„Hefði viljað gera hlutina betur upp því hún fellur mjög skyndilega frá“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. mars 2019 11:30 Björk Eiðsdóttir ræddi við Völu Matt. Vala Matt heimsótti blaðakonuna og ritstjórann Björk Eiðsdóttur í Íslandi í dag í gærkvöldi en hún kom inná fjölmiðlamarkaðinn með látum þegar hún stofnaði ásamt fleirum tímaritið Man. Í forsíðuviðtölum blaðsins voru þekktir einstaklingar iðulega að lýsa og segja frá viðkvæmum og erfiðum persónulegum málum en Björk steig fram í þættinum í gær og gerði það sama. Hún segir hér frá erfiðri reynslu sinni er móðir hennar veiktist af geðhvarfasýki. Í dag starfar Björk hjá Fréttablaðinu og ritstýrir einnig Glamour. „Móðir mín var að kljást við geðræna erfileika stóran hluta af ævi minni og ævi sinnar. Ég upplifði mikla skömm sem unglingur og þar er ekkert stuðningsnet. Við fjölskyldan eru rosalega mikið ein með þetta vandamál. Ég sagði ekki einu sinni vinkonum mínum frá þessu og þetta gerði allt svo miklu erfiðara. Að reyna fela þetta á meðan maður er að standa í svona miklum erfileikum.“ Móðir Bjarkar féll frá fyrir tveimur árum síðan og var Björk í vandræðum með að syrgja hana eins og hún segir sjálf frá. „Auðvitað er auðveldara að tala um þetta þá. Ég upplifði ótrúlega undarlega sorg þegar hún fellur frá vegna þess að maður er að syrgja móður sína og allir elska mömmu sína. Maður hafði upplifað bestu stundirnar með henni en líka þær verstu. Þá fer eitthvað ferli í gang sem ég var ekki undirbúin fyrir.“ Hún segir að samband sitt við móður sína hafi verið ákveðið ástar haturs samband.Björk með móður sinni á sínum tíma.„Þú elskar einhvern en samt er hann fyrir þér og truflar þig í lífi þínu. Svo fellur manneskjan frá og þá færðu rosalega mikið samviskubit yfir vondu tilfinningunum. Allt í einu er manneskjan ekki lengur til staðar og þú getur ekki gert þetta upp. Ég hefði viljað gera hlutina betur upp því hún fellur mjög skyndilega frá. Sem betur fer náði ég að vinna vel úr þessu.“ Hún segist eiga erfitt með að nefna ákveðin dæmi um erfitt samband sitt við móður sína. „Þau eru rosalega persónuleg og erfið en foreldrar mínir skilja þegar ég er um tvítugt. Þá erum við systkinin svolítið í þeirri stöðu að hugsa um hana. Ég sem eina stelpan, því ég á tvo eldri bræður, bitnaði þetta oft á mér því ég var í þessari daglegu umönnun. Ég held að hún hafi svolítið tekið út sína kergju á mér. Sem betur fer var hún stabíl síðustu sautján árin. Svona veikindi taka rosalegan toll á fólki. Þú getur ímyndað þér ef þú ert búinn að vera vondur við þá sem þú elskar mest hversu mikið samviskubit þú þarft að burðast með. Hún er af þeirri kynslóð sem vinnur ekkert endilega úr sinni reynslu.“ Þegar móðir hennar féll frá tóku við erfiðir tímar. „Það kom svolítið flatt upp á mig. Hún fellur mjög skyndilega frá og langt fyrir aldur fram og því var ég ekkert búin að undirbúa mig undir það. Að syrgja einhvern sem bæði var þér svona ofsalega góður og ofsalega vondur, þú ert eiginlega að syrgja tvær manneskjur. Bæði vantaði mig að gera hlutina betur upp við hana og mér fannst ég alltaf hafa tíma til þess. Ég hafði hugsað mér að gefa út bók um hennar líf. Ég hafði alveg tuttugu ár í mínum huga til þess. Svo er maður með samviskubit um að hafa hugsað neikvætt. Maður óskaði sér oft að þurfa ekki að standa í þessu og vera í þessari aðstöðu og vilja að mamma manns væri öðruvísi en hún er. Svo allt í einu er hún ekki lengur og þá situr maður eftir með rosalega vonda tilfinningu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Vala Matt heimsótti blaðakonuna og ritstjórann Björk Eiðsdóttur í Íslandi í dag í gærkvöldi en hún kom inná fjölmiðlamarkaðinn með látum þegar hún stofnaði ásamt fleirum tímaritið Man. Í forsíðuviðtölum blaðsins voru þekktir einstaklingar iðulega að lýsa og segja frá viðkvæmum og erfiðum persónulegum málum en Björk steig fram í þættinum í gær og gerði það sama. Hún segir hér frá erfiðri reynslu sinni er móðir hennar veiktist af geðhvarfasýki. Í dag starfar Björk hjá Fréttablaðinu og ritstýrir einnig Glamour. „Móðir mín var að kljást við geðræna erfileika stóran hluta af ævi minni og ævi sinnar. Ég upplifði mikla skömm sem unglingur og þar er ekkert stuðningsnet. Við fjölskyldan eru rosalega mikið ein með þetta vandamál. Ég sagði ekki einu sinni vinkonum mínum frá þessu og þetta gerði allt svo miklu erfiðara. Að reyna fela þetta á meðan maður er að standa í svona miklum erfileikum.“ Móðir Bjarkar féll frá fyrir tveimur árum síðan og var Björk í vandræðum með að syrgja hana eins og hún segir sjálf frá. „Auðvitað er auðveldara að tala um þetta þá. Ég upplifði ótrúlega undarlega sorg þegar hún fellur frá vegna þess að maður er að syrgja móður sína og allir elska mömmu sína. Maður hafði upplifað bestu stundirnar með henni en líka þær verstu. Þá fer eitthvað ferli í gang sem ég var ekki undirbúin fyrir.“ Hún segir að samband sitt við móður sína hafi verið ákveðið ástar haturs samband.Björk með móður sinni á sínum tíma.„Þú elskar einhvern en samt er hann fyrir þér og truflar þig í lífi þínu. Svo fellur manneskjan frá og þá færðu rosalega mikið samviskubit yfir vondu tilfinningunum. Allt í einu er manneskjan ekki lengur til staðar og þú getur ekki gert þetta upp. Ég hefði viljað gera hlutina betur upp því hún fellur mjög skyndilega frá. Sem betur fer náði ég að vinna vel úr þessu.“ Hún segist eiga erfitt með að nefna ákveðin dæmi um erfitt samband sitt við móður sína. „Þau eru rosalega persónuleg og erfið en foreldrar mínir skilja þegar ég er um tvítugt. Þá erum við systkinin svolítið í þeirri stöðu að hugsa um hana. Ég sem eina stelpan, því ég á tvo eldri bræður, bitnaði þetta oft á mér því ég var í þessari daglegu umönnun. Ég held að hún hafi svolítið tekið út sína kergju á mér. Sem betur fer var hún stabíl síðustu sautján árin. Svona veikindi taka rosalegan toll á fólki. Þú getur ímyndað þér ef þú ert búinn að vera vondur við þá sem þú elskar mest hversu mikið samviskubit þú þarft að burðast með. Hún er af þeirri kynslóð sem vinnur ekkert endilega úr sinni reynslu.“ Þegar móðir hennar féll frá tóku við erfiðir tímar. „Það kom svolítið flatt upp á mig. Hún fellur mjög skyndilega frá og langt fyrir aldur fram og því var ég ekkert búin að undirbúa mig undir það. Að syrgja einhvern sem bæði var þér svona ofsalega góður og ofsalega vondur, þú ert eiginlega að syrgja tvær manneskjur. Bæði vantaði mig að gera hlutina betur upp við hana og mér fannst ég alltaf hafa tíma til þess. Ég hafði hugsað mér að gefa út bók um hennar líf. Ég hafði alveg tuttugu ár í mínum huga til þess. Svo er maður með samviskubit um að hafa hugsað neikvætt. Maður óskaði sér oft að þurfa ekki að standa í þessu og vera í þessari aðstöðu og vilja að mamma manns væri öðruvísi en hún er. Svo allt í einu er hún ekki lengur og þá situr maður eftir með rosalega vonda tilfinningu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira