Hver dagur þakkarverður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Þetta eru skemmtileg tímamót og ekki má gleyma að þakka fyrir heilsuna, segir hin síunga Ólöf Kolbrún sem fagnar sjötugsafmæli með stæl. Fréttablaðið/Ernir „Ég ákvað að halda tónleika í tilefni sjötugsafmælisins um næstu helgi. Ætla þó ekki að syngja sjálf, heldur hef safnað saman góðum kröftum til að koma fram. Ég hef kennt svo mörgum söngvurum gegnum tíðina og margt af þessu fólki vann með Jóni líka í kórunum hans,“ segir Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngvari sem á sjötugsafmæli í dag. Þegar eiginmaður hennar, Jón Stefánsson organisti, dó fyrir þremur árum var lagður grunnur að minningarsjóði um hann sem er ætlaður til að styrkja efnilegt tónlistarfólk á háskólastigi sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda. Því segir Ólöf Kolbrún eiga vel við að safna í minningarsjóðinn hans með tónleikum í tilefni afmælis hennar og líka veita úr honum í fyrsta sinn. „Það er í anda Jóns og þannig vil ég hafa það,“ segir hún og bætir við að sterkur hópur hafi myndast sem kalli sig Jónsavinafélagið, hann hittist reglulega og syngi saman. „Svo koma kórar Langholtskirkju fram, enda eru tónleikarnir í kirkjunni.“ Ólöf Kolbrún kennir bæði við Söngskólann í Reykjavík og söngdeild Listaháskólans og lætur vel af því. „Ég ætla að halda áfram að vinna meðan ég er með „fulde fem!“ Finnst ég vera lukkunnar pamfíll að fá að vinna við það sem mér þykir vænst um að gera og kann best. Ég er í grunninn kennari og var við almenna kennslu í fimm ár. Síðan fór ég í framhaldsnám í tónlist til Vínarborgar á sínum tíma, eftir það fór boltinn að rúlla og ég söng mörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu og Óperunni – einhvern veginn eru allt í einu 50 ár í starfi bara liðin.“ Spurð um eftirminnilegasta hlutverkið svarar Ólöf Kolbrún. „Violetta í La Traviata var það fyrsta stóra en á hverjum tíma er það hlutverkið sem maður er að glíma við sem stendur hjartanu næst. Mér finnst líka gaman að upplifa að þegar ég hlusta á óperu núna sem ég hef sungið, þá dett ég inn í hana. En í raun hefur þetta verið samfellt, viðburðaríkt, fallegt líf, að mínu mati, eitthvað til að þakka fyrir. Hver afmælisdagur og í raun hver dagur er þakkarverður. En á stórum tímamótum eins og nú þá staldrar maður við og mér fannst þau vera þess virði að minnast starfs okkar hjóna í sameiningu.“ Hún þvertekur fyrir að ætla að taka lagið sjálf. „Ég get alveg notað röddina mína en ég er hætt að troða upp,“ segir hún ákveðin. „Maður getur ekki bæði verið að framleiða söngvara og taka af þeim vinnuna. Það er ekki viðeigandi! Ég er alveg laus við að þurfa að eiga sviðið.“ gun@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Ég ákvað að halda tónleika í tilefni sjötugsafmælisins um næstu helgi. Ætla þó ekki að syngja sjálf, heldur hef safnað saman góðum kröftum til að koma fram. Ég hef kennt svo mörgum söngvurum gegnum tíðina og margt af þessu fólki vann með Jóni líka í kórunum hans,“ segir Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngvari sem á sjötugsafmæli í dag. Þegar eiginmaður hennar, Jón Stefánsson organisti, dó fyrir þremur árum var lagður grunnur að minningarsjóði um hann sem er ætlaður til að styrkja efnilegt tónlistarfólk á háskólastigi sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda. Því segir Ólöf Kolbrún eiga vel við að safna í minningarsjóðinn hans með tónleikum í tilefni afmælis hennar og líka veita úr honum í fyrsta sinn. „Það er í anda Jóns og þannig vil ég hafa það,“ segir hún og bætir við að sterkur hópur hafi myndast sem kalli sig Jónsavinafélagið, hann hittist reglulega og syngi saman. „Svo koma kórar Langholtskirkju fram, enda eru tónleikarnir í kirkjunni.“ Ólöf Kolbrún kennir bæði við Söngskólann í Reykjavík og söngdeild Listaháskólans og lætur vel af því. „Ég ætla að halda áfram að vinna meðan ég er með „fulde fem!“ Finnst ég vera lukkunnar pamfíll að fá að vinna við það sem mér þykir vænst um að gera og kann best. Ég er í grunninn kennari og var við almenna kennslu í fimm ár. Síðan fór ég í framhaldsnám í tónlist til Vínarborgar á sínum tíma, eftir það fór boltinn að rúlla og ég söng mörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu og Óperunni – einhvern veginn eru allt í einu 50 ár í starfi bara liðin.“ Spurð um eftirminnilegasta hlutverkið svarar Ólöf Kolbrún. „Violetta í La Traviata var það fyrsta stóra en á hverjum tíma er það hlutverkið sem maður er að glíma við sem stendur hjartanu næst. Mér finnst líka gaman að upplifa að þegar ég hlusta á óperu núna sem ég hef sungið, þá dett ég inn í hana. En í raun hefur þetta verið samfellt, viðburðaríkt, fallegt líf, að mínu mati, eitthvað til að þakka fyrir. Hver afmælisdagur og í raun hver dagur er þakkarverður. En á stórum tímamótum eins og nú þá staldrar maður við og mér fannst þau vera þess virði að minnast starfs okkar hjóna í sameiningu.“ Hún þvertekur fyrir að ætla að taka lagið sjálf. „Ég get alveg notað röddina mína en ég er hætt að troða upp,“ segir hún ákveðin. „Maður getur ekki bæði verið að framleiða söngvara og taka af þeim vinnuna. Það er ekki viðeigandi! Ég er alveg laus við að þurfa að eiga sviðið.“ gun@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira