Audi fækkar vélargerðum Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2019 21:30 Audi Q2 jepplingurinn. Minni sala bíla Audi í janúar upp á 3%, miðað við sama mánuð í fyrra, veldur forsvarsmönnum Audi áhyggjum og þar á bæ er fyrirhugað að fækka bæði stjórnendum og vélargerðum í Audi-bíla sem eru að sögn fyrirtækisins of margar. Með fækkun velargerða á að einfalda smíðina, en einnig stendur til að skera niður eitt lag af stjórnendum í fyrirtækinu og fækka þeim samtals um 10%. Þó svo að Audi hafi aukið sölu sína á stærsta bílamarkaði heims í Kína um 5,1% í janúar var sala Audi léleg í Evrópu og hefur hún hríðfallið frá því að nýja WLTP eyðsluviðmiðunin tók gildi á seinni hluta síðasta árs.Fækkun vélargerða um 30% Ekki liggur fyrir hvaða vélargerðir Audi fara undir hnífinn, en leiða má getum að því að stærstu, eyðslufrekustu og minnst seldu vélargerðirnar lendi í niðurskurðinum sem á að nema um 30% af núverandi vélaúrvali. Líkt og í tilfelli Audi mun BMW skera niður 8 og 12 strokka vélar fyrir næstu kynslóð BMW 7-línunnar og Benz ætlar líka að hætta framleiðslu V12 vélarinnar í S-Class. Með þessum hagræðingaraðgerðum Audi er meiningin að spara fyrirtækinu ríflega 2.000 milljarða króna til ársins 2022. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent
Minni sala bíla Audi í janúar upp á 3%, miðað við sama mánuð í fyrra, veldur forsvarsmönnum Audi áhyggjum og þar á bæ er fyrirhugað að fækka bæði stjórnendum og vélargerðum í Audi-bíla sem eru að sögn fyrirtækisins of margar. Með fækkun velargerða á að einfalda smíðina, en einnig stendur til að skera niður eitt lag af stjórnendum í fyrirtækinu og fækka þeim samtals um 10%. Þó svo að Audi hafi aukið sölu sína á stærsta bílamarkaði heims í Kína um 5,1% í janúar var sala Audi léleg í Evrópu og hefur hún hríðfallið frá því að nýja WLTP eyðsluviðmiðunin tók gildi á seinni hluta síðasta árs.Fækkun vélargerða um 30% Ekki liggur fyrir hvaða vélargerðir Audi fara undir hnífinn, en leiða má getum að því að stærstu, eyðslufrekustu og minnst seldu vélargerðirnar lendi í niðurskurðinum sem á að nema um 30% af núverandi vélaúrvali. Líkt og í tilfelli Audi mun BMW skera niður 8 og 12 strokka vélar fyrir næstu kynslóð BMW 7-línunnar og Benz ætlar líka að hætta framleiðslu V12 vélarinnar í S-Class. Með þessum hagræðingaraðgerðum Audi er meiningin að spara fyrirtækinu ríflega 2.000 milljarða króna til ársins 2022.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent