Segja RÚV upphefja eigin verk á kostnað fagmanna í kvikmyndagerð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2019 16:12 Halldóra Geirharðsdóttir, Logi Bergmann og Benedikt Erlingsson voru áberandi í útsendingunni í gærkvöldi. RÚV/Samsett Félag íslenskra kvikmyndatökustjóra hefur sent frá sér ályktun þar sem útsending Ríkisútvarpsins frá Edduverðlaunahátíðinni er gagnrýnd. Í ályktuninni er RÚV gagnrýnt fyrir að „snýta af afhendingum fagverðlauna Eddunnar, fyrir útsendingu og sýna þau síðan í klipptum stubbum án þakkarræðna,“ og er því bætt við að slíkt sýni vanvirðingu fyrir störfum þeirra fagaðila sem standi að baki íslenskrar kvikmyndagerðar. RÚV er þá sakað um að hafa eytt meirihluta útsendingarinnar í gærkvöldi í að upphefja eigin verk á kostnað fagfólks í kvikmyndagerð og bent á að hátíðin eigi að vera uppskeruhátíð kvikmyndagerðar frekar en „árshátíð sjónvarpsstöðva.“ Að lokum krefst ÍKS þess að stjórnendur Ríkisútvarpsins og Eddunnar taki á málinu og „komi í veg fyrir að slíkt verði framtíðarformið á þessari faghátíð.“Bergsteinn Björgúlfsson, forseti ÍKS.Vísir/AðsendUndir ályktunina skrifar Bergsteinn Björgúlfsson, forseti ÍKS. Ályktun ÍKS í heild sinni má lesa hér að neðan.Sú ákvörðun RÚV, að snýta af afhendingum fagverðlauna Eddunnar, fyrir útsendingu og sýna þau síðan í klipptum stubbum án þakkarræðna, lýsir vanvirðingu við störf þeirra fjölmörgu fagaðila sem standa að baki íslenskrar kvikmyndagerðar. Stjórnendur RÚV detta í þá gryfju að eyða bróðurparti útsendingartíma í að upphefja eigin verk á kostnað fagmanna í geiranum. Eddan er uppskeruhátíð kvikmyndagerðar á Íslandi, ekki árshátíð sjónvarpsstöðva. ÍKS krefst þess að stjórnendur RÚV og stjórn Eddunnar taki á þessu og komi í veg fyrir að slíkt verði framtíðarformið á þessari faghátíð okkar. Eddan Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Félag íslenskra kvikmyndatökustjóra hefur sent frá sér ályktun þar sem útsending Ríkisútvarpsins frá Edduverðlaunahátíðinni er gagnrýnd. Í ályktuninni er RÚV gagnrýnt fyrir að „snýta af afhendingum fagverðlauna Eddunnar, fyrir útsendingu og sýna þau síðan í klipptum stubbum án þakkarræðna,“ og er því bætt við að slíkt sýni vanvirðingu fyrir störfum þeirra fagaðila sem standi að baki íslenskrar kvikmyndagerðar. RÚV er þá sakað um að hafa eytt meirihluta útsendingarinnar í gærkvöldi í að upphefja eigin verk á kostnað fagfólks í kvikmyndagerð og bent á að hátíðin eigi að vera uppskeruhátíð kvikmyndagerðar frekar en „árshátíð sjónvarpsstöðva.“ Að lokum krefst ÍKS þess að stjórnendur Ríkisútvarpsins og Eddunnar taki á málinu og „komi í veg fyrir að slíkt verði framtíðarformið á þessari faghátíð.“Bergsteinn Björgúlfsson, forseti ÍKS.Vísir/AðsendUndir ályktunina skrifar Bergsteinn Björgúlfsson, forseti ÍKS. Ályktun ÍKS í heild sinni má lesa hér að neðan.Sú ákvörðun RÚV, að snýta af afhendingum fagverðlauna Eddunnar, fyrir útsendingu og sýna þau síðan í klipptum stubbum án þakkarræðna, lýsir vanvirðingu við störf þeirra fjölmörgu fagaðila sem standa að baki íslenskrar kvikmyndagerðar. Stjórnendur RÚV detta í þá gryfju að eyða bróðurparti útsendingartíma í að upphefja eigin verk á kostnað fagmanna í geiranum. Eddan er uppskeruhátíð kvikmyndagerðar á Íslandi, ekki árshátíð sjónvarpsstöðva. ÍKS krefst þess að stjórnendur RÚV og stjórn Eddunnar taki á þessu og komi í veg fyrir að slíkt verði framtíðarformið á þessari faghátíð okkar.
Eddan Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira