um hópuppsögn frá WOW air en Unnur segist vita til þess að starfsmenn WOW séu á fundi með stjórnendum fyrirtækisins.Vinnumálastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna þessara fregna: Vinnumálastofnun vekur athygli á að þeir sem hafa starfað hjá WOW air geta sótt um atvinnuleysisbætur á heimasíðu stofnunarinnar. Áætlað er að afgreiðsla umsókna taki fjórar til sex vikur eftir að öll gögn hafa borist. Vinnumálastofnun hvetur fólk til að hefja umsóknarferlið sem fyrst þar sem atvinnuleysisbætur eru greiddar frá þeim degi sem umsókn berst.Allar upplýsingar er hægt að nálgast á vefnum vmst.is.Ef félagið verður tekið til gjaldþrotaskipta þarf fólk að hafa samband við stéttarfélag sitt eða lögmann og fá aðstoð við að lýsa kröfu í væntanlegt bú. Ekki er greitt úr Ábyrgðasjóði launa fyrr en í fyrsta lagi eftir að kröfu hefur verið lýst og skiptastjóri hefur samþykkt kröfuna.Á morgun föstudaginn 29. mars verður opið á þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar í Kringlunni 1, í Reykjavík og Krossmóum 4 í Reykjanesbæ, á milli klukkan 13 og 16 fyrir starfsfólk WOW air sem þarfnast frekari upplýsinga en fram koma á vefnum. Jafnframt er aðstoðað við umsókn um atvinnuleysisbætur fyrir þá sem þess óska.
Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira