Móðir Söru svipti sig lífi árið 2004. Sara segir það hafa legið í loftinu frá því mamma hennar dó að henni bæri að bera virðingu fyrir þessari ákvörðun móður sinnar.
En hún hafnar því og náði ekki frið í sálina fyrr en hún viðurkenndi það fyrir sjálfri sér á síðasta ári. Fjórtán árum síðar.
„Ég neita að líta svo á að þetta hafi verið eina lausnin fyrir hana til að líða betur.”
Tugir Íslendinga svipta sig lífi á hverju ári. En eftir situr her af fólki, ástvinum, sem vita ekki sitt rjúkandi ráð.
Fyrsti þáttur af fjórum í þáttaröðinni „Viltu í alvöru deyja?” er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20:10 á morgun, sunnudag.
Þar er rætt við móður, systur og dóttur tveggja einstaklinga sem hafa svipt sig lífi. Leikstjórn og handrit er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Ólafur Þór Chelbat.
Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:
Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinn.
Talaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.is.
Eða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is.