Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2019 09:51 Frá fundarsal mannréttindaráðsins í Genf í Sviss. Vísir/EPA Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna flutti sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu um stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu á fundi þess í dag. Fordæmdu ríkin morðið á Jamal Khashoggi og hvatti stjórnvöld í Ríad til að sleppa mannréttindabaráttufólki sem hefur verið handtekið í landinu undanfarið. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, las upp yfirlýsinguna þegar ráðið ræddi um skýrslu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna á ellefta tímanum í dag. Lýsti hann verulegum áhyggjum ríkjanna af gerræðislegum handtökum og varðhaldi á baráttufólki fyrir mannréttindum, ekki síst kvennréttindasinnum. Hvatti hann sádiarabísk stjórnvöld til að sleppa öllum sem þau hefðu í haldi. Lýsti hann einnig sérstökum áhyggjum af því að Sádar beittu ákvæðum hryðjuverkalaga til að bæla niður andóf í landinu. Fordæmdi hann morðið á Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninum, sem Sádar viðurkenna að hafi verið drepinn á ræðisskrifstofu þeirra í Tyrklandi í október. Dauði hans væri tilefni til að minnast mikilvægi þess að verja blaðamenn og tjáningarfrelsi í heiminum. Hvatti hann Sáda til þess að veita allar upplýsingar um morðið til þeirra sem rannsaka það, þar á meðal sérstökum sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Þeir seku verða að vera dregnir til ábyrgðar,“ sagði Harald. Krafði fulltrúi Íslands Sáda einnig um að grípa til aðgerða til að tryggja að allir, bæði mannréttindabaráttufólk og blaðamenn, gætu neytt frelsis síns til tjáningar án ótta við refsiaðgerðir. Auk Íslands stóðu Ástralía, Austurríki, Belgía, Búlgaría, Kanada, Króatía, Tékkland, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Mónakó, Svartfjallaland, Holland, Nýja-Sjáland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakí, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð og Bretland að yfirlýsingunni. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna flutti sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu um stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu á fundi þess í dag. Fordæmdu ríkin morðið á Jamal Khashoggi og hvatti stjórnvöld í Ríad til að sleppa mannréttindabaráttufólki sem hefur verið handtekið í landinu undanfarið. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, las upp yfirlýsinguna þegar ráðið ræddi um skýrslu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna á ellefta tímanum í dag. Lýsti hann verulegum áhyggjum ríkjanna af gerræðislegum handtökum og varðhaldi á baráttufólki fyrir mannréttindum, ekki síst kvennréttindasinnum. Hvatti hann sádiarabísk stjórnvöld til að sleppa öllum sem þau hefðu í haldi. Lýsti hann einnig sérstökum áhyggjum af því að Sádar beittu ákvæðum hryðjuverkalaga til að bæla niður andóf í landinu. Fordæmdi hann morðið á Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninum, sem Sádar viðurkenna að hafi verið drepinn á ræðisskrifstofu þeirra í Tyrklandi í október. Dauði hans væri tilefni til að minnast mikilvægi þess að verja blaðamenn og tjáningarfrelsi í heiminum. Hvatti hann Sáda til þess að veita allar upplýsingar um morðið til þeirra sem rannsaka það, þar á meðal sérstökum sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Þeir seku verða að vera dregnir til ábyrgðar,“ sagði Harald. Krafði fulltrúi Íslands Sáda einnig um að grípa til aðgerða til að tryggja að allir, bæði mannréttindabaráttufólk og blaðamenn, gætu neytt frelsis síns til tjáningar án ótta við refsiaðgerðir. Auk Íslands stóðu Ástralía, Austurríki, Belgía, Búlgaría, Kanada, Króatía, Tékkland, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Mónakó, Svartfjallaland, Holland, Nýja-Sjáland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakí, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð og Bretland að yfirlýsingunni.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53