Tröllið Brynjar og grenjuskjóðan Björn Þórarinn Þórarinsson skrifar 14. mars 2019 14:00 Þeir skiptast oft á skotum þannig að ætla mætti að litlir kærleikar væru með þeim en deilurnar rista ekki mjög djúpt. Facebook-hópurinn Bylt fylki telur rúmlega 3.500 manns sem sameina tvö áhugamál sín, kvikmyndir og íslenska tungu, með tillögum að þýðingum á kvikmyndatitlum. Slagorð hópsins segir allt sem segja þarf: „Þýðum allt sem kjafti kemur.“ Þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson sýnir þar oft tilþrif og hefur meðal annars tengt bíógrínið væringum sínum og Brynjars Níelssonar. Væringar þeirra hafa ítrekað ratað í fréttir þegar skotin ganga á milli úr ræðustól Alþingis og ekki síður á Facebook þar sem Brynjar hefur meðal annars amast við spurningagleði Björns og látið skóleysi hans fara í taugarnar á sér.Bíónördinn Björn Leví hefur grínast með væringar sínar og Brynjars Níelssonar með bíógríni í hinu Bylta fylki þar sem hann speglar Brynjar sem Trölla en sjálfan sig sem tárvotan Johnny Depp.Björn Leví hefur meðal annars nýtt sér þetta pólitíska orðaskak í bíógríni í Bylta fylkinu með tillögum að nýjum íslenskum titlum á kvikmyndirnar Grinch og Cry Baby. Grinch, eða Trölla sem stal jólunum, þekkja allir og Björn hitti í mark í hópnum þegar hann gaf bíómyndinni um þann fúla gaur einfaldlega nafnið „Brynjar“. Hann baktryggði sig síðan strax í kjölfarið með því að leggja til titilinn „Björn Leví“ á John Waters-myndina Cry Baby, Grenjuskjóðuna, með Johnny Depp. Björn Leví segir í samtali við Fréttablaðið að tvennum sögum fari af því hversu sniðugur hann þyki en hann þykir nánast óumdeilt hafa hitt í mark með Trölla og Grenjuskjóðunni.„Ég hef reynt að taka þann pól í hæðina að finna einhvern titil sem lýsir myndunum frekar en að þýða beint,“ segir Björn Leví og nefnir nýlegt dæmi þar sem hann gaf myndinni As Good As It Gets með Jack Nicholson titilinn Hatari en hún fjallar um graman karlfausk sem hatast við allt og alla, sannkallaðan hatara. Hvað þá Brynjar varðar segir hann nokkuð gott á milli þeirra Trölla Níelssonar. „Brynjar er fínasti gaur sem hefur sínar ákveðnu skoðanir og ég efaðist nú um að hann yrði óhress með þennan titil enda er hann í Félagi fúllyndra Sjálfstæðismanna,“ segir Björn Leví. „En hann er prinsippmaður og talar alveg fyrir óvinsælum skoðunum sem hann er bæði sammála en stundum helst til þess að verja vondan málstað sem er alveg virðingarvert enda alveg umræða sem má taka,“ segir grenjuskjóðan Björn Leví og minnir á að í lokin varð Trölli góður þannig að enn er von.Beinar þýðingar eru oftast dæmdar til þess að mistakast og Björn Leví fellur ekki í slíkar gildrur eins og þessi brandari hans sýnir og sannar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Facebook-hópurinn Bylt fylki telur rúmlega 3.500 manns sem sameina tvö áhugamál sín, kvikmyndir og íslenska tungu, með tillögum að þýðingum á kvikmyndatitlum. Slagorð hópsins segir allt sem segja þarf: „Þýðum allt sem kjafti kemur.“ Þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson sýnir þar oft tilþrif og hefur meðal annars tengt bíógrínið væringum sínum og Brynjars Níelssonar. Væringar þeirra hafa ítrekað ratað í fréttir þegar skotin ganga á milli úr ræðustól Alþingis og ekki síður á Facebook þar sem Brynjar hefur meðal annars amast við spurningagleði Björns og látið skóleysi hans fara í taugarnar á sér.Bíónördinn Björn Leví hefur grínast með væringar sínar og Brynjars Níelssonar með bíógríni í hinu Bylta fylki þar sem hann speglar Brynjar sem Trölla en sjálfan sig sem tárvotan Johnny Depp.Björn Leví hefur meðal annars nýtt sér þetta pólitíska orðaskak í bíógríni í Bylta fylkinu með tillögum að nýjum íslenskum titlum á kvikmyndirnar Grinch og Cry Baby. Grinch, eða Trölla sem stal jólunum, þekkja allir og Björn hitti í mark í hópnum þegar hann gaf bíómyndinni um þann fúla gaur einfaldlega nafnið „Brynjar“. Hann baktryggði sig síðan strax í kjölfarið með því að leggja til titilinn „Björn Leví“ á John Waters-myndina Cry Baby, Grenjuskjóðuna, með Johnny Depp. Björn Leví segir í samtali við Fréttablaðið að tvennum sögum fari af því hversu sniðugur hann þyki en hann þykir nánast óumdeilt hafa hitt í mark með Trölla og Grenjuskjóðunni.„Ég hef reynt að taka þann pól í hæðina að finna einhvern titil sem lýsir myndunum frekar en að þýða beint,“ segir Björn Leví og nefnir nýlegt dæmi þar sem hann gaf myndinni As Good As It Gets með Jack Nicholson titilinn Hatari en hún fjallar um graman karlfausk sem hatast við allt og alla, sannkallaðan hatara. Hvað þá Brynjar varðar segir hann nokkuð gott á milli þeirra Trölla Níelssonar. „Brynjar er fínasti gaur sem hefur sínar ákveðnu skoðanir og ég efaðist nú um að hann yrði óhress með þennan titil enda er hann í Félagi fúllyndra Sjálfstæðismanna,“ segir Björn Leví. „En hann er prinsippmaður og talar alveg fyrir óvinsælum skoðunum sem hann er bæði sammála en stundum helst til þess að verja vondan málstað sem er alveg virðingarvert enda alveg umræða sem má taka,“ segir grenjuskjóðan Björn Leví og minnir á að í lokin varð Trölli góður þannig að enn er von.Beinar þýðingar eru oftast dæmdar til þess að mistakast og Björn Leví fellur ekki í slíkar gildrur eins og þessi brandari hans sýnir og sannar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“