Skólar voru enn lokaðir og vinnustaðir sömuleiðis í Venesúela í gær á öðrum degi umfangsmikils rafmagnsleysis. Vandræðin hófust á fimmtudag og eru rakin til bilunar í stærsta vatnsorkuveri landsins.
Ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Ofan á efnahagshamfarirnar sem hafa skollið á ríkinu hefur þingið, sem Maduro álítur valdalaust, gert Juan Guaidó þingforseta að starfandi forseta landsins.
Þótt fjölmörg ríki heims álíti Guaidó nú forseta landsins heldur Maduro enn völdum. Rafmagnsleysið er þó ekki til þess fallið að lægja öldurnar heima fyrir.
Rafmagnsleysi í Venesúela

Tengdar fréttir

Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro
Juan Guaido, starfandi forseti Venesúela, segir að 600 hermenn hafi snúið baki við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, á síðustu dögum. Bandaríkin setja nýjar þvinganir á sex háttsetta embættismenn í Maduro-stjórninni.

Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela
Juan Guaidó, yfirlýstur forseti landsins, segir áfangann mikið afrek fyrir landið.

Vísa þýska sendiherranum frá Venesúela
Ríkisstjórn Nicolasar Maduro sakar þýska sendiherrann um að skipta sér af innanríkismálum landsins og að taka sér stöðu með öfgaöflum í stjórnarandstöðunni.