Neymar grét í tvo daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 14:30 Neymar. Getty/Dave Winter Brasilíumaðurinn Neymar er aðeins áhorfandi á leikjum franska liðsins Paris Saint Germain þessa dagana eftir að hafa brotið bein í fæti í lok janúar. Neymar missir meðal annars af báðum leikjunum á móti Manchester United í Meistaradeildinni en fær samt væntanlega tækifæri til að spila fleiri leiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili þökk sé góðri frammistöðu Parísarliðsins án hans á Old Trafford. Neymar segist hafa grátið í tvo daga eftir að hann meiddi sig í bikarleik á móti Strasbourg. Hann braut þar framristarbein. Neymar varð fyrir sömu meiðslum í febrúar á síðasta ári en hann var þá í kapphlaupi að ná sér góðum fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Það tókst en því frammistaða hans á því móti snérist þó meira um leikaraskap og væl en góðan fótbolta. Neymar segir að þetta áfall sé „flóknara“ eins og hann kemst að orði. „Í þetta skiptið var mjög erfitt fyrir mig að sætta mig við þetta.,“ sagði Neymar í viðtali við brasilísku sjónvarpsstöðina Globo.Neymar says he cried for two days after breaking a bone in his foot in late January. More: https://t.co/W14LZpWtMApic.twitter.com/8OVVOVOrmV — BBC Sport (@BBCSport) February 19, 2019„Ég eyddi tveimur dögum heima grátandi,“ sagði Neymar en þetta voru allt önnur viðbrögð en fyrir ári síðan. „Þegar ég meiddi mig í fyrra þá sagði ég: Ég fer í aðgerðina og læta laga þetta eins fljótt og hægt er. Ég var ekki leiður þá,“ sagði Neymar. Neymar var frá í þrjá mánuði eftir meiðslin í fyrravetur en náði HM þar sem hann skoraði tvö mörk á leið Brasilíumanna í átta liða úrslitin. Að þessu sinni fór Neymar ekki í aðgerð. Læknalið PSG ákvað að reyna frekar hófsama meðferð í stað þess að láta hann gangast undir aðra aðgerð. Neymar á að vera frá í tíu vikur eða fram í apríl. Hann mun því líka missa af seinni leiknum á móti Manchester United í Meistaradeildinni sem fer fram á Parc des Princes 6. mars næstkomandi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar er aðeins áhorfandi á leikjum franska liðsins Paris Saint Germain þessa dagana eftir að hafa brotið bein í fæti í lok janúar. Neymar missir meðal annars af báðum leikjunum á móti Manchester United í Meistaradeildinni en fær samt væntanlega tækifæri til að spila fleiri leiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili þökk sé góðri frammistöðu Parísarliðsins án hans á Old Trafford. Neymar segist hafa grátið í tvo daga eftir að hann meiddi sig í bikarleik á móti Strasbourg. Hann braut þar framristarbein. Neymar varð fyrir sömu meiðslum í febrúar á síðasta ári en hann var þá í kapphlaupi að ná sér góðum fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Það tókst en því frammistaða hans á því móti snérist þó meira um leikaraskap og væl en góðan fótbolta. Neymar segir að þetta áfall sé „flóknara“ eins og hann kemst að orði. „Í þetta skiptið var mjög erfitt fyrir mig að sætta mig við þetta.,“ sagði Neymar í viðtali við brasilísku sjónvarpsstöðina Globo.Neymar says he cried for two days after breaking a bone in his foot in late January. More: https://t.co/W14LZpWtMApic.twitter.com/8OVVOVOrmV — BBC Sport (@BBCSport) February 19, 2019„Ég eyddi tveimur dögum heima grátandi,“ sagði Neymar en þetta voru allt önnur viðbrögð en fyrir ári síðan. „Þegar ég meiddi mig í fyrra þá sagði ég: Ég fer í aðgerðina og læta laga þetta eins fljótt og hægt er. Ég var ekki leiður þá,“ sagði Neymar. Neymar var frá í þrjá mánuði eftir meiðslin í fyrravetur en náði HM þar sem hann skoraði tvö mörk á leið Brasilíumanna í átta liða úrslitin. Að þessu sinni fór Neymar ekki í aðgerð. Læknalið PSG ákvað að reyna frekar hófsama meðferð í stað þess að láta hann gangast undir aðra aðgerð. Neymar á að vera frá í tíu vikur eða fram í apríl. Hann mun því líka missa af seinni leiknum á móti Manchester United í Meistaradeildinni sem fer fram á Parc des Princes 6. mars næstkomandi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira