Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða Sighvatur Jónsson skrifar 1. mars 2019 13:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur skýrslu Hagfræðistofnunar ekki fullnægjandi mat á sjálfbærni hvalveiða. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði um hvalveiðar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Við vitum það líka að eftir að Lewis Hamilton, ökuþórinn, setti á sína síðu ákveðin mótmæli og undrun vegna þessarar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra hafa yfir milljón manns horft á það. Það er greinilegt að veröldin hvað þetta varðar er einhvern veginn miklu minni. Við getum ekki ákveðið hluti í skjóli nætur eins og stundum hefur verið.“ Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra endurskoði ákvörðun sína um framhald hvalveiða til næstu fimm ára. Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra einnig um um sjálfbærni hvalveiða. „Ég get ekki svarað því sem sérfræðingur og þess vegna hef ég lagt á það áherslu að slíkt mat fari fram. Ég held að það sé ekkert launungarmál að ég taldi skýrslu Hagfræðistofnunar ekki fullnægjandi mat á sjálfbærni hvalveiða,“ sagði Katrín á þingi í morgun.Kúnstugt að spyrja um stjórnarslit Þorgerður Katrín ítrekaði spurningu sína um hvort forsætisráðherra muni beita sér fyrir breytingum á ákvörðun sjávarútvegsráðherra með þessum orðum: „Ef forsætisráðherra ætlar ekki að gera það þá liggur í augum uppi að spyrja líka: Var stjórnarslitum hótað út af þessu máli? Hver er þessi þungi að það sé ekki hægt að endurskoða málið?“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði með þeim orðum að henni þætti það vera kúnstugt að spyrja hvort stjórnarslitum hafi verið hótað. „Kannski segir það eitthvað um pólitíska umræðu ef hún er gegnsýrð af einhverjum hótanakúltúr, fyrirgefið slettuna, því ég er ekki hrifin af hótanakúltúr. Ég beiti ekki mikið hótunum í samstarfi, hvorki innan ríkisstjórnar né við aðra þá sem ég vinn með, til að mynda hér við stjórnarandstöðu. Nei, stjórnarslitum var ekki hótað enda er ég ekki mikið fyrir hótanir og finnst allt of mikið um hótanir í íslenskum stjórnmálum, svo ég segi það bara algjörlega hreint út,“ sagði forsætisráðherra á þingi. Hvalveiðar Stj.mál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði um hvalveiðar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Við vitum það líka að eftir að Lewis Hamilton, ökuþórinn, setti á sína síðu ákveðin mótmæli og undrun vegna þessarar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra hafa yfir milljón manns horft á það. Það er greinilegt að veröldin hvað þetta varðar er einhvern veginn miklu minni. Við getum ekki ákveðið hluti í skjóli nætur eins og stundum hefur verið.“ Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra endurskoði ákvörðun sína um framhald hvalveiða til næstu fimm ára. Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra einnig um um sjálfbærni hvalveiða. „Ég get ekki svarað því sem sérfræðingur og þess vegna hef ég lagt á það áherslu að slíkt mat fari fram. Ég held að það sé ekkert launungarmál að ég taldi skýrslu Hagfræðistofnunar ekki fullnægjandi mat á sjálfbærni hvalveiða,“ sagði Katrín á þingi í morgun.Kúnstugt að spyrja um stjórnarslit Þorgerður Katrín ítrekaði spurningu sína um hvort forsætisráðherra muni beita sér fyrir breytingum á ákvörðun sjávarútvegsráðherra með þessum orðum: „Ef forsætisráðherra ætlar ekki að gera það þá liggur í augum uppi að spyrja líka: Var stjórnarslitum hótað út af þessu máli? Hver er þessi þungi að það sé ekki hægt að endurskoða málið?“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði með þeim orðum að henni þætti það vera kúnstugt að spyrja hvort stjórnarslitum hafi verið hótað. „Kannski segir það eitthvað um pólitíska umræðu ef hún er gegnsýrð af einhverjum hótanakúltúr, fyrirgefið slettuna, því ég er ekki hrifin af hótanakúltúr. Ég beiti ekki mikið hótunum í samstarfi, hvorki innan ríkisstjórnar né við aðra þá sem ég vinn með, til að mynda hér við stjórnarandstöðu. Nei, stjórnarslitum var ekki hótað enda er ég ekki mikið fyrir hótanir og finnst allt of mikið um hótanir í íslenskum stjórnmálum, svo ég segi það bara algjörlega hreint út,“ sagði forsætisráðherra á þingi.
Hvalveiðar Stj.mál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Sjá meira