Nektarmyndartakan olli mömmu áhyggjum Stefán Árni Pálsson skrifar 6. mars 2019 10:30 Albert Brynjar og Ásgeir Börkur slá í gegn með fallegri mynd. „Án gríns bara frá því ég sá þessa mynd í desember, hef ég alltaf pælt í því hvernig þetta gat bara atvikast. Vinkonur á nærfötunum upp í rúmi að fá sér kaffibolla, það eitt og sér er auðvitað bara geggjað og alltaf spáð svo mikið í því hvernig það væri ef ég myndi reyna fá einhvern af vinum mínum í eitthvað svona, hver viðbrögðin yrðu,“ segir knattspyrnumaðurinn Albert Brynjar Ingason um færslu sínu á Twitter sem slegið hefur í gegn. Forsaga málsins er að Albert birti skjáskot af færslu hjá Sunnevu Einarsdóttur, einni vinsælustu samfélagsmiðlastjörnu landsins. Hún hafði birt mynd af sér og vinkonu sinni með kaffibolla á nærfötunum. Albert sendi öðrum knattspyrnumanni, Ásgeiri Berki Ásgeirssyni, skilaboð á Facebook. Í þeim skilaboðum stóð: „Sælir. Kíkja á mig í kaffibolla á nærfötunum upp í rúmi?“ Ásgeir svaraði: „Ertu loksins búinn að missa allt vit?“Eftir að hafa séð þessa mynd á Instagram hjá Sunnevu Einars fór ég að hugsa... Ætli ég geti fengið vin minn yfir í svona heimsókn. Svo ég ákvað bara að athuga og sendi skilaboð á vin minn Ásgeir Börk. pic.twitter.com/zIeC7nqI08 — Albert Ingason. (@Snjalli) February 27, 2019 „Langaði bara að gera tilraun út frá þessum pælingum, og senda á einn af mínum betri vinum og bjóða honum í kaffibolla á nærfötunum,“ segir Albert en tvö þúsund manns hafa núna líkað við þá færslu. En hann átti eftir að setja inn aðra enn vinsælli færslu í framhaldinu og það var þegar Ásgeir Börkur, þessi grjótharði knattspyrnumaður, mætti í verkefnið. Þar má sjá eftirlíkingu þeirra á myndinni frægu. Þegar þessi grein er skrifuð hafa 3500 manns líkað við þá færslu og telst það mjög mikið á Twitter.Náði honum! pic.twitter.com/pSlzClm8kc — Albert Ingason. (@Snjalli) March 2, 2019Er þetta langvinsælasta færslan þín?„Þetta er það nú sirka þrisvar sinnum vinsælli færsla en sú sem ég pinnaði fyrir nokkru síðan. Sú færsla var einmitt þegar það var æsingur í þjóðfélaginu yfir því að karlkyns þjálfarateymið úr íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu hafi staðið fremstir í röð á myndatöku fyrir liðið áður en farið var á stórmót. Svo ég auðvitað bara sem partur af þjóðfélaginu smitaðist af því, eðlilega. Sé svo karlmann fyrir framan konu í röð í Krónunni, varð gjörsamlega misboðið og labbaði út.“Sá karlmann standa fyrir FRAMAN konu í röð í krónunni áðan, var gjörsamlega MISBOÐIÐ og labbaði út. — Albert Ingason. (@Snjalli) July 16, 2017En var ekkert erfitt að sannfæra Ásgeir Börk að koma í myndatökuna?„Þetta er bara eins og í boltanum, þá þarftu góðan liðsfélaga til þess að leggja upp á þig færin ef þú ætlar að skora eitthvað. Í þessu tilfelli var það Lager bjórinn sem bjó til þetta færi fyrir mig.“ Albert segist vera ánægður með myndina. „Mér finnst Börkur ná sinni dömu frábærlega en ég er í ruglinu, ég hræðist mitt eigið andlit á þessari mynd,“ segir Albert sem sendi blaðamanni nærmynd af andliti sínu.Albert var ekkert sérstaklega sáttur við svip sinn.„Sunnevan mín er scary. Ég er líka bara alls ekki að horfa í sömu átt og Sunneva gerir og vinstri höndin á mér er á röngum stað sem og fóturinn á mér. Við tókum nokkrar myndir og ég bara gat ekki náð Sunnevu alveg 100 prósent. Við vorum bara tveir reynslulitlir menn og settum 10 sekúndna tímastillingu á símann. Ég var farinn að svitna svakalega úr stressi því Börkur hafði ekki þolinmæðina í þetta og módelbransinn er harður. Svo eftir mynd númer 5 eða eitthvað þá sagði bara Börkur að þetta væri bara myndin sem við myndum nota, fleygði svo í mig blautþurrkum fyrir handarkrikann. Stemningin var skrítin næsta korterið.“ Svo kom að því að móðir Alberts tók eftir færslunni. Hún hafði greinilega áhyggjur af sínum manni og sendi honum þessi skilaboð: „Albert, ég var að sjá myndina af þér og vini þínum í rúminu, þetta er nú ekki alveg eðlilegt hvað þér dettur í hug, þú eignast aldrei konu ef þú heldur svona áfram, og hana nú.“Móðir mín hefur nú tjáð sig um myndina. Og hana nú. pic.twitter.com/zhy0XW2Hs9 — Albert Ingason. (@Snjalli) March 5, 2019Af hverju hefur mamma þín svona miklar áhyggjur?„Held að það séu tvær ástæður. Aðallega held ég að það sé út af því að hún vill að ég einbeiti mér að einhverju öðru en að bögga sig, ég heiti t.d. enn þá Geit í símanum hennar eftir að ég breytti mér þar, ásamt því að setja mynd af geit og svo hringdi ég og jarmaði á hana í dágóðan tíma. Einnig held ég að hún treysti mér bara ekki fyrir sjálfum mér, hún er sennilega á þeirri skoðun að það sé bara tímaspursmál hvenær ég kveiki óvart í sjálfum mér.“ Albert segir að Sunneva hafi ekki haft samband við hann í kjölfar myndanna. „Vonandi tóku þessar dömur nú þessu ekkert illa. Bara létt grín hjá okkur, vonandi var kaffið þeirra gott og vonandi fór betur um þær heldur en mig og Börkinn og hver veit stelpur, hellið upp á kakó næst og þá er aldrei að vita hvort að ein sveitt Sunneva Alberts mæti á svæðið.“ Pepsi Max-deild karla Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Það jákvæða trompar það neikvæða Með fullri virðingu fyrir öðrum áhrifavöldum hér á landi þá er Sunneva Einarsdóttir ein sú allra vinsælasta á Íslandi. 1. nóvember 2018 13:00 Hver mynd getur tekið allt upp í þrjá tíma "Það fer mjög mikið eftir því hvort ég er að eiga góðan dag eða ekki. Ef hárið er í lagi eða make-upið en þetta getur tekið upp í tvo til þrjá tíma,“ 4. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Án gríns bara frá því ég sá þessa mynd í desember, hef ég alltaf pælt í því hvernig þetta gat bara atvikast. Vinkonur á nærfötunum upp í rúmi að fá sér kaffibolla, það eitt og sér er auðvitað bara geggjað og alltaf spáð svo mikið í því hvernig það væri ef ég myndi reyna fá einhvern af vinum mínum í eitthvað svona, hver viðbrögðin yrðu,“ segir knattspyrnumaðurinn Albert Brynjar Ingason um færslu sínu á Twitter sem slegið hefur í gegn. Forsaga málsins er að Albert birti skjáskot af færslu hjá Sunnevu Einarsdóttur, einni vinsælustu samfélagsmiðlastjörnu landsins. Hún hafði birt mynd af sér og vinkonu sinni með kaffibolla á nærfötunum. Albert sendi öðrum knattspyrnumanni, Ásgeiri Berki Ásgeirssyni, skilaboð á Facebook. Í þeim skilaboðum stóð: „Sælir. Kíkja á mig í kaffibolla á nærfötunum upp í rúmi?“ Ásgeir svaraði: „Ertu loksins búinn að missa allt vit?“Eftir að hafa séð þessa mynd á Instagram hjá Sunnevu Einars fór ég að hugsa... Ætli ég geti fengið vin minn yfir í svona heimsókn. Svo ég ákvað bara að athuga og sendi skilaboð á vin minn Ásgeir Börk. pic.twitter.com/zIeC7nqI08 — Albert Ingason. (@Snjalli) February 27, 2019 „Langaði bara að gera tilraun út frá þessum pælingum, og senda á einn af mínum betri vinum og bjóða honum í kaffibolla á nærfötunum,“ segir Albert en tvö þúsund manns hafa núna líkað við þá færslu. En hann átti eftir að setja inn aðra enn vinsælli færslu í framhaldinu og það var þegar Ásgeir Börkur, þessi grjótharði knattspyrnumaður, mætti í verkefnið. Þar má sjá eftirlíkingu þeirra á myndinni frægu. Þegar þessi grein er skrifuð hafa 3500 manns líkað við þá færslu og telst það mjög mikið á Twitter.Náði honum! pic.twitter.com/pSlzClm8kc — Albert Ingason. (@Snjalli) March 2, 2019Er þetta langvinsælasta færslan þín?„Þetta er það nú sirka þrisvar sinnum vinsælli færsla en sú sem ég pinnaði fyrir nokkru síðan. Sú færsla var einmitt þegar það var æsingur í þjóðfélaginu yfir því að karlkyns þjálfarateymið úr íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu hafi staðið fremstir í röð á myndatöku fyrir liðið áður en farið var á stórmót. Svo ég auðvitað bara sem partur af þjóðfélaginu smitaðist af því, eðlilega. Sé svo karlmann fyrir framan konu í röð í Krónunni, varð gjörsamlega misboðið og labbaði út.“Sá karlmann standa fyrir FRAMAN konu í röð í krónunni áðan, var gjörsamlega MISBOÐIÐ og labbaði út. — Albert Ingason. (@Snjalli) July 16, 2017En var ekkert erfitt að sannfæra Ásgeir Börk að koma í myndatökuna?„Þetta er bara eins og í boltanum, þá þarftu góðan liðsfélaga til þess að leggja upp á þig færin ef þú ætlar að skora eitthvað. Í þessu tilfelli var það Lager bjórinn sem bjó til þetta færi fyrir mig.“ Albert segist vera ánægður með myndina. „Mér finnst Börkur ná sinni dömu frábærlega en ég er í ruglinu, ég hræðist mitt eigið andlit á þessari mynd,“ segir Albert sem sendi blaðamanni nærmynd af andliti sínu.Albert var ekkert sérstaklega sáttur við svip sinn.„Sunnevan mín er scary. Ég er líka bara alls ekki að horfa í sömu átt og Sunneva gerir og vinstri höndin á mér er á röngum stað sem og fóturinn á mér. Við tókum nokkrar myndir og ég bara gat ekki náð Sunnevu alveg 100 prósent. Við vorum bara tveir reynslulitlir menn og settum 10 sekúndna tímastillingu á símann. Ég var farinn að svitna svakalega úr stressi því Börkur hafði ekki þolinmæðina í þetta og módelbransinn er harður. Svo eftir mynd númer 5 eða eitthvað þá sagði bara Börkur að þetta væri bara myndin sem við myndum nota, fleygði svo í mig blautþurrkum fyrir handarkrikann. Stemningin var skrítin næsta korterið.“ Svo kom að því að móðir Alberts tók eftir færslunni. Hún hafði greinilega áhyggjur af sínum manni og sendi honum þessi skilaboð: „Albert, ég var að sjá myndina af þér og vini þínum í rúminu, þetta er nú ekki alveg eðlilegt hvað þér dettur í hug, þú eignast aldrei konu ef þú heldur svona áfram, og hana nú.“Móðir mín hefur nú tjáð sig um myndina. Og hana nú. pic.twitter.com/zhy0XW2Hs9 — Albert Ingason. (@Snjalli) March 5, 2019Af hverju hefur mamma þín svona miklar áhyggjur?„Held að það séu tvær ástæður. Aðallega held ég að það sé út af því að hún vill að ég einbeiti mér að einhverju öðru en að bögga sig, ég heiti t.d. enn þá Geit í símanum hennar eftir að ég breytti mér þar, ásamt því að setja mynd af geit og svo hringdi ég og jarmaði á hana í dágóðan tíma. Einnig held ég að hún treysti mér bara ekki fyrir sjálfum mér, hún er sennilega á þeirri skoðun að það sé bara tímaspursmál hvenær ég kveiki óvart í sjálfum mér.“ Albert segir að Sunneva hafi ekki haft samband við hann í kjölfar myndanna. „Vonandi tóku þessar dömur nú þessu ekkert illa. Bara létt grín hjá okkur, vonandi var kaffið þeirra gott og vonandi fór betur um þær heldur en mig og Börkinn og hver veit stelpur, hellið upp á kakó næst og þá er aldrei að vita hvort að ein sveitt Sunneva Alberts mæti á svæðið.“
Pepsi Max-deild karla Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Það jákvæða trompar það neikvæða Með fullri virðingu fyrir öðrum áhrifavöldum hér á landi þá er Sunneva Einarsdóttir ein sú allra vinsælasta á Íslandi. 1. nóvember 2018 13:00 Hver mynd getur tekið allt upp í þrjá tíma "Það fer mjög mikið eftir því hvort ég er að eiga góðan dag eða ekki. Ef hárið er í lagi eða make-upið en þetta getur tekið upp í tvo til þrjá tíma,“ 4. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Það jákvæða trompar það neikvæða Með fullri virðingu fyrir öðrum áhrifavöldum hér á landi þá er Sunneva Einarsdóttir ein sú allra vinsælasta á Íslandi. 1. nóvember 2018 13:00
Hver mynd getur tekið allt upp í þrjá tíma "Það fer mjög mikið eftir því hvort ég er að eiga góðan dag eða ekki. Ef hárið er í lagi eða make-upið en þetta getur tekið upp í tvo til þrjá tíma,“ 4. nóvember 2018 10:00