Ásta Eir Árnadóttir fer með íslenska kvennalandsliðinu til Algvarve nú í lok febrúar. Hún var kölluð inn í hópinn í dag.
Sandra María Jessen getur ekki farið með landsliðinu til Algarve vegna meiðsla. Ásta Eir kemur og fyllir skarð hennar.
Ísland spilar þrjá leiki á mótinu, gegn Kanada miðvikudaginn 27. febrúar og við Skota 4. mars. Leikið verður um sæti 6. mars.
Ásta Eir hefur áður verið valin í æfingahóp landsliðsins en ekki enn náð að spila A-landsleik fyrir Ísland. Hún á 110 meistaraflokksleiki að baki fyrir Breiðablik.
Ásta Eir inn í landsliðshópinn
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn



Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti

Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti


