Tíminn til að sinna líkamanum hljóp frá Ragnari Stefán Árni Pálsson skrifar 6. mars 2019 12:30 Ragnar er byrjaður á fullu í ræktinni. Ragnar Eyþórsson er klippari og framleiðandi hjá Stöð 2. Hann er giftur tveggja barna faðir, ánægður og glaðir í lífinu með allt og alla en þó er eitt farið að hafa neikvæð áhrif á hann og það er þyngdin. „Ég var mjög grannur unglingur, hraustur og stundaði World Class eins og allir aðrir. Svo er minni þörf að vera grannur þegar maður er kominn í samband og svoleiðis,“ segir Ragnar sem er orðinn tæp 150 kíló og vill grennast. „Svo versnar þetta þegar maður hefur minni tíma í deginum til að stunda leikfimi og sérstaklega þegar maður fer síðan í háskóla og sérstaklega þegar háskólinn er í Norður-Ameríku þar sem mataræðið var ekki upp á það besta. Tíminn hljóp bara frá manni til að sinna líkamanum.“ Raggi var áttatíu kíló í menntaskóla. „Ég fer í háskólann um hundrað kíló og kem heim í kringum 120 kíló þremur árum seinna, þá 26 ára. Svo þegar við erum alveg að fara gifta okkur kem ég mér niður í um hundrað kíló. Svo giftir maður sig og er í geggjaðri vinnu að búa til sjónvarpsþætti og sú vinna gerist öll bakvið tölvu og maður situr í svona sex tíma á dag.“Ragnar létti sig um tuttugu kíló fyrir brúðkaupið.Vinnan var númer eitt, svo kom fjölskyldan og þá var heilsan komin í þriðja sætið. „Það var ekki fyrr en fyrsta barnið fæðist og þá var heilsan komin enn neðar. Maður vill eyða öllum stundum með börnunum sínum þegar maður er ekki í vinnunni. Þá er alls ekki tíma, né orka að fara í ræktina.“ Nú eru drengirnir hans sjö og tveggja ára og segist Raggi hafa þyngst mest á þessum tíma. „Nú er ég kominn í 145 kíló og það gerðist um þessi jól. Þar sem ég ólst upp sem rosalega grannur og sportí gaur þá hugsa ég aldrei um að ég sé svona þungur. Sjálfsímyndin mín er mest byggð upp á því hvað ég á góða vinnu og góða konu og fjölskyldu. Ég hugsa mjög sjaldan um líkamsþyngdina en svo koma stundir þar sem ég er að hlaupa á eftir strákunum og maður þarf enn eina ferðina að draga þá upp brekku á sleða, þá hugsar maður að maður ætti ekki að vera kominn í þennan þyngdarflokk. Ég er með það sterka sjálfsímynd að ég lifi alveg af að vera svona þungur en þetta er að hrjá mig í daglegu lífi og styttir lífið.“ Hann hefur tekið ákvörðun um að byrja að hreyfa sig og gerir það ekki fyrir neinn annan en sjálfan sig.Ragnar tekur sig í gegn aðeins fyrir sjálfan sig, engan annan.„Mér finnst útlit svo brjálæðislega aftarlega í huga mínum, þetta er miklu meira einstaklingur sem er að hugsa um sjálfan sig. Ég hef alveg nennt að vera yfir kjörþyngd því það er svo þægilegt. Þá get ég bara unnið mína vinnu og verið með minni fjölskyldu og ekkert verið að stressa mig að vera alltaf í ræktinni og að hugsa um útlitið.“ Ragnar segir að þegar hann hugsi málið aðeins betur séu atriði sem pirri hann vegna núverandi ástands. „Þegar maður er í flugvél eða í tívolíi og sætið er vel þröngt í rússíbananum er það ekkert sérstaklega þægilegt en þetta eru hlutir sem eru ekki að pirra mann dagsdaglega.“ Hann hefur prófað ýmsa kúra í gegnum tíðina en enginn þeirra hefur virkað almennilega en nú er hann kominn á fullt í ræktina og má sjá innslagið um Ragnar hér að neðan. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Ragnar Eyþórsson er klippari og framleiðandi hjá Stöð 2. Hann er giftur tveggja barna faðir, ánægður og glaðir í lífinu með allt og alla en þó er eitt farið að hafa neikvæð áhrif á hann og það er þyngdin. „Ég var mjög grannur unglingur, hraustur og stundaði World Class eins og allir aðrir. Svo er minni þörf að vera grannur þegar maður er kominn í samband og svoleiðis,“ segir Ragnar sem er orðinn tæp 150 kíló og vill grennast. „Svo versnar þetta þegar maður hefur minni tíma í deginum til að stunda leikfimi og sérstaklega þegar maður fer síðan í háskóla og sérstaklega þegar háskólinn er í Norður-Ameríku þar sem mataræðið var ekki upp á það besta. Tíminn hljóp bara frá manni til að sinna líkamanum.“ Raggi var áttatíu kíló í menntaskóla. „Ég fer í háskólann um hundrað kíló og kem heim í kringum 120 kíló þremur árum seinna, þá 26 ára. Svo þegar við erum alveg að fara gifta okkur kem ég mér niður í um hundrað kíló. Svo giftir maður sig og er í geggjaðri vinnu að búa til sjónvarpsþætti og sú vinna gerist öll bakvið tölvu og maður situr í svona sex tíma á dag.“Ragnar létti sig um tuttugu kíló fyrir brúðkaupið.Vinnan var númer eitt, svo kom fjölskyldan og þá var heilsan komin í þriðja sætið. „Það var ekki fyrr en fyrsta barnið fæðist og þá var heilsan komin enn neðar. Maður vill eyða öllum stundum með börnunum sínum þegar maður er ekki í vinnunni. Þá er alls ekki tíma, né orka að fara í ræktina.“ Nú eru drengirnir hans sjö og tveggja ára og segist Raggi hafa þyngst mest á þessum tíma. „Nú er ég kominn í 145 kíló og það gerðist um þessi jól. Þar sem ég ólst upp sem rosalega grannur og sportí gaur þá hugsa ég aldrei um að ég sé svona þungur. Sjálfsímyndin mín er mest byggð upp á því hvað ég á góða vinnu og góða konu og fjölskyldu. Ég hugsa mjög sjaldan um líkamsþyngdina en svo koma stundir þar sem ég er að hlaupa á eftir strákunum og maður þarf enn eina ferðina að draga þá upp brekku á sleða, þá hugsar maður að maður ætti ekki að vera kominn í þennan þyngdarflokk. Ég er með það sterka sjálfsímynd að ég lifi alveg af að vera svona þungur en þetta er að hrjá mig í daglegu lífi og styttir lífið.“ Hann hefur tekið ákvörðun um að byrja að hreyfa sig og gerir það ekki fyrir neinn annan en sjálfan sig.Ragnar tekur sig í gegn aðeins fyrir sjálfan sig, engan annan.„Mér finnst útlit svo brjálæðislega aftarlega í huga mínum, þetta er miklu meira einstaklingur sem er að hugsa um sjálfan sig. Ég hef alveg nennt að vera yfir kjörþyngd því það er svo þægilegt. Þá get ég bara unnið mína vinnu og verið með minni fjölskyldu og ekkert verið að stressa mig að vera alltaf í ræktinni og að hugsa um útlitið.“ Ragnar segir að þegar hann hugsi málið aðeins betur séu atriði sem pirri hann vegna núverandi ástands. „Þegar maður er í flugvél eða í tívolíi og sætið er vel þröngt í rússíbananum er það ekkert sérstaklega þægilegt en þetta eru hlutir sem eru ekki að pirra mann dagsdaglega.“ Hann hefur prófað ýmsa kúra í gegnum tíðina en enginn þeirra hefur virkað almennilega en nú er hann kominn á fullt í ræktina og má sjá innslagið um Ragnar hér að neðan.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“