Tölvuþrjótar herja á Norsk Hydro Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. mars 2019 16:03 Þessi skilaboð biðu starfsmanna Norsk Hydro í morgun þar sem þeim er ráðlagt að skrá sig ekki inn á net fyrirtækisins. AFP/Terje Pedersen Tölvuárásir hafa sett svip á starfsemi norska álfyrirtækisins Norsk Hydro ASA í dag. Draga hefur þurft úr framleiðslu ýmissa álvera fyrirtækisins, auk þess sem ákvörðun hefur verið tekin um að takmarka sjálfvirkni álveranna meðan á árásunum stendur.Vefsíða Hydro liggur niðri en fyrirtækið hefur greint frá þróun mála á Facebook-síðu sinni í dag auk þess sem blásið var til blaðamannafundar síðdegis. Á fundinum kom meðal annars fram að Hydro hafi reynt eftir fremsta megni að láta tölvuárásina ekki hafa áhrif á framleiðslu sína. Það hafi í meginatriðum tekist, til að mynda hafi verið hægt að vernda orkuver fyrirtækisins undan tölvuóværunni. Engu að síður hafi þrjótunum tekist að trufla stafrænar samskiptaleiðir fyrirtækisins sem varð til þess að stöðva þurfti framleiðslu í nokkrum af minni álverum fyrirtækisins. Ekki hefur verið gefið upp hvaða álver félagsins urðu fyrir barðinu á tölvuárásinni, en þó er talið að þeirra á meðal séu nokkur í Bandaríkjunum og Noregi. Árásin hófst síðastliðna nótt og stendur enn yfir. Starfsmönnum fyrirtækisins var ráðlagt þegar þeir mættu til vinnu í morgun að skrá sig ekki inn í tölvurnar á vinnustöðum sínum eða treysta á þráðlausa netið. Þeir hafa því þurt að reiða sig á snjallsíma sína í dag. Hydro segist ekki vita nákvæmt umfang árásarinnar eða hver stendur á bakvið hana. Að sama skapi liggi ekki fyrir hver fjárhagsleg áhrif árásarinnar verða eða hvenær hægt verður ráða niðurlögum veirunnar. Norsk Hydro rekur ekki álver á Íslandi. Fyrirtækið hafði þó í hyggju að festa kaup á álverinu í Straumsvík í fyrra en ekkert varð af þeim áformum. Noregur Stóriðja Tengdar fréttir Hætta við Straumsvík en stækka álver í Noregi Norsk Hydro hefur ákveðið að stækka álver sitt í Husnes í Noregi. Þessi ákvörðun Hydro er tilkynnt aðeins fimm dögum eftir að fyrirtækið hætti við að kaupa ISAL í Straumsvík. 20. september 2018 11:00 Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. 14. september 2018 12:33 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tölvuárásir hafa sett svip á starfsemi norska álfyrirtækisins Norsk Hydro ASA í dag. Draga hefur þurft úr framleiðslu ýmissa álvera fyrirtækisins, auk þess sem ákvörðun hefur verið tekin um að takmarka sjálfvirkni álveranna meðan á árásunum stendur.Vefsíða Hydro liggur niðri en fyrirtækið hefur greint frá þróun mála á Facebook-síðu sinni í dag auk þess sem blásið var til blaðamannafundar síðdegis. Á fundinum kom meðal annars fram að Hydro hafi reynt eftir fremsta megni að láta tölvuárásina ekki hafa áhrif á framleiðslu sína. Það hafi í meginatriðum tekist, til að mynda hafi verið hægt að vernda orkuver fyrirtækisins undan tölvuóværunni. Engu að síður hafi þrjótunum tekist að trufla stafrænar samskiptaleiðir fyrirtækisins sem varð til þess að stöðva þurfti framleiðslu í nokkrum af minni álverum fyrirtækisins. Ekki hefur verið gefið upp hvaða álver félagsins urðu fyrir barðinu á tölvuárásinni, en þó er talið að þeirra á meðal séu nokkur í Bandaríkjunum og Noregi. Árásin hófst síðastliðna nótt og stendur enn yfir. Starfsmönnum fyrirtækisins var ráðlagt þegar þeir mættu til vinnu í morgun að skrá sig ekki inn í tölvurnar á vinnustöðum sínum eða treysta á þráðlausa netið. Þeir hafa því þurt að reiða sig á snjallsíma sína í dag. Hydro segist ekki vita nákvæmt umfang árásarinnar eða hver stendur á bakvið hana. Að sama skapi liggi ekki fyrir hver fjárhagsleg áhrif árásarinnar verða eða hvenær hægt verður ráða niðurlögum veirunnar. Norsk Hydro rekur ekki álver á Íslandi. Fyrirtækið hafði þó í hyggju að festa kaup á álverinu í Straumsvík í fyrra en ekkert varð af þeim áformum.
Noregur Stóriðja Tengdar fréttir Hætta við Straumsvík en stækka álver í Noregi Norsk Hydro hefur ákveðið að stækka álver sitt í Husnes í Noregi. Þessi ákvörðun Hydro er tilkynnt aðeins fimm dögum eftir að fyrirtækið hætti við að kaupa ISAL í Straumsvík. 20. september 2018 11:00 Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. 14. september 2018 12:33 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hætta við Straumsvík en stækka álver í Noregi Norsk Hydro hefur ákveðið að stækka álver sitt í Husnes í Noregi. Þessi ákvörðun Hydro er tilkynnt aðeins fimm dögum eftir að fyrirtækið hætti við að kaupa ISAL í Straumsvík. 20. september 2018 11:00
Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. 14. september 2018 12:33