Farþegaflugvél Ethiopian Airlines hrapaði á leið til Naíróbí Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2019 08:38 Vélin var á leið frá Addis Ababa til Naíróbí. Getty Allir 157 um borð í flugvél eþíópíska flugfélagsins Ethiopian Airlines, ET302, fórust þegar hún hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí í morgun. Þetta staðfestir skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800MAX. Alls voru 149 farþegar um borð og átta í áhöfn. BBC segir frá því að hinir látnu hafi komið frá 33 ríkjum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu klukkan 11 höfðu engar tilkynningar borist ráðuneytinu að íslenskir ríkisborgarar hafi verið um borð. Vélin tók á loft klukkan 8:38 og missti samband við flugturn sex mínútum síðar, klukkan 8:44. Vélin hrapaði við borgina Bishoftu, suðaustur af Addis Ababa.The Office of the PM, on behalf of the Government and people of Ethiopia, would like to express it’s deepest condolences to the families of those that have lost their loved ones on Ethiopian Airlines Boeing 737 on regular scheduled flight to Nairobi, Kenya this morning. — Office of the Prime Minister - Ethiopia (@PMEthiopia) March 10, 2019Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem farþegavél af gerðinni Boeing 737-800MAX hrapar, en síðasta haust hrapaði vél Lion Air fyrir utan Jakarta í Indónesíu. Vélarnar eru tiltölulegar nýjar og komu fyrst á markað árið 2016. Eþíópíska ríkisflugfélagið bætti vélunum við flotann á síðasta ári. Ethopian Airlines er stærsta flugfélag Afríku og er að fullu í eigu eþíópíska ríkisins. Þetta er ekki fyrsta mannskæða flugslysið í sögu Ethiopian Airlines. Árið 2010 fórust níutíu manns þegar vél félagsins hrapaði í Miðjarðarhaf eftir að hafa tekið á loft í líbönsku höfuðborginni Beirút. Mannskæðasta slysið í sögu flugfélagsins varð hins vegar í nóvember 1996 eftir að hópur manna hafði rænt vél, og flugmenn reyndu að nauðlenda á vatni eftir að eldneytið hafði klárast. Rakst vélin á kóralrif og fórust 123 af 175 um borð.Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Kenía Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Allir 157 um borð í flugvél eþíópíska flugfélagsins Ethiopian Airlines, ET302, fórust þegar hún hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí í morgun. Þetta staðfestir skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800MAX. Alls voru 149 farþegar um borð og átta í áhöfn. BBC segir frá því að hinir látnu hafi komið frá 33 ríkjum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu klukkan 11 höfðu engar tilkynningar borist ráðuneytinu að íslenskir ríkisborgarar hafi verið um borð. Vélin tók á loft klukkan 8:38 og missti samband við flugturn sex mínútum síðar, klukkan 8:44. Vélin hrapaði við borgina Bishoftu, suðaustur af Addis Ababa.The Office of the PM, on behalf of the Government and people of Ethiopia, would like to express it’s deepest condolences to the families of those that have lost their loved ones on Ethiopian Airlines Boeing 737 on regular scheduled flight to Nairobi, Kenya this morning. — Office of the Prime Minister - Ethiopia (@PMEthiopia) March 10, 2019Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem farþegavél af gerðinni Boeing 737-800MAX hrapar, en síðasta haust hrapaði vél Lion Air fyrir utan Jakarta í Indónesíu. Vélarnar eru tiltölulegar nýjar og komu fyrst á markað árið 2016. Eþíópíska ríkisflugfélagið bætti vélunum við flotann á síðasta ári. Ethopian Airlines er stærsta flugfélag Afríku og er að fullu í eigu eþíópíska ríkisins. Þetta er ekki fyrsta mannskæða flugslysið í sögu Ethiopian Airlines. Árið 2010 fórust níutíu manns þegar vél félagsins hrapaði í Miðjarðarhaf eftir að hafa tekið á loft í líbönsku höfuðborginni Beirút. Mannskæðasta slysið í sögu flugfélagsins varð hins vegar í nóvember 1996 eftir að hópur manna hafði rænt vél, og flugmenn reyndu að nauðlenda á vatni eftir að eldneytið hafði klárast. Rakst vélin á kóralrif og fórust 123 af 175 um borð.Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Kenía Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira