Algengt að taka sér frí fyrir háskólanám Ari Brynjólfsson skrifar 2. mars 2019 11:00 Þórunn Hilda Jónasdóttir stóð í ströngu í gær við að undirbúa Háskóladaginn í HR. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Í dag, laugardag, kynna sjö háskólar landsins yfir 500 námsbrautir í húsakynnum HÍ, HR og LHÍ frá kl. 12 til 16. Þar geta gestir og gangandi kynnt sér námsframboðið ásamt því að spjalla við nemendur og starfsfólk skólanna um allt sem viðkemur náminu. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðssviðs Háskólans á Akureyri, segir að skólinn hafi varla undan að taka við nemendum. „Við erum svo gott sem full.“ Hún skynjar meiri áhuga stúdenta á hjúkrunarfræði og sálfræði, þar að auki sé allt fullt í lögreglunámið. HA býður upp á sveigjanlegt nám sem þýðir að nemendur þurfa ekki að mæta í skólann heldur geta sinnt því að mestu leyti heima, hvar sem er. Katrín segir skólann ítreka það við nemendur að háskólanám sé krefjandi og í raun full vinna. „Við reynum að impra á þessu við nemendur okkar, en eins og í samfélaginu öllu, það er mikill hraði og mikil krafa að margir nemar eru bara búnir á því á þriðja ári,“ segir Katrín. Sömu sögu er að heyra hjá Háskólanum í Reykjavík. Þar á bæ er stöðug fjölgun á öllum námsbrautum, flestir eru á leið í tölvunarfræði. HR hefur lagt mikið upp úr því að jafna hlut kynjanna í tæknigreinum og hefur það gengið vel, eru konur nú um þriðjungur nemenda í tölvunarfræði. Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningarstjóri Listaháskóla Íslands, segir að margir fari beint í háskólanám eftir stúdent en jafn margir taki sér ársfrí, ferðist eða nýti pásuárið til þess að undirbúa sig sérstaklega fyrir LHÍ. „Það er jöfn ásókn á langflestar námsbrautir LHÍ en stærsta deildin er hönnunar- og arkitektúrdeild. Við sjáum sveiflur í vinsældum einstaka námsbrauta svo sem í fatahönnun og vöruhönnun,“ segir Ilmur. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Í dag, laugardag, kynna sjö háskólar landsins yfir 500 námsbrautir í húsakynnum HÍ, HR og LHÍ frá kl. 12 til 16. Þar geta gestir og gangandi kynnt sér námsframboðið ásamt því að spjalla við nemendur og starfsfólk skólanna um allt sem viðkemur náminu. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðssviðs Háskólans á Akureyri, segir að skólinn hafi varla undan að taka við nemendum. „Við erum svo gott sem full.“ Hún skynjar meiri áhuga stúdenta á hjúkrunarfræði og sálfræði, þar að auki sé allt fullt í lögreglunámið. HA býður upp á sveigjanlegt nám sem þýðir að nemendur þurfa ekki að mæta í skólann heldur geta sinnt því að mestu leyti heima, hvar sem er. Katrín segir skólann ítreka það við nemendur að háskólanám sé krefjandi og í raun full vinna. „Við reynum að impra á þessu við nemendur okkar, en eins og í samfélaginu öllu, það er mikill hraði og mikil krafa að margir nemar eru bara búnir á því á þriðja ári,“ segir Katrín. Sömu sögu er að heyra hjá Háskólanum í Reykjavík. Þar á bæ er stöðug fjölgun á öllum námsbrautum, flestir eru á leið í tölvunarfræði. HR hefur lagt mikið upp úr því að jafna hlut kynjanna í tæknigreinum og hefur það gengið vel, eru konur nú um þriðjungur nemenda í tölvunarfræði. Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningarstjóri Listaháskóla Íslands, segir að margir fari beint í háskólanám eftir stúdent en jafn margir taki sér ársfrí, ferðist eða nýti pásuárið til þess að undirbúa sig sérstaklega fyrir LHÍ. „Það er jöfn ásókn á langflestar námsbrautir LHÍ en stærsta deildin er hönnunar- og arkitektúrdeild. Við sjáum sveiflur í vinsældum einstaka námsbrauta svo sem í fatahönnun og vöruhönnun,“ segir Ilmur.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira