Segir foreldrið sem lét vita af öryggisgalla hjá Mentor hafa fengið ósanngjarna meðferð Elín Margrét Böðvarsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 6. mars 2019 22:00 Foreldri sem lét vita af netöryggisgalla hjá Mentor hefur verið sakað um að nálgast gögn þaðan í annarlegum tilgangi og hefur þurft að taka á sig töluverðan lögfræðikostnað. Sérfræðingur í netöryggismálum segir að frekar ætti að þakka þeim sem láta vita af öryggisgöllum en ekki úthrópa þá í fjölmiðlum. Um miðjan febrúar bárust fregnir af því að skráður notandi upplýsingakerfisins Mentor hér á landi hafi orðið uppvís að heimildarlausri upplýsingasöfnun úr skólaupplýsingakerfi Mentor. Notandinn sem á í hlut reyndist aftur á móti ekki vera óprúttinn aðili, heldur athugult foreldri sem hefur þekkingu í tæknigeiranum. „Við fengum sem sagt nafnlausa ábendingu, aðili hafði samband við okkur hjá Syndis 14. febrúar síðastliðinn og þetta foreldri, sem er tæknilega menntaður einstaklingur hafði komið auga á það sem það taldi vera öryggisveikleika í Mentor-kerfinu,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Netöryggisfyrirtækinu Syndis. Viðkomandi hafi greint veikleikann með því að ná í myndir úr kerfinu, í því ljósi að reyna að sannreyna gallann. Þannig gæti hann látið vita svo laga megi gallann. „Svo koma yfirlýsingar í fjölmiðlum þar sem þessum aðila er lýst sem óprúttnum, hafi misnotað aðgang hafi stundað þjófnað og ýmislegt í þá veru. Allir eru að íhuga réttarstöðu sína og þessi aðili þarf að ráða sér lögfræðing, hann þarf að svara bréfum með tilheyrandi kostnaði og áhyggjum,“ Theodór telur að viðbrögðin hafi verið allt of harkaleg. „Við eigum ekki að álasa einum eða neinum, það er ekkert að Mentor. Öryggisveikleikar eru alls staðar, það þarf bara að bregðast við þeim og laga þegar þeir koma upp.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Foreldri sem lét vita af netöryggisgalla hjá Mentor hefur verið sakað um að nálgast gögn þaðan í annarlegum tilgangi og hefur þurft að taka á sig töluverðan lögfræðikostnað. Sérfræðingur í netöryggismálum segir að frekar ætti að þakka þeim sem láta vita af öryggisgöllum en ekki úthrópa þá í fjölmiðlum. Um miðjan febrúar bárust fregnir af því að skráður notandi upplýsingakerfisins Mentor hér á landi hafi orðið uppvís að heimildarlausri upplýsingasöfnun úr skólaupplýsingakerfi Mentor. Notandinn sem á í hlut reyndist aftur á móti ekki vera óprúttinn aðili, heldur athugult foreldri sem hefur þekkingu í tæknigeiranum. „Við fengum sem sagt nafnlausa ábendingu, aðili hafði samband við okkur hjá Syndis 14. febrúar síðastliðinn og þetta foreldri, sem er tæknilega menntaður einstaklingur hafði komið auga á það sem það taldi vera öryggisveikleika í Mentor-kerfinu,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Netöryggisfyrirtækinu Syndis. Viðkomandi hafi greint veikleikann með því að ná í myndir úr kerfinu, í því ljósi að reyna að sannreyna gallann. Þannig gæti hann látið vita svo laga megi gallann. „Svo koma yfirlýsingar í fjölmiðlum þar sem þessum aðila er lýst sem óprúttnum, hafi misnotað aðgang hafi stundað þjófnað og ýmislegt í þá veru. Allir eru að íhuga réttarstöðu sína og þessi aðili þarf að ráða sér lögfræðing, hann þarf að svara bréfum með tilheyrandi kostnaði og áhyggjum,“ Theodór telur að viðbrögðin hafi verið allt of harkaleg. „Við eigum ekki að álasa einum eða neinum, það er ekkert að Mentor. Öryggisveikleikar eru alls staðar, það þarf bara að bregðast við þeim og laga þegar þeir koma upp.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira