Arnar Grétarsson: Formaður Breiðabliks vissi ekkert um fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 15:30 Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi-deildar karla undir stjórn Arnars árið 2015. vísir/anton Arnar Grétarsson, fyrrum þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, tjáir sig um brottrekstur sinn í viðtali í Hlaðvarpsþættinum 90 mínútur. Breiðablik rak Arnar 9. maí 2017 eða eftir aðeins tvo leiki á tímabilinu en Blikar töpuðu þeim báðum. Arnar var þá búinn að þjálfa liðið í tvö heil tímabil auk þess að vera fyrrum leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Breiðabliks í efstu deild. „Það er hægt að skrifa bók um það hvernig að þessu var staðið, maður hefur oft hugsað þegar maður hittir ákveðið fólk sem var í kringum liðið, það setur hausinn ofan í bringu þegar það sér mig og reynir að forðast mig. Ég hef ekkert að fela, það komu rosalega ljótar sögusagnir um mig,“ sagði Arnar í viðtalinu en honum finnst enn brottreksturinn vera galin ákvörðun og skilur hana í raun ekki ennþáþ Tímasetningin á uppsögn Arnars kom vissulega mörgum á óvart ekki síst þar sem skömmu fyrir tímabilið vildu Blikar framlengja samning hans. Hann var síðan rekinn eftir aðeins tvo leiki. „Auðvitað hefðu þeir þá frekar átt að reka mig eftir 2016 tímabilið og ekki að fara í viðræður við mig um veturinn um nýjan samning, um tvö ár í viðbót,“ segir Arnar. Hann er aftur á móti mest ósáttur við þáverandi formann Knattspyrnudeildar Breiðabliks, Ólaf Hrafn Ólafsson. Ólafur Hrafn gaf út yfirlýsingu um að brottreksturinn hafi verið óhjákvæmileg ákvörðun. Í framhaldi af því fóru allskonar sögusagnir af stað. „Þessi formaður sem var þarna, hann veit ekkert um fótbolta og veit ekki hvað þetta snýst um. Hann er bara bankamaður, að koma með svona yfirlýsingu, að nota orðið óhjákvæmilegt. Þá er verið að meina að það sé ekki hægt að vinna með manninum, hann hafi gerst brotlegur í starfi. Gert eitthvað að sér, eitthvað sem er ekki tengt fótbolta,“ segir Arnar og bætir við: „Frekar að segja að hann misst klefann eða úrslitin hafi ekki verið nóg, hvort sem ég er sáttur vð þá skýringu eða ekki, þá er það alla veganna skýring. Gunnleifur Gunnleifsson kom fram og sagði að það hafi ekki verið klefinn, ég átti góð samskipti við alla leikmenn, þetta voru eins og strákarnir mínir. Ég vildi alltaf það besta fyrir þá, ég var aldrei ósanngjarn við þá. Þetta er skrýtinn kafli,“ segir Arnar. Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur er þáttur sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir og má nálgast allt viðtalið við Arnar Grétarsson með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Arnar Grétarsson, fyrrum þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, tjáir sig um brottrekstur sinn í viðtali í Hlaðvarpsþættinum 90 mínútur. Breiðablik rak Arnar 9. maí 2017 eða eftir aðeins tvo leiki á tímabilinu en Blikar töpuðu þeim báðum. Arnar var þá búinn að þjálfa liðið í tvö heil tímabil auk þess að vera fyrrum leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Breiðabliks í efstu deild. „Það er hægt að skrifa bók um það hvernig að þessu var staðið, maður hefur oft hugsað þegar maður hittir ákveðið fólk sem var í kringum liðið, það setur hausinn ofan í bringu þegar það sér mig og reynir að forðast mig. Ég hef ekkert að fela, það komu rosalega ljótar sögusagnir um mig,“ sagði Arnar í viðtalinu en honum finnst enn brottreksturinn vera galin ákvörðun og skilur hana í raun ekki ennþáþ Tímasetningin á uppsögn Arnars kom vissulega mörgum á óvart ekki síst þar sem skömmu fyrir tímabilið vildu Blikar framlengja samning hans. Hann var síðan rekinn eftir aðeins tvo leiki. „Auðvitað hefðu þeir þá frekar átt að reka mig eftir 2016 tímabilið og ekki að fara í viðræður við mig um veturinn um nýjan samning, um tvö ár í viðbót,“ segir Arnar. Hann er aftur á móti mest ósáttur við þáverandi formann Knattspyrnudeildar Breiðabliks, Ólaf Hrafn Ólafsson. Ólafur Hrafn gaf út yfirlýsingu um að brottreksturinn hafi verið óhjákvæmileg ákvörðun. Í framhaldi af því fóru allskonar sögusagnir af stað. „Þessi formaður sem var þarna, hann veit ekkert um fótbolta og veit ekki hvað þetta snýst um. Hann er bara bankamaður, að koma með svona yfirlýsingu, að nota orðið óhjákvæmilegt. Þá er verið að meina að það sé ekki hægt að vinna með manninum, hann hafi gerst brotlegur í starfi. Gert eitthvað að sér, eitthvað sem er ekki tengt fótbolta,“ segir Arnar og bætir við: „Frekar að segja að hann misst klefann eða úrslitin hafi ekki verið nóg, hvort sem ég er sáttur vð þá skýringu eða ekki, þá er það alla veganna skýring. Gunnleifur Gunnleifsson kom fram og sagði að það hafi ekki verið klefinn, ég átti góð samskipti við alla leikmenn, þetta voru eins og strákarnir mínir. Ég vildi alltaf það besta fyrir þá, ég var aldrei ósanngjarn við þá. Þetta er skrýtinn kafli,“ segir Arnar. Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur er þáttur sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir og má nálgast allt viðtalið við Arnar Grétarsson með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira