Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Sylvía Hall skrifar 7. mars 2019 23:30 Leit að Jóni Þresti hefur engan árangur borið þrátt fyrir fjölmargar ábendingar. Lögreglan á Írlandi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn en að sögn Mulligan fylgdust um 600 þúsund manns með umfjöllun um leitina. Þetta kemur fram á vef RÚV. Leit að Jóni Þresti hefur enn engan árangur borið þrátt fyrir ábendingarnar og segir Mulligan að ekkert bendi til þess að glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað þrátt fyrir að málið sé afar óvenjulegt. Ábendingarnar sem um ræðir hafa ekki einungis borist frá Dublin heldur einnig frá fleiri stöðum á Írlandi og segir hann að búið sé að fylgja þeim öllum eftir án árangurs. Þá segir Mulligan að búið sé að kanna hreyfingar á bankareikningi hans nýlega og þar hafi ekkert verið snert. Hann hafi ekki haft samband við neina fjölskyldumeðlimi eftir hvarfið sem sé undarlegt. Síðustu helgi leitaði írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, á um kílómetra svæði í kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin. Fjölskylda Jóns Þrastar sagði það vera að einhverju leyti jákvætt að ekkert hafi fundist á því svæði sem leitað var á því það haldi voninni lifandi. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 á dögunum að allar líkur væru á því að Jón Þröstur hafi farið með leigubíl af því svæði sem hann sást síðast á. Fjölskyldan hefur ekki gefið upp vonina um að finna Jón Þröst og ætlar sé að vera áfram sýnileg, hengja upp plaköt og vinna að því að finna Jón Þröst. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13 Segir ekkert óvenjulegt í fari Jóns Þrastar kvöldið fyrir hvarfið Greindi unnustu sinni frá því að hann hafi tapað pening en að hann hafi skemmt sér vel á pókermóti. 26. febrúar 2019 20:00 Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn en að sögn Mulligan fylgdust um 600 þúsund manns með umfjöllun um leitina. Þetta kemur fram á vef RÚV. Leit að Jóni Þresti hefur enn engan árangur borið þrátt fyrir ábendingarnar og segir Mulligan að ekkert bendi til þess að glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað þrátt fyrir að málið sé afar óvenjulegt. Ábendingarnar sem um ræðir hafa ekki einungis borist frá Dublin heldur einnig frá fleiri stöðum á Írlandi og segir hann að búið sé að fylgja þeim öllum eftir án árangurs. Þá segir Mulligan að búið sé að kanna hreyfingar á bankareikningi hans nýlega og þar hafi ekkert verið snert. Hann hafi ekki haft samband við neina fjölskyldumeðlimi eftir hvarfið sem sé undarlegt. Síðustu helgi leitaði írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, á um kílómetra svæði í kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin. Fjölskylda Jóns Þrastar sagði það vera að einhverju leyti jákvætt að ekkert hafi fundist á því svæði sem leitað var á því það haldi voninni lifandi. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 á dögunum að allar líkur væru á því að Jón Þröstur hafi farið með leigubíl af því svæði sem hann sást síðast á. Fjölskyldan hefur ekki gefið upp vonina um að finna Jón Þröst og ætlar sé að vera áfram sýnileg, hengja upp plaköt og vinna að því að finna Jón Þröst.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13 Segir ekkert óvenjulegt í fari Jóns Þrastar kvöldið fyrir hvarfið Greindi unnustu sinni frá því að hann hafi tapað pening en að hann hafi skemmt sér vel á pókermóti. 26. febrúar 2019 20:00 Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30
Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13
Segir ekkert óvenjulegt í fari Jóns Þrastar kvöldið fyrir hvarfið Greindi unnustu sinni frá því að hann hafi tapað pening en að hann hafi skemmt sér vel á pókermóti. 26. febrúar 2019 20:00
Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04