Frá Halla og Ladda í Pepsi Max Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 11:30 Halli og Laddi voru aðalmennirnir í auglýsingu fyrstu aðalstyrktaraðila efstu deildar í knattspyrnu árið 1987. Mynd/Auglýsing Samvinnuferða-Landsýn Efsta deild karla og kvenna í knattspyrnu fengu nýtt nafn í gær en í sumar munu deildirnar heita Pepsi Max deildirnar. Það eru liðin meira en þrjátíu ár síðan að fyrirtæki urðu fyrst aðalstyrktaraðilar Íslandsmótsins í knattspyrnu og fengu deildirnar skírðar eftir sér. Fyrsta fyrirtækið var Samvinnuferðir-Landsýn sem styrkti deildina sumurin 1987 og 1988. Samvinnuferðar-Landsýn mótið þótti reyndar svo óþjált að það var stytt í SL-mótið en fullt nafn var „Íslandsmótið 1. deild 1987/SL mótið“ Ellert B. Schram, formaður Knattspyrnusambands Íslands, Halldór B. Jónsson, formaður Samtaka fyrstu deildarfélaga og Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða Landsýnar, undirrituðu tímamótasamning 13. apríl 1987 í þá nýinnréttuðum og glæsilegum húsakynnum Knattspyrnusambandsins.Logo úrvalsdeildar frá stofnun 1992. Vantar Sjóvá-Almennra. #fotbolti#logospic.twitter.com/8necAKSTrF — Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) September 23, 2013„Ég vonast til þess að þetta samkomulag verði Íslandsmótinu til eflingar og sömuleiðis knattspyrnunni í heild. Ætlunin er vitanlega sú að báðir aðilar hafi hag af þessum samningi," sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, í viðtali við blaðamann DV eftir undirritun samkomulagsins í apríl 1987. Samvinnuferðir greiddu Íslandsmeisturunum 400.000 krónur þetta fyrsta sumar, liðið sem varð í öðru sæti fékk 100.000 og þriðja sætið gaf 50.000. Samvinnuferðir verðlaunuðu líka þau félög sem skoruðu mest í hverri umferð en markahæsta félag hverrar umferðar, fékk þannig í sinn hlut 7.500 krónur. Auglýsingin fyrir SL-mótið vakti líka talsverða athygli en þar voru mættir þeir Halli og Laddi eins og sjá má hér fyrir ofan. Á þeim 32 árum sem eru liðin hefur nafn deildarinnar breyst tíu sinnum og nú síðasta úr Pepsi-deildinni í PepsiMax-deildina í gær. Það muna kannski ekki allir eftir öllum nöfnunum eða nafnabreytingunum en allan listann má sjá hér fyrir neðan.Styrktaraðilar efstu deildar í knattspyrnu: Samvinnuferðar-Landsýn mótið, SL-mótið (1987-88) Hörpudeildin (1989-1991) Samskipadeild (1992) Getraunadeild (1993) Trópídeild (1994) Sjóvá-Almennra deild (1995-1997) Landssímadeild (1998-2000) Símadeild (2001-2002) Landsbankadeild (2003-2008) Pepsideild (2009-2018) PepsiMax-deild (2019-2021)Pepsi-deildin verður Pepsi Max deildin https://t.co/MaUKAoUQmu — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 21, 2019 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Efsta deild karla og kvenna í knattspyrnu fengu nýtt nafn í gær en í sumar munu deildirnar heita Pepsi Max deildirnar. Það eru liðin meira en þrjátíu ár síðan að fyrirtæki urðu fyrst aðalstyrktaraðilar Íslandsmótsins í knattspyrnu og fengu deildirnar skírðar eftir sér. Fyrsta fyrirtækið var Samvinnuferðir-Landsýn sem styrkti deildina sumurin 1987 og 1988. Samvinnuferðar-Landsýn mótið þótti reyndar svo óþjált að það var stytt í SL-mótið en fullt nafn var „Íslandsmótið 1. deild 1987/SL mótið“ Ellert B. Schram, formaður Knattspyrnusambands Íslands, Halldór B. Jónsson, formaður Samtaka fyrstu deildarfélaga og Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða Landsýnar, undirrituðu tímamótasamning 13. apríl 1987 í þá nýinnréttuðum og glæsilegum húsakynnum Knattspyrnusambandsins.Logo úrvalsdeildar frá stofnun 1992. Vantar Sjóvá-Almennra. #fotbolti#logospic.twitter.com/8necAKSTrF — Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) September 23, 2013„Ég vonast til þess að þetta samkomulag verði Íslandsmótinu til eflingar og sömuleiðis knattspyrnunni í heild. Ætlunin er vitanlega sú að báðir aðilar hafi hag af þessum samningi," sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, í viðtali við blaðamann DV eftir undirritun samkomulagsins í apríl 1987. Samvinnuferðir greiddu Íslandsmeisturunum 400.000 krónur þetta fyrsta sumar, liðið sem varð í öðru sæti fékk 100.000 og þriðja sætið gaf 50.000. Samvinnuferðir verðlaunuðu líka þau félög sem skoruðu mest í hverri umferð en markahæsta félag hverrar umferðar, fékk þannig í sinn hlut 7.500 krónur. Auglýsingin fyrir SL-mótið vakti líka talsverða athygli en þar voru mættir þeir Halli og Laddi eins og sjá má hér fyrir ofan. Á þeim 32 árum sem eru liðin hefur nafn deildarinnar breyst tíu sinnum og nú síðasta úr Pepsi-deildinni í PepsiMax-deildina í gær. Það muna kannski ekki allir eftir öllum nöfnunum eða nafnabreytingunum en allan listann má sjá hér fyrir neðan.Styrktaraðilar efstu deildar í knattspyrnu: Samvinnuferðar-Landsýn mótið, SL-mótið (1987-88) Hörpudeildin (1989-1991) Samskipadeild (1992) Getraunadeild (1993) Trópídeild (1994) Sjóvá-Almennra deild (1995-1997) Landssímadeild (1998-2000) Símadeild (2001-2002) Landsbankadeild (2003-2008) Pepsideild (2009-2018) PepsiMax-deild (2019-2021)Pepsi-deildin verður Pepsi Max deildin https://t.co/MaUKAoUQmu — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 21, 2019
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira