Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2019 14:51 Birgitte Bonnesen var yfir innra eftirliti Swedbank og var þannig yfir peningaþvættisvörnum bankans á þeim tíma sem peningaþvættið á að hafa átt sér stað. Vísir/EPA Stjórn sænska bankans Swedbank hefur rekið Birgitte Bonnesen, forstjóra bankans, í skugga ásakana um að hann hafi tekið þátt í peningaþvætti í Eystrasaltslöndunum. Sænsk yfirvöld gerðu húsleit í höfuðstöðvum Swedbank í Stokkhólmi í gærmorgun. Ásakanir um stórfellt peningaþvætti hafa vomað yfir norrænum stórbönkum undanfarin misseri, ekki síst Danske bank í Danmörku. Sá banki er sagður hafa þvættað jafnvirði hundruð milljarða króna fyrir óprúttna aðila í gegnum útibú í Eistlandi. Í síðasta mánuði komu ásakanir fram um að Swedbank, einn stærsti banki Norðurlandanna, hefði einnig tekið þátt í peningaþvætti í Eystrasaltslöndunum. Bonnesen hafði ítrekað fullyrt að hún hefði trú á eftirliti bankans með peningaþvætti og að allar grunsamlegar færslur hefðu verið tilkynntar til yfirvalda. Sænska fjármálaeftirlitið staðfesti að saksóknari hafi látið gera húsleit í höfuðstöðvum Swedbank í tengslum við áframhaldandi rannsókn á bankanum í gærmorgun. Stjórn Swedbank ákvað í dag að leysa Bonnesen frá störfum. Vísaði Lars Idermark, stjórnarformaður hans, til vendinga undanfarinna daga sem hafi skapað mikinn þrýsting á bankann. Reuters-fréttastofan segir að tilkynningin um brottrekstur Bonnesen hafi komið klukkustund fyrir ársfund bankans sem hófst í dag. Áður höfðu tveir af stærstu hluthöfum Swedbank sagst ætla að greiða atkvæði gegn því að bankinn leysti Bonnesen frá persónulegri ábyrgð á rekstri bankans á uppgjörsárinu 2018. Þá væri hægt að stefna Bonnesen vegna starfa hennar.Stefnir fjármálakerfi Svíþjóðar í voða Per Bolund, efnahagsmálaráðherra Svíþjóðar, fordæmdi hvernig stjórnendur Swedbank hafa haldið á málum í tengslum við peningaþvætti í dag. Ekki væri nóg að leysa Bonnesen frá störfum. „Þau ættu að vinna með yfirvöldum en í staðinn hafa þau gert það gagnstæða og það er algerlega óásættanlegt. Það setur traust á Swedbank, á fjármálakerfinu í heild sinni og orðspor Svíþjóðar í uppnám,“ segir Bolund. Breski fjárfestirinn Bill Browder, sem hefur sett fjölda ásakana um að norrænir bankar hafi tekið þátt í að þvætta illa fengið fé frá Rússlandi, kærði Swedbank til sænskra yfirvalda fyrr í þessum mánuði. Í kærunni kom fram að Swedbank hefði þvættað á annað hundrað milljóna dollara af fé sem spilltir rússneskir embættismenn hefðu dregið að sér. Danmörk Peningaþvætti norrænna banka Svíþjóð Tengdar fréttir Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Tíu fyrrverandi starfsmenn Danske bank handteknir Viðskiptastjórar í útibúi bankans í Tallin eru grunaðir um að hafa vísvitandi hjálpað viðskiptavinum að fela uppruna fjármuna. 19. desember 2018 13:04 Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10 Nordea dregst inn í peningaþvottarhneykslið Í kæru til sænskra og norskra yfirvalda er því haldið fram að ágóði af stórfelldu fjársvikamáli í Rússlandi hafi verið þveginn í stærsta banka Norðurlandanna. 17. október 2018 11:43 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Stjórn sænska bankans Swedbank hefur rekið Birgitte Bonnesen, forstjóra bankans, í skugga ásakana um að hann hafi tekið þátt í peningaþvætti í Eystrasaltslöndunum. Sænsk yfirvöld gerðu húsleit í höfuðstöðvum Swedbank í Stokkhólmi í gærmorgun. Ásakanir um stórfellt peningaþvætti hafa vomað yfir norrænum stórbönkum undanfarin misseri, ekki síst Danske bank í Danmörku. Sá banki er sagður hafa þvættað jafnvirði hundruð milljarða króna fyrir óprúttna aðila í gegnum útibú í Eistlandi. Í síðasta mánuði komu ásakanir fram um að Swedbank, einn stærsti banki Norðurlandanna, hefði einnig tekið þátt í peningaþvætti í Eystrasaltslöndunum. Bonnesen hafði ítrekað fullyrt að hún hefði trú á eftirliti bankans með peningaþvætti og að allar grunsamlegar færslur hefðu verið tilkynntar til yfirvalda. Sænska fjármálaeftirlitið staðfesti að saksóknari hafi látið gera húsleit í höfuðstöðvum Swedbank í tengslum við áframhaldandi rannsókn á bankanum í gærmorgun. Stjórn Swedbank ákvað í dag að leysa Bonnesen frá störfum. Vísaði Lars Idermark, stjórnarformaður hans, til vendinga undanfarinna daga sem hafi skapað mikinn þrýsting á bankann. Reuters-fréttastofan segir að tilkynningin um brottrekstur Bonnesen hafi komið klukkustund fyrir ársfund bankans sem hófst í dag. Áður höfðu tveir af stærstu hluthöfum Swedbank sagst ætla að greiða atkvæði gegn því að bankinn leysti Bonnesen frá persónulegri ábyrgð á rekstri bankans á uppgjörsárinu 2018. Þá væri hægt að stefna Bonnesen vegna starfa hennar.Stefnir fjármálakerfi Svíþjóðar í voða Per Bolund, efnahagsmálaráðherra Svíþjóðar, fordæmdi hvernig stjórnendur Swedbank hafa haldið á málum í tengslum við peningaþvætti í dag. Ekki væri nóg að leysa Bonnesen frá störfum. „Þau ættu að vinna með yfirvöldum en í staðinn hafa þau gert það gagnstæða og það er algerlega óásættanlegt. Það setur traust á Swedbank, á fjármálakerfinu í heild sinni og orðspor Svíþjóðar í uppnám,“ segir Bolund. Breski fjárfestirinn Bill Browder, sem hefur sett fjölda ásakana um að norrænir bankar hafi tekið þátt í að þvætta illa fengið fé frá Rússlandi, kærði Swedbank til sænskra yfirvalda fyrr í þessum mánuði. Í kærunni kom fram að Swedbank hefði þvættað á annað hundrað milljóna dollara af fé sem spilltir rússneskir embættismenn hefðu dregið að sér.
Danmörk Peningaþvætti norrænna banka Svíþjóð Tengdar fréttir Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Tíu fyrrverandi starfsmenn Danske bank handteknir Viðskiptastjórar í útibúi bankans í Tallin eru grunaðir um að hafa vísvitandi hjálpað viðskiptavinum að fela uppruna fjármuna. 19. desember 2018 13:04 Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10 Nordea dregst inn í peningaþvottarhneykslið Í kæru til sænskra og norskra yfirvalda er því haldið fram að ágóði af stórfelldu fjársvikamáli í Rússlandi hafi verið þveginn í stærsta banka Norðurlandanna. 17. október 2018 11:43 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00
Tíu fyrrverandi starfsmenn Danske bank handteknir Viðskiptastjórar í útibúi bankans í Tallin eru grunaðir um að hafa vísvitandi hjálpað viðskiptavinum að fela uppruna fjármuna. 19. desember 2018 13:04
Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10
Nordea dregst inn í peningaþvottarhneykslið Í kæru til sænskra og norskra yfirvalda er því haldið fram að ágóði af stórfelldu fjársvikamáli í Rússlandi hafi verið þveginn í stærsta banka Norðurlandanna. 17. október 2018 11:43