Leitin hafin að nýjum krúttlegum Zúmma Benedikt Bóas skrifar 29. mars 2019 08:30 Bjartur, Einar og Jóhann í Hörpu þar sem prufurnar verða. Áhugasamir geta skráð sig í prufu á skoppaogskritla@gmail.com. FBL/ERNIR Þær vinkonur Skoppa og Skrítla snúa loks aftur í leikhúsið en þær eiga 15 ára starfsafmæli í ár. Af því tilefni ganga þær til samstarfs við Hörpu og var samningur þess efnis undirritaður með pompi og prakt fyrir skömmu. Sýningin kallast Brot af því besta með Skoppu og Skrítlu! Þetta verða nánast leiknir barnatónleikar því vinkonurnar eiga orðið þvílíkt magn af lögum og börnin virðast kunna þau öll. Fjörálfurinn Zúmmi, sem þeir Einar Karl, Jóhann Egill og Bjartur hafa leikið í gegnum tíðina, eru orðnir fullorðnir menn og því þarf að finna nýjan Zúmma. Drengurinn þarf að vera á aldrinum 10-12 ára og ekki hærri en 160 sentimetrar. Áhugasamir strákar geta skráð sig í prufu á skoppaogskritla@gmail.com. „Ég var í tvö ár sem Zúmmi,“ segir Einar Karl sem hóf vegferðina en hann lærir nú hagfræði í Háskóla Íslands. „Þegar maður var ungur og vissi ekki hvað maður ætti að gera varðandi athyglissýkina þá var þetta kjörið. Að fá að öskra og syngja og dansa. Maður var mikið í íþróttum og stundum var handboltinn bara ekki nóg, þá var fínt að vera með vinnu þar sem maður lék sér.“Skoppa og Skrítla eru 15 ára í ár og fagna því með því að ganga til samstarfs við Hörpu. Hér er Bjartur í hlutverki Zúmma.Einar fór síðar á fjalir leikhússins og dansaði og söng í Söngvaseið, Galdrakarlinum í Oz og síðast í Mama Mia! Þá ákvað hann að láta staðar numið. „Þá ákvað ég að hætta að vera Einar dansari og fara í hagfræðinám í Háskóla Íslands og nú er ég bara Einar hagfræðingur. Maður er með mikið af kynningum í hagfræði og Zúmma-hlutverkið hefur vissulega hjálpað mér. Maður las áður handrit en nú eru það skýrslur,“ segir hann og hlær. Jóhann Egill lemur húðir í hljómsveitinni Karma Brigade sem hefur heldur betur látið að sér kveða að undanförnu. Hann lék einnig í Föngum sem sýndir voru á RÚV forðum daga og segir hlutverkið hafa smitað sig af því að koma fram. „Þetta var mjög gefandi og skemmtilegt starf. Ég var í fjögur ár sem Zúmmi. Var tvö ár að leika en svo minnkaði það eftir því sem teygðist úr manni. Það var saumaður nýr búningur – fram að því höfðum við Bjartur verið í búningnum sem Einar byrjaði í.“Zúmmarnir þrír samankomnir, Bjartur, Jóhann Egill og Einar Karl.Bjartur viðurkennir að vestið og skórnir hafi verið ansi þröng undir lokin. Bjartur, sem er sonur Hrefnu Hallgrímsdóttur, skapara Skoppu og Skrítlu, segir að það að hafa verið Zúmmi hafi svo sannarlega bætt lífið og hann líti til baka með bros á vör. „Þetta var virkilega skemmtilegur tími. Maður kynntist líka svo mörgu fólki. Ég man ekki eftir einum degi þar sem þetta var nálægt því að vera leiðinlegt. Ég vildi alltaf fara og hafa gaman,“ segir hann. Jóhann bætir því við að hlutverkið hafi þroskað hann og hann finni hvað það sé auðvelt að tala fyrir framan annað fólk. Hrefna bendir á að drengirnir hafi í raun bara verið börn þegar þeir byrjuðu að leika og þeim hafi því verið hrint út í djúpu laugina. „Þeir urðu bara að synda. Það er eitt að vera flottur í rullunni sinni, læra textann, danssporin og allt þetta, en svo er allt hitt í kringum Skoppu og Skrítlu spuni. Vonandi líta þeir til baka og rifja upp að þetta hafi verið ljúfar minningar,“ segir hún. Drengirnir kinka allir kolli. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Leikhús Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Þær vinkonur Skoppa og Skrítla snúa loks aftur í leikhúsið en þær eiga 15 ára starfsafmæli í ár. Af því tilefni ganga þær til samstarfs við Hörpu og var samningur þess efnis undirritaður með pompi og prakt fyrir skömmu. Sýningin kallast Brot af því besta með Skoppu og Skrítlu! Þetta verða nánast leiknir barnatónleikar því vinkonurnar eiga orðið þvílíkt magn af lögum og börnin virðast kunna þau öll. Fjörálfurinn Zúmmi, sem þeir Einar Karl, Jóhann Egill og Bjartur hafa leikið í gegnum tíðina, eru orðnir fullorðnir menn og því þarf að finna nýjan Zúmma. Drengurinn þarf að vera á aldrinum 10-12 ára og ekki hærri en 160 sentimetrar. Áhugasamir strákar geta skráð sig í prufu á skoppaogskritla@gmail.com. „Ég var í tvö ár sem Zúmmi,“ segir Einar Karl sem hóf vegferðina en hann lærir nú hagfræði í Háskóla Íslands. „Þegar maður var ungur og vissi ekki hvað maður ætti að gera varðandi athyglissýkina þá var þetta kjörið. Að fá að öskra og syngja og dansa. Maður var mikið í íþróttum og stundum var handboltinn bara ekki nóg, þá var fínt að vera með vinnu þar sem maður lék sér.“Skoppa og Skrítla eru 15 ára í ár og fagna því með því að ganga til samstarfs við Hörpu. Hér er Bjartur í hlutverki Zúmma.Einar fór síðar á fjalir leikhússins og dansaði og söng í Söngvaseið, Galdrakarlinum í Oz og síðast í Mama Mia! Þá ákvað hann að láta staðar numið. „Þá ákvað ég að hætta að vera Einar dansari og fara í hagfræðinám í Háskóla Íslands og nú er ég bara Einar hagfræðingur. Maður er með mikið af kynningum í hagfræði og Zúmma-hlutverkið hefur vissulega hjálpað mér. Maður las áður handrit en nú eru það skýrslur,“ segir hann og hlær. Jóhann Egill lemur húðir í hljómsveitinni Karma Brigade sem hefur heldur betur látið að sér kveða að undanförnu. Hann lék einnig í Föngum sem sýndir voru á RÚV forðum daga og segir hlutverkið hafa smitað sig af því að koma fram. „Þetta var mjög gefandi og skemmtilegt starf. Ég var í fjögur ár sem Zúmmi. Var tvö ár að leika en svo minnkaði það eftir því sem teygðist úr manni. Það var saumaður nýr búningur – fram að því höfðum við Bjartur verið í búningnum sem Einar byrjaði í.“Zúmmarnir þrír samankomnir, Bjartur, Jóhann Egill og Einar Karl.Bjartur viðurkennir að vestið og skórnir hafi verið ansi þröng undir lokin. Bjartur, sem er sonur Hrefnu Hallgrímsdóttur, skapara Skoppu og Skrítlu, segir að það að hafa verið Zúmmi hafi svo sannarlega bætt lífið og hann líti til baka með bros á vör. „Þetta var virkilega skemmtilegur tími. Maður kynntist líka svo mörgu fólki. Ég man ekki eftir einum degi þar sem þetta var nálægt því að vera leiðinlegt. Ég vildi alltaf fara og hafa gaman,“ segir hann. Jóhann bætir því við að hlutverkið hafi þroskað hann og hann finni hvað það sé auðvelt að tala fyrir framan annað fólk. Hrefna bendir á að drengirnir hafi í raun bara verið börn þegar þeir byrjuðu að leika og þeim hafi því verið hrint út í djúpu laugina. „Þeir urðu bara að synda. Það er eitt að vera flottur í rullunni sinni, læra textann, danssporin og allt þetta, en svo er allt hitt í kringum Skoppu og Skrítlu spuni. Vonandi líta þeir til baka og rifja upp að þetta hafi verið ljúfar minningar,“ segir hún. Drengirnir kinka allir kolli.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Leikhús Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira