„Fótbolti er ekki fyrir stelpur“ í nýrri herferð Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 10:30 Lieke Martens í leik með Barcelona. Vísir/Getty Leikmenn kvennaliðs Barcelona sendu frá sér myndband í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á dögunum en Lionel Messi og félagar eru ekki eina fótboltalið FC Barcelona. Myndbandið frá Barcelona Femení kemur með nýtt sjónarhorn í umræðuna um jafnrétti kynjanna í fótboltaheiminum og á við á Spáni alveg eins og hér á Íslandi. Fyrsta yfirlýsingin í auglýsingunni stuðar kannski einhverja því hún er „Fótbolti er ekki fyrir stelpur“ en þú þarf ekki að horfa mikið lengur til að skilja skilaboðin frá stelpunum í Barcelona. „Fótbolti er ekki fyrir stelpur og fótbolti er ekki fyrir stráka. Fótbolti er fyrir fótboltafólk,“ segir meðal annars í myndbandinu. Myndbandið gengur annars út á það að leikmenn Barcelona liðsins tala um að það eigi ekki að kynkenna fótboltann. Fótboltaleikur kvenna er þannig bara fótboltaleikur, kvenkyns fótboltamaður er bara fótboltamaður, skot er bara skot og tækling er bara tækling hvort sem það gerist í karla- eða kvennaleik. Meðal þeirra sem hafa vakið athygli á myndbandinu er enska landsliðskonan Toni Duggan sem hefur spilað með Barcelona frá árinu 2017. Þar má líka sjá hollensku landsliðskonuna Lieke Martens, sem var kosin besti í heimi fyrir árið 2017 og kom til Barcelona í júlí 2017. Barcelona liðið er í harðri baráttu við Atletico Madrid en Barca-stelpurnar eru eins og er í öðru sætinu. Þær hafa lent í öðru sæti undanfarin þrjú tímabil eftir að hafa orðið spænskir meistarar fjögur ár í röð frá 2012 til 2015. Átakið notar myllumerkið #WeAreFootballers og heitir „Football is for footballers“ á ensku en á spænsku og katalónísku er nafnið „El fútbol es para futbolistas“ og „El futbol és per a futbolistes“. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan af Instagram síðu Barcelona. View this post on InstagramFootball is for all..... #IWD @fcbfemeni A post shared by Toni Duggan (@toniduggan) on Mar 8, 2019 at 9:37am PST Spænski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira
Leikmenn kvennaliðs Barcelona sendu frá sér myndband í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á dögunum en Lionel Messi og félagar eru ekki eina fótboltalið FC Barcelona. Myndbandið frá Barcelona Femení kemur með nýtt sjónarhorn í umræðuna um jafnrétti kynjanna í fótboltaheiminum og á við á Spáni alveg eins og hér á Íslandi. Fyrsta yfirlýsingin í auglýsingunni stuðar kannski einhverja því hún er „Fótbolti er ekki fyrir stelpur“ en þú þarf ekki að horfa mikið lengur til að skilja skilaboðin frá stelpunum í Barcelona. „Fótbolti er ekki fyrir stelpur og fótbolti er ekki fyrir stráka. Fótbolti er fyrir fótboltafólk,“ segir meðal annars í myndbandinu. Myndbandið gengur annars út á það að leikmenn Barcelona liðsins tala um að það eigi ekki að kynkenna fótboltann. Fótboltaleikur kvenna er þannig bara fótboltaleikur, kvenkyns fótboltamaður er bara fótboltamaður, skot er bara skot og tækling er bara tækling hvort sem það gerist í karla- eða kvennaleik. Meðal þeirra sem hafa vakið athygli á myndbandinu er enska landsliðskonan Toni Duggan sem hefur spilað með Barcelona frá árinu 2017. Þar má líka sjá hollensku landsliðskonuna Lieke Martens, sem var kosin besti í heimi fyrir árið 2017 og kom til Barcelona í júlí 2017. Barcelona liðið er í harðri baráttu við Atletico Madrid en Barca-stelpurnar eru eins og er í öðru sætinu. Þær hafa lent í öðru sæti undanfarin þrjú tímabil eftir að hafa orðið spænskir meistarar fjögur ár í röð frá 2012 til 2015. Átakið notar myllumerkið #WeAreFootballers og heitir „Football is for footballers“ á ensku en á spænsku og katalónísku er nafnið „El fútbol es para futbolistas“ og „El futbol és per a futbolistes“. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan af Instagram síðu Barcelona. View this post on InstagramFootball is for all..... #IWD @fcbfemeni A post shared by Toni Duggan (@toniduggan) on Mar 8, 2019 at 9:37am PST
Spænski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira