Porto áfram eftir framlengingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. mars 2019 22:45 vísir/getty Porto er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Roma í framlengingu. Roma var í betri stöðu fyrir leikinn eftir 2-1 sigur í Róm í fyrri leiknum. Heimamenn í Porto komust hins vegar yfir í leiknum og jöfnuðu einvígið á 26. mínútu með marki frá Francisco Soares. Daniele de Rossi jafnaði hins vegar úr vítaspyrnu fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik skoraði Moussa Marega eftir fyrirgjöf Jesus Corona og þar með tryggði hann framlengingu því staðan jöfn og bæði lið með eitt útivallarmark. Í framlengingunni var dæmd vítaspyrna eftir myndbandsdómgæslu sem Alex Telles skoraði úr og tryggði heimamenn í Porto áfram. Meistaradeild Evrópu
Porto er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Roma í framlengingu. Roma var í betri stöðu fyrir leikinn eftir 2-1 sigur í Róm í fyrri leiknum. Heimamenn í Porto komust hins vegar yfir í leiknum og jöfnuðu einvígið á 26. mínútu með marki frá Francisco Soares. Daniele de Rossi jafnaði hins vegar úr vítaspyrnu fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik skoraði Moussa Marega eftir fyrirgjöf Jesus Corona og þar með tryggði hann framlengingu því staðan jöfn og bæði lið með eitt útivallarmark. Í framlengingunni var dæmd vítaspyrna eftir myndbandsdómgæslu sem Alex Telles skoraði úr og tryggði heimamenn í Porto áfram.
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn