„Bale má fagna mörkunum sínum eins og hann vill“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 14:00 Gareth Bale vildi ekki fagna markinu sínu í gær. Getty/Jose Breton Gareth Bale tryggði Real Madrid 2-1 sigur á Levante í spænsku deildinni í gær. Það voru hins vegar fagnaðarlæti Bale sem stálu senunni. Santiago Solari, knattspyrnustjóri Real Madrid, fullvissaði blaðamenn um það eftir leik að velska stórstjarnan hafi verið „himinlifandi“ með markið sitt. Það sást aftur á móti ekki á honum. Bale skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var í sjötta sinn í síðustu átta leikjum Real Madrid þar sem Gareth Bale byrjar á bekknum.Bale didn't want to celebrate with Vazquez https://t.co/MEo7dthG8l — SPORT English (@Sport_EN) February 24, 2019Hann fagnaði ekki markinu heldur skokkaði steinrunninn aftur á miðju vallarins og hristi á leiðinni af sér tilraunir liðsfélaganna til að fagna með honum markinu. „Ég er mjög ánægður. Hann má fagna mörkum sínum eins og hann vill,“ sagði Santiago Solari.Solari: "Bale was happy in the dressing room because he scored. I loved how he entered the pitch with rage and the way he played. He won us the game and did a great job. I though he was fantastic. He gave us the win, he got the goal and can celebrate it as he wishes." pic.twitter.com/KcRKhD91qm — Footy Accumulators (@FootyAccums) February 25, 2019„Hann var himinlifandi með markið sitt þegar ég hitti hann í klefanum eftir leik,“ sagði Solari og bætti við: „Ég er mjög kátur með það hvernig hann kom hungraður inn í leikinn. Hann tryggði okkur sigurinn og vann vel fyrir liðið,“ sagði Solari. Spænsku íþróttablöðin Marca og AS voru með fagnaðarlæti Bale, eða betur sagt skort á þeim, á forsíðum sínum í morgun.„Þið hafið miklu fleiri augu en við en við erum í hringiðunni og ég sá hversu hungraður hann var á vellinum og staðráðinn í að hjálpa liðinu sínu,“ sagði Solari. Real Madrid keypti Gareth Bale frá Tottenham árið 2013 fyirr 85 milljónir punda og hann hefur síðan skorað 101 mark í 220 leikjum fyrir félagið. Bale er með 13 mörk í 31 leik á þessari leiktíð. Spænski boltinn Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Gareth Bale tryggði Real Madrid 2-1 sigur á Levante í spænsku deildinni í gær. Það voru hins vegar fagnaðarlæti Bale sem stálu senunni. Santiago Solari, knattspyrnustjóri Real Madrid, fullvissaði blaðamenn um það eftir leik að velska stórstjarnan hafi verið „himinlifandi“ með markið sitt. Það sást aftur á móti ekki á honum. Bale skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var í sjötta sinn í síðustu átta leikjum Real Madrid þar sem Gareth Bale byrjar á bekknum.Bale didn't want to celebrate with Vazquez https://t.co/MEo7dthG8l — SPORT English (@Sport_EN) February 24, 2019Hann fagnaði ekki markinu heldur skokkaði steinrunninn aftur á miðju vallarins og hristi á leiðinni af sér tilraunir liðsfélaganna til að fagna með honum markinu. „Ég er mjög ánægður. Hann má fagna mörkum sínum eins og hann vill,“ sagði Santiago Solari.Solari: "Bale was happy in the dressing room because he scored. I loved how he entered the pitch with rage and the way he played. He won us the game and did a great job. I though he was fantastic. He gave us the win, he got the goal and can celebrate it as he wishes." pic.twitter.com/KcRKhD91qm — Footy Accumulators (@FootyAccums) February 25, 2019„Hann var himinlifandi með markið sitt þegar ég hitti hann í klefanum eftir leik,“ sagði Solari og bætti við: „Ég er mjög kátur með það hvernig hann kom hungraður inn í leikinn. Hann tryggði okkur sigurinn og vann vel fyrir liðið,“ sagði Solari. Spænsku íþróttablöðin Marca og AS voru með fagnaðarlæti Bale, eða betur sagt skort á þeim, á forsíðum sínum í morgun.„Þið hafið miklu fleiri augu en við en við erum í hringiðunni og ég sá hversu hungraður hann var á vellinum og staðráðinn í að hjálpa liðinu sínu,“ sagði Solari. Real Madrid keypti Gareth Bale frá Tottenham árið 2013 fyirr 85 milljónir punda og hann hefur síðan skorað 101 mark í 220 leikjum fyrir félagið. Bale er með 13 mörk í 31 leik á þessari leiktíð.
Spænski boltinn Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira