Ríflega 1.000 daga drottnun Real Madrid í Evrópu er lokið Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2019 08:00 Gareth Bale er ekki vinsæll þessa dagana. vísir/getty Real Madrid er úr leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir ótrúlegt 4-1 tap gegn Ajax á heimavelli í gærkvöldi en Evrópumeistarar síðustu þriggja ára voru með þægilegt 2-1 forskot eftir fyrri leikinn í Amsterdam. Í gær voru tvö ár, níu mánuðir og fimm dagar síðan að Real vann Atlético Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2016 í Mílanó og nú loks tóks einhverju liði að fella Real úr keppni. Real Madrid var búið að drottna yfir Evrópu í 1.001 dag. Santiago Solari, þjálfari Real Madrid, hefur ekki átt sjö dagana sæla í draumastarfinu en hann ber nú ábyrgð á tveimur stærstu töpum liðsins í Meistaradeildinni. Fyrst tapaði hann 3-0 fyrir CSKA Moskvu í riðlakeppninni og nú 4-1 fyrir Ajax. Solari hefur aðeins stýrt Real í 113 daga og þess utan tapaði hann tvívegis í sömu vikunni fyrir Barcelona en hann er með Real-liðið tólf stigum á eftir Börsungum í spænsku deildinni.Santiago Solari heldur ekki starfinu. Það er klárt.vísir/gettyFrá byrjun Meistaradeildarinnar 2015-2016 er Real búið að vera á miklum skriði en það vann 32 leiki af 47, gerði átta jafntefli, tapaði aðeins sjö, skoraði 112 mörk og fékk á sig 50 en þetta kemur allt fram í ítarlegri úttekt BBC. Real hefur auðvitað saknað Cristiano Ronaldo en áhrif hans eru meiri en sumir halda. Frá fyrsta leik Meistaradeildarinnar 2015 er Ronaldo búinn að skora 43 mörk en næsti Madrídingur er Karim Benzema með 17 mörk. Hann er markahæstur í Real-liðinu núna með fjögur mörk. Spænsku blöðin fóru á fullt í gærkvöldi og kölluðu eftir höfði Santiago Solari en þau vilja einnig losna við forsetann Florentino Perez og leikmenn á borð við Gareth Bale. Ljóst er að fróðlegt verður að fylgjast með hvernig Real Madrid svarar fyrir sig á næstu dögum og í sumar þegar að leikmannaglugginn opnar en svona árangur er ekki í boði á Santiago Bernabéu. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ajax sló út Evrópumeistarana Ajax sló út ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid í ótrúlegum leik á Santiago Bernabeu í Meistaradeild Evrópu. 5. mars 2019 22:00 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Real Madrid er úr leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir ótrúlegt 4-1 tap gegn Ajax á heimavelli í gærkvöldi en Evrópumeistarar síðustu þriggja ára voru með þægilegt 2-1 forskot eftir fyrri leikinn í Amsterdam. Í gær voru tvö ár, níu mánuðir og fimm dagar síðan að Real vann Atlético Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2016 í Mílanó og nú loks tóks einhverju liði að fella Real úr keppni. Real Madrid var búið að drottna yfir Evrópu í 1.001 dag. Santiago Solari, þjálfari Real Madrid, hefur ekki átt sjö dagana sæla í draumastarfinu en hann ber nú ábyrgð á tveimur stærstu töpum liðsins í Meistaradeildinni. Fyrst tapaði hann 3-0 fyrir CSKA Moskvu í riðlakeppninni og nú 4-1 fyrir Ajax. Solari hefur aðeins stýrt Real í 113 daga og þess utan tapaði hann tvívegis í sömu vikunni fyrir Barcelona en hann er með Real-liðið tólf stigum á eftir Börsungum í spænsku deildinni.Santiago Solari heldur ekki starfinu. Það er klárt.vísir/gettyFrá byrjun Meistaradeildarinnar 2015-2016 er Real búið að vera á miklum skriði en það vann 32 leiki af 47, gerði átta jafntefli, tapaði aðeins sjö, skoraði 112 mörk og fékk á sig 50 en þetta kemur allt fram í ítarlegri úttekt BBC. Real hefur auðvitað saknað Cristiano Ronaldo en áhrif hans eru meiri en sumir halda. Frá fyrsta leik Meistaradeildarinnar 2015 er Ronaldo búinn að skora 43 mörk en næsti Madrídingur er Karim Benzema með 17 mörk. Hann er markahæstur í Real-liðinu núna með fjögur mörk. Spænsku blöðin fóru á fullt í gærkvöldi og kölluðu eftir höfði Santiago Solari en þau vilja einnig losna við forsetann Florentino Perez og leikmenn á borð við Gareth Bale. Ljóst er að fróðlegt verður að fylgjast með hvernig Real Madrid svarar fyrir sig á næstu dögum og í sumar þegar að leikmannaglugginn opnar en svona árangur er ekki í boði á Santiago Bernabéu.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ajax sló út Evrópumeistarana Ajax sló út ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid í ótrúlegum leik á Santiago Bernabeu í Meistaradeild Evrópu. 5. mars 2019 22:00 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Ajax sló út Evrópumeistarana Ajax sló út ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid í ótrúlegum leik á Santiago Bernabeu í Meistaradeild Evrópu. 5. mars 2019 22:00