Hver dagur þakkarverður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Þetta eru skemmtileg tímamót og ekki má gleyma að þakka fyrir heilsuna, segir hin síunga Ólöf Kolbrún sem fagnar sjötugsafmæli með stæl. Fréttablaðið/Ernir „Ég ákvað að halda tónleika í tilefni sjötugsafmælisins um næstu helgi. Ætla þó ekki að syngja sjálf, heldur hef safnað saman góðum kröftum til að koma fram. Ég hef kennt svo mörgum söngvurum gegnum tíðina og margt af þessu fólki vann með Jóni líka í kórunum hans,“ segir Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngvari sem á sjötugsafmæli í dag. Þegar eiginmaður hennar, Jón Stefánsson organisti, dó fyrir þremur árum var lagður grunnur að minningarsjóði um hann sem er ætlaður til að styrkja efnilegt tónlistarfólk á háskólastigi sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda. Því segir Ólöf Kolbrún eiga vel við að safna í minningarsjóðinn hans með tónleikum í tilefni afmælis hennar og líka veita úr honum í fyrsta sinn. „Það er í anda Jóns og þannig vil ég hafa það,“ segir hún og bætir við að sterkur hópur hafi myndast sem kalli sig Jónsavinafélagið, hann hittist reglulega og syngi saman. „Svo koma kórar Langholtskirkju fram, enda eru tónleikarnir í kirkjunni.“ Ólöf Kolbrún kennir bæði við Söngskólann í Reykjavík og söngdeild Listaháskólans og lætur vel af því. „Ég ætla að halda áfram að vinna meðan ég er með „fulde fem!“ Finnst ég vera lukkunnar pamfíll að fá að vinna við það sem mér þykir vænst um að gera og kann best. Ég er í grunninn kennari og var við almenna kennslu í fimm ár. Síðan fór ég í framhaldsnám í tónlist til Vínarborgar á sínum tíma, eftir það fór boltinn að rúlla og ég söng mörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu og Óperunni – einhvern veginn eru allt í einu 50 ár í starfi bara liðin.“ Spurð um eftirminnilegasta hlutverkið svarar Ólöf Kolbrún. „Violetta í La Traviata var það fyrsta stóra en á hverjum tíma er það hlutverkið sem maður er að glíma við sem stendur hjartanu næst. Mér finnst líka gaman að upplifa að þegar ég hlusta á óperu núna sem ég hef sungið, þá dett ég inn í hana. En í raun hefur þetta verið samfellt, viðburðaríkt, fallegt líf, að mínu mati, eitthvað til að þakka fyrir. Hver afmælisdagur og í raun hver dagur er þakkarverður. En á stórum tímamótum eins og nú þá staldrar maður við og mér fannst þau vera þess virði að minnast starfs okkar hjóna í sameiningu.“ Hún þvertekur fyrir að ætla að taka lagið sjálf. „Ég get alveg notað röddina mína en ég er hætt að troða upp,“ segir hún ákveðin. „Maður getur ekki bæði verið að framleiða söngvara og taka af þeim vinnuna. Það er ekki viðeigandi! Ég er alveg laus við að þurfa að eiga sviðið.“ gun@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
„Ég ákvað að halda tónleika í tilefni sjötugsafmælisins um næstu helgi. Ætla þó ekki að syngja sjálf, heldur hef safnað saman góðum kröftum til að koma fram. Ég hef kennt svo mörgum söngvurum gegnum tíðina og margt af þessu fólki vann með Jóni líka í kórunum hans,“ segir Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngvari sem á sjötugsafmæli í dag. Þegar eiginmaður hennar, Jón Stefánsson organisti, dó fyrir þremur árum var lagður grunnur að minningarsjóði um hann sem er ætlaður til að styrkja efnilegt tónlistarfólk á háskólastigi sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda. Því segir Ólöf Kolbrún eiga vel við að safna í minningarsjóðinn hans með tónleikum í tilefni afmælis hennar og líka veita úr honum í fyrsta sinn. „Það er í anda Jóns og þannig vil ég hafa það,“ segir hún og bætir við að sterkur hópur hafi myndast sem kalli sig Jónsavinafélagið, hann hittist reglulega og syngi saman. „Svo koma kórar Langholtskirkju fram, enda eru tónleikarnir í kirkjunni.“ Ólöf Kolbrún kennir bæði við Söngskólann í Reykjavík og söngdeild Listaháskólans og lætur vel af því. „Ég ætla að halda áfram að vinna meðan ég er með „fulde fem!“ Finnst ég vera lukkunnar pamfíll að fá að vinna við það sem mér þykir vænst um að gera og kann best. Ég er í grunninn kennari og var við almenna kennslu í fimm ár. Síðan fór ég í framhaldsnám í tónlist til Vínarborgar á sínum tíma, eftir það fór boltinn að rúlla og ég söng mörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu og Óperunni – einhvern veginn eru allt í einu 50 ár í starfi bara liðin.“ Spurð um eftirminnilegasta hlutverkið svarar Ólöf Kolbrún. „Violetta í La Traviata var það fyrsta stóra en á hverjum tíma er það hlutverkið sem maður er að glíma við sem stendur hjartanu næst. Mér finnst líka gaman að upplifa að þegar ég hlusta á óperu núna sem ég hef sungið, þá dett ég inn í hana. En í raun hefur þetta verið samfellt, viðburðaríkt, fallegt líf, að mínu mati, eitthvað til að þakka fyrir. Hver afmælisdagur og í raun hver dagur er þakkarverður. En á stórum tímamótum eins og nú þá staldrar maður við og mér fannst þau vera þess virði að minnast starfs okkar hjóna í sameiningu.“ Hún þvertekur fyrir að ætla að taka lagið sjálf. „Ég get alveg notað röddina mína en ég er hætt að troða upp,“ segir hún ákveðin. „Maður getur ekki bæði verið að framleiða söngvara og taka af þeim vinnuna. Það er ekki viðeigandi! Ég er alveg laus við að þurfa að eiga sviðið.“ gun@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira