„Bale má fagna mörkunum sínum eins og hann vill“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 14:00 Gareth Bale vildi ekki fagna markinu sínu í gær. Getty/Jose Breton Gareth Bale tryggði Real Madrid 2-1 sigur á Levante í spænsku deildinni í gær. Það voru hins vegar fagnaðarlæti Bale sem stálu senunni. Santiago Solari, knattspyrnustjóri Real Madrid, fullvissaði blaðamenn um það eftir leik að velska stórstjarnan hafi verið „himinlifandi“ með markið sitt. Það sást aftur á móti ekki á honum. Bale skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var í sjötta sinn í síðustu átta leikjum Real Madrid þar sem Gareth Bale byrjar á bekknum.Bale didn't want to celebrate with Vazquez https://t.co/MEo7dthG8l — SPORT English (@Sport_EN) February 24, 2019Hann fagnaði ekki markinu heldur skokkaði steinrunninn aftur á miðju vallarins og hristi á leiðinni af sér tilraunir liðsfélaganna til að fagna með honum markinu. „Ég er mjög ánægður. Hann má fagna mörkum sínum eins og hann vill,“ sagði Santiago Solari.Solari: "Bale was happy in the dressing room because he scored. I loved how he entered the pitch with rage and the way he played. He won us the game and did a great job. I though he was fantastic. He gave us the win, he got the goal and can celebrate it as he wishes." pic.twitter.com/KcRKhD91qm — Footy Accumulators (@FootyAccums) February 25, 2019„Hann var himinlifandi með markið sitt þegar ég hitti hann í klefanum eftir leik,“ sagði Solari og bætti við: „Ég er mjög kátur með það hvernig hann kom hungraður inn í leikinn. Hann tryggði okkur sigurinn og vann vel fyrir liðið,“ sagði Solari. Spænsku íþróttablöðin Marca og AS voru með fagnaðarlæti Bale, eða betur sagt skort á þeim, á forsíðum sínum í morgun.„Þið hafið miklu fleiri augu en við en við erum í hringiðunni og ég sá hversu hungraður hann var á vellinum og staðráðinn í að hjálpa liðinu sínu,“ sagði Solari. Real Madrid keypti Gareth Bale frá Tottenham árið 2013 fyirr 85 milljónir punda og hann hefur síðan skorað 101 mark í 220 leikjum fyrir félagið. Bale er með 13 mörk í 31 leik á þessari leiktíð. Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Gareth Bale tryggði Real Madrid 2-1 sigur á Levante í spænsku deildinni í gær. Það voru hins vegar fagnaðarlæti Bale sem stálu senunni. Santiago Solari, knattspyrnustjóri Real Madrid, fullvissaði blaðamenn um það eftir leik að velska stórstjarnan hafi verið „himinlifandi“ með markið sitt. Það sást aftur á móti ekki á honum. Bale skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var í sjötta sinn í síðustu átta leikjum Real Madrid þar sem Gareth Bale byrjar á bekknum.Bale didn't want to celebrate with Vazquez https://t.co/MEo7dthG8l — SPORT English (@Sport_EN) February 24, 2019Hann fagnaði ekki markinu heldur skokkaði steinrunninn aftur á miðju vallarins og hristi á leiðinni af sér tilraunir liðsfélaganna til að fagna með honum markinu. „Ég er mjög ánægður. Hann má fagna mörkum sínum eins og hann vill,“ sagði Santiago Solari.Solari: "Bale was happy in the dressing room because he scored. I loved how he entered the pitch with rage and the way he played. He won us the game and did a great job. I though he was fantastic. He gave us the win, he got the goal and can celebrate it as he wishes." pic.twitter.com/KcRKhD91qm — Footy Accumulators (@FootyAccums) February 25, 2019„Hann var himinlifandi með markið sitt þegar ég hitti hann í klefanum eftir leik,“ sagði Solari og bætti við: „Ég er mjög kátur með það hvernig hann kom hungraður inn í leikinn. Hann tryggði okkur sigurinn og vann vel fyrir liðið,“ sagði Solari. Spænsku íþróttablöðin Marca og AS voru með fagnaðarlæti Bale, eða betur sagt skort á þeim, á forsíðum sínum í morgun.„Þið hafið miklu fleiri augu en við en við erum í hringiðunni og ég sá hversu hungraður hann var á vellinum og staðráðinn í að hjálpa liðinu sínu,“ sagði Solari. Real Madrid keypti Gareth Bale frá Tottenham árið 2013 fyirr 85 milljónir punda og hann hefur síðan skorað 101 mark í 220 leikjum fyrir félagið. Bale er með 13 mörk í 31 leik á þessari leiktíð.
Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira