Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Ari Brynjólfsson skrifar 9. mars 2019 08:30 Myndir úr öryggismyndavélum hótelsins birtust í þættinum Crimecall í Írlandi. Heill mánuður er liðinn frá því Jón Þröstur Jónsson gekk út af hótelherbergi sínu á laugardagsmorgni og út á götur Dublin. Enn er ekkert vitað um afdrif hans. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Fjölskylda Jóns Þrastar hélt til Írlands í vikunni eftir hvarfið. Þau hafa gert mikið til að vekja athygli á málinu. Til að byrja með vissu fáir á Írlandi af hvarfinu. Fjölskyldan, ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum, hefur dreift auglýsingum og komið fram í fjölmörgum sjónvarpsþáttum. Lögreglan á Írlandi hefur biðlað til almennings eftir upplýsingum, einnig leitast við að ná tali af öllum sem voru á Swords Road og Collins Avenue þennan morgun. Fjölmargar ábendingar hafa borist. Fjölskyldan, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir eru búnar að leita af sér allan grun á svæðinu í kringum hótelið og þykir því líklegt að Jón Þröstur hafi stigið upp í leigubíl. Daníel Örn Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar, var á leið á fund með lögreglunni þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann segir það velta á vísbendingum lögreglunnar hvar, hvenær og hvort leitinni verður haldið áfram. „Það er margt fólk hérna tilbúið að hjálpa og bíður bara eftir því fara að leita. En ef hann hefur stigið upp í leigubíl þá gæti hann verið hvar sem er,“ segir Daníel Örn. Jón Þröstur og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, ætluðu að verja tíu dögum á Írlandi. Hann ætlaði að taka þátt í pókermóti í þrjá daga vikunnar eftir komuna, annars ætluðu þau einfaldlega að skoða sig um. Hann spilaði póker á hótelinu kvöldið áður og tapaði nokkur hundruð þúsund krónum. Fjölskylda hans telur ólíklegt að það tengist hvarfinu á einhvern hátt. „Ég spila ekki póker sjálfur en ég hef hitt alla þessa menn í pókersambandinu hérna úti, þetta eru einfaldlega toppmenn,“ segir Daníel Örn. Þegar Jón Þröstur yfirgaf hótelið var hann ekki með síma eða vegabréf á sér. Hann var með greiðslukort en þau hafa ekki verið notuð. Talað hefur verið um að hann gæti verið með stóra fjárhæð í peningum á sér, Daníel Örn segir það mega rekja til misskilnings í kringum útvarpsviðtal skömmu eftir hvarfið. „Það var talað um að hann gæti verið með nokkra þúsundkalla á sér, þá vorum við að tala um krónur en ekki evrur. Ef hann er með eitthvað á sér, þá er það ekkert mikið.“ Ekkert getur útskýrt hvers vegna 41 árs leigubílstjóri, tveggja barna og tveggja stjúpbarna faðir, er horfinn. „Allir eru að klóra sér í hausnum yfir þessu. Fólk heima veit jafn mikið og við. Þetta er bara ein risastór ráðgáta.“ Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13 Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Heill mánuður er liðinn frá því Jón Þröstur Jónsson gekk út af hótelherbergi sínu á laugardagsmorgni og út á götur Dublin. Enn er ekkert vitað um afdrif hans. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Fjölskylda Jóns Þrastar hélt til Írlands í vikunni eftir hvarfið. Þau hafa gert mikið til að vekja athygli á málinu. Til að byrja með vissu fáir á Írlandi af hvarfinu. Fjölskyldan, ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum, hefur dreift auglýsingum og komið fram í fjölmörgum sjónvarpsþáttum. Lögreglan á Írlandi hefur biðlað til almennings eftir upplýsingum, einnig leitast við að ná tali af öllum sem voru á Swords Road og Collins Avenue þennan morgun. Fjölmargar ábendingar hafa borist. Fjölskyldan, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir eru búnar að leita af sér allan grun á svæðinu í kringum hótelið og þykir því líklegt að Jón Þröstur hafi stigið upp í leigubíl. Daníel Örn Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar, var á leið á fund með lögreglunni þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann segir það velta á vísbendingum lögreglunnar hvar, hvenær og hvort leitinni verður haldið áfram. „Það er margt fólk hérna tilbúið að hjálpa og bíður bara eftir því fara að leita. En ef hann hefur stigið upp í leigubíl þá gæti hann verið hvar sem er,“ segir Daníel Örn. Jón Þröstur og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, ætluðu að verja tíu dögum á Írlandi. Hann ætlaði að taka þátt í pókermóti í þrjá daga vikunnar eftir komuna, annars ætluðu þau einfaldlega að skoða sig um. Hann spilaði póker á hótelinu kvöldið áður og tapaði nokkur hundruð þúsund krónum. Fjölskylda hans telur ólíklegt að það tengist hvarfinu á einhvern hátt. „Ég spila ekki póker sjálfur en ég hef hitt alla þessa menn í pókersambandinu hérna úti, þetta eru einfaldlega toppmenn,“ segir Daníel Örn. Þegar Jón Þröstur yfirgaf hótelið var hann ekki með síma eða vegabréf á sér. Hann var með greiðslukort en þau hafa ekki verið notuð. Talað hefur verið um að hann gæti verið með stóra fjárhæð í peningum á sér, Daníel Örn segir það mega rekja til misskilnings í kringum útvarpsviðtal skömmu eftir hvarfið. „Það var talað um að hann gæti verið með nokkra þúsundkalla á sér, þá vorum við að tala um krónur en ekki evrur. Ef hann er með eitthvað á sér, þá er það ekkert mikið.“ Ekkert getur útskýrt hvers vegna 41 árs leigubílstjóri, tveggja barna og tveggja stjúpbarna faðir, er horfinn. „Allir eru að klóra sér í hausnum yfir þessu. Fólk heima veit jafn mikið og við. Þetta er bara ein risastór ráðgáta.“
Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13 Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30
Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13
Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00