Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2019 21:45 Inga Hrönn Georgsdóttir, bóndi á Kjörseyri og aðstoðarverslunarstjóri N1 í Staðarskála. Stöð 2/Einar Árnason. Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. Þótt hann sé ekki lengur í eigu heimamanna í Hrútafirði líta þeir samt á hann svolítið sem sína eign. Fjallað var um Staðarskála í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Í ljóði Þórarins Eldjárns frá árinu 1991, Staðarskáli er Ísland, segir að þessi miðstöð mannaferða sé Mekka allra þeirra sem á landið trúa. Ljóðið er nú greipt í glervegg í anddyri Staðarskála.Nýi Staðarskáli var opnaður árið 2008 þegar þjóðvegurinn um botn Hrútafjarðar var færður.Stöð 2/Einar Árnason.„Ætli meðaltalið hjá okkur í fyrrasumar hafi ekki verið á bilinu sex- til áttaþúsund manns á dag sem komu í húsið,“ segir Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála. Í afgreiðslunni og eldhúsinu mega starfsmenn hafa sig alla við að sinna óskum vegfarenda í þessari helstu umferðarmiðstöð þjóðveganna.Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.„Við höfum alveg farið upp í 100-150 lítra á góðum degi af kjötsúpu. Stærsti dagur í pylsum held ég hafi verð hátt í 800 pylsur á dag,“ segir Einar. Núverandi skáli er arftaki bæði gamla Staðarskála og gamla Brúarskála en þeir höfðu áður verið í eigu heimamanna; Staðarskáli í eigu Staðarmanna en Brúarskáli í eigu kaupfélagsins.Brúarskáli stóð við gatnamótin hjá gömlu símstöðinni á Brú. Hann var rifinn árið 2008 þegar hann þurfti að víkja fyrir nýja veginum.Mynd/Brúarhópurinn.Og enn í dag er Staðarskáli vinnustaður sem tengist nánast hverjum einasta bæ í sveitinni, en þar starfa 56 manns á sumrin og 26 manns yfir vetrartímann, margir úr Hrútafirði. En er erfitt fyrir Hrútfirðinga að Staðarskáli skuli ekki lengur vera í þeirra eigu heldur hlutafélags í Reykjavík?Gamli Staðarskáli árið 1995. Hann er í dag nýttur sem gistihús fyrir starfsmenn Staðarskála.Mynd/Staðarhópurinn.„Við lítum svolítið á þetta sem okkar eign, samt sem áður,“ segir Inga Hrönn Georgsdóttir, bóndi á Kjörseyri og aðstoðarverslunarstjóri, en hún byrjaði 16 ára gömul að vinna í Brúarskála. Staðarskáli er vinsælasti áningarstaður trukkabílstjóranna, eins og þeirra Ómars Sigurðssonar og Gunnlaugur Hjörvars Gunnlaugssonar, en þeir starfa hjá Ekju og Eimskip. Þeir segjast staldra þar við nánast daglega.Flutningabílstjórarnir Ómar Sigurðsson og Gunnlaugur Hjörvar Gunnlaugsson snæða kvöldverð í Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.Þeir voru að snæða lambalærissneiðar í raspi með kartöflum, rauðkáli og brúnsósu en þeir segja „mömmumatinn“ helstu ástæðu þess að trukkabílstjórar velja staðinn. „Þetta er svona félagsmiðstöðin okkar. Hérna verða sögurnar til og slúðrið,“ segir Gunnlaugur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Húnaþing vestra Samgöngur Um land allt Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. Þótt hann sé ekki lengur í eigu heimamanna í Hrútafirði líta þeir samt á hann svolítið sem sína eign. Fjallað var um Staðarskála í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Í ljóði Þórarins Eldjárns frá árinu 1991, Staðarskáli er Ísland, segir að þessi miðstöð mannaferða sé Mekka allra þeirra sem á landið trúa. Ljóðið er nú greipt í glervegg í anddyri Staðarskála.Nýi Staðarskáli var opnaður árið 2008 þegar þjóðvegurinn um botn Hrútafjarðar var færður.Stöð 2/Einar Árnason.„Ætli meðaltalið hjá okkur í fyrrasumar hafi ekki verið á bilinu sex- til áttaþúsund manns á dag sem komu í húsið,“ segir Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála. Í afgreiðslunni og eldhúsinu mega starfsmenn hafa sig alla við að sinna óskum vegfarenda í þessari helstu umferðarmiðstöð þjóðveganna.Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.„Við höfum alveg farið upp í 100-150 lítra á góðum degi af kjötsúpu. Stærsti dagur í pylsum held ég hafi verð hátt í 800 pylsur á dag,“ segir Einar. Núverandi skáli er arftaki bæði gamla Staðarskála og gamla Brúarskála en þeir höfðu áður verið í eigu heimamanna; Staðarskáli í eigu Staðarmanna en Brúarskáli í eigu kaupfélagsins.Brúarskáli stóð við gatnamótin hjá gömlu símstöðinni á Brú. Hann var rifinn árið 2008 þegar hann þurfti að víkja fyrir nýja veginum.Mynd/Brúarhópurinn.Og enn í dag er Staðarskáli vinnustaður sem tengist nánast hverjum einasta bæ í sveitinni, en þar starfa 56 manns á sumrin og 26 manns yfir vetrartímann, margir úr Hrútafirði. En er erfitt fyrir Hrútfirðinga að Staðarskáli skuli ekki lengur vera í þeirra eigu heldur hlutafélags í Reykjavík?Gamli Staðarskáli árið 1995. Hann er í dag nýttur sem gistihús fyrir starfsmenn Staðarskála.Mynd/Staðarhópurinn.„Við lítum svolítið á þetta sem okkar eign, samt sem áður,“ segir Inga Hrönn Georgsdóttir, bóndi á Kjörseyri og aðstoðarverslunarstjóri, en hún byrjaði 16 ára gömul að vinna í Brúarskála. Staðarskáli er vinsælasti áningarstaður trukkabílstjóranna, eins og þeirra Ómars Sigurðssonar og Gunnlaugur Hjörvars Gunnlaugssonar, en þeir starfa hjá Ekju og Eimskip. Þeir segjast staldra þar við nánast daglega.Flutningabílstjórarnir Ómar Sigurðsson og Gunnlaugur Hjörvar Gunnlaugsson snæða kvöldverð í Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.Þeir voru að snæða lambalærissneiðar í raspi með kartöflum, rauðkáli og brúnsósu en þeir segja „mömmumatinn“ helstu ástæðu þess að trukkabílstjórar velja staðinn. „Þetta er svona félagsmiðstöðin okkar. Hérna verða sögurnar til og slúðrið,“ segir Gunnlaugur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Húnaþing vestra Samgöngur Um land allt Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira