Hún náði kjöri Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 1. mars 2019 11:00 Umgjörð sýningarinnar og heildarbragur komu vel út, segir hér um sýningu Unnar Elísabetar. Fréttablaðið/Stefán Það var rosalega góð stemming í Tjarnarbíói fimmtudagskvöldið 21. febrúar þegar Unnur Elísabet Gunnarsdóttir bauð til listahátíðarinnar Ég býð mig fram, sería II. Þar mátti sjá þekkt andlit úr ýmsum listgreinum enda hafa höfundarnir sem Unnur vinnur með í örverkunum fjölbreyttan bakgrunn í listum. Efni hátíðarinnar var að sama skapi fjölbreytt. Í anddyrinu var boðið upp á tatugjörning, ljósmyndasýningu, dansverk og tónlistarmyndband og það sama var upp á teningnum þegar inn í salinn var komið. Þetta er í annað skipti sem Unnur „býður sig fram“ sem flytjanda fyrir ólíka listamenn. Fyrsta serían var frumsýnd haustið 2017 og fékk góðar viðtökur. Hugmyndin að hátíðinni var skemmtileg. Fyrir Unni er ferlið lærdómsríkt og ögrandi. Höfundarnir fara út fyrir þægindarammann í listsköpun sinni og fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt, fæstir þeirra eru vanir að fást við listdansformið. Áhorfendur fá að sjá nýja hlið á þekktum listamönnum og innsýn í mismunandi listform. Sýningin er í sjálfu sér enginn stórviðburður listrænt séð en ágætis skemmtun. Umgjörð sýningarinnar og heildarbragur komu vel út þrátt fyrir að sýningin samanstæði af fjórtán mjög ólíkum örverkum. Leikstjórn verksins, sem var í höndum Unnar, gekk vel upp og karakterinn, Bryndís Ósk Ingvarsdóttir, sem sá um sviðið á milli atriða var stórgóður. Unnur Elísabet hefur í gegnum tíðina skapað sér sinn ákveðna stíl í danssköpun. Verk hennar eru hrein, innihalda mikinn dans og vald hennar á lögmálum danssköpunar er ótvírætt. Þetta sést greinilega í hennar eigin örverki, Bessastaðir, í upphafi sýningarinnar þar sem nokkrar efnilegar ungar stúlkur dönsuðu í anddyrinu en einnig í tónlistarmyndböndunum þar sem hún kemur að kóreógrafíunni. Unnur er einnig í fantaformi sem dansari og sást færni hennar vel í örverkum Franks Fannars, Helga Björns og Ingvars. Örverk þeirra tveggja fyrrnefndu voru upphaf og endir sýningarinnar á sviðinu. Þau sköpuðu flottan ramma um það sem fram fór enda bæði heilsteypt og stóðu fyrir sínu þó að stutt væru. Örverk Ingvars, lítil ástarsaga úr fortíðinni, var líka mjög áhugavert eða var líkt og upphaf áhugaverðrar sögu sem gaman væri að sjá alla og þá í formi samtímadanssýningar. Í verkum Ilmar, Steinars, Friðgeirs og Álfrúnar reyndi á líkamlegan styrk og sterka sviðsnærveru Unnar. Unnur fór létt með hlutverk óþolandi ofurpepparans í verki Álfrúnar og hélt fullri athygli áhorfenda í flutningi á vel gerðum fyrirlestri Friðgeirs um sand. Það tekur á að flytja texta hangandi í fimleikahringjum en Unni tókst það með prýði í hálfgerðum ljóðaflutningi í örverki Ilmar. Samspil Unnar við myndband Steinars kom líka vel út þó að hún væri aðeins ein lítil manneskja á móti risavöxnum skjáröddum sem bárust hvaðanæva. Nektin hefur verið og er feimnismál í okkar samfélagi. Að koma nakin fram er ekki á allra færi en Unnur og hinar fyrirsæturnar í ljósmyndaverki Ólafar Kristínar sýndu hvað nektin getur verið viðkvæm en fögur. Tíðablóð er einnig eitt af tabúum samfélagsins, tabú sem sett var fram á áhugaverðan hátt í gjörningi Ólafs Darra. Vonandi fá áhorfendur að sjá meira frá Unni Elísabetu bæði í verkum annarra danslistamanna sem og í hennar eigin verkum.Ég býð mig fram, sería ll er skemmtilegt verk og sýnir færni Unnar Elísabetar sem danslistamanns. Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Það var rosalega góð stemming í Tjarnarbíói fimmtudagskvöldið 21. febrúar þegar Unnur Elísabet Gunnarsdóttir bauð til listahátíðarinnar Ég býð mig fram, sería II. Þar mátti sjá þekkt andlit úr ýmsum listgreinum enda hafa höfundarnir sem Unnur vinnur með í örverkunum fjölbreyttan bakgrunn í listum. Efni hátíðarinnar var að sama skapi fjölbreytt. Í anddyrinu var boðið upp á tatugjörning, ljósmyndasýningu, dansverk og tónlistarmyndband og það sama var upp á teningnum þegar inn í salinn var komið. Þetta er í annað skipti sem Unnur „býður sig fram“ sem flytjanda fyrir ólíka listamenn. Fyrsta serían var frumsýnd haustið 2017 og fékk góðar viðtökur. Hugmyndin að hátíðinni var skemmtileg. Fyrir Unni er ferlið lærdómsríkt og ögrandi. Höfundarnir fara út fyrir þægindarammann í listsköpun sinni og fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt, fæstir þeirra eru vanir að fást við listdansformið. Áhorfendur fá að sjá nýja hlið á þekktum listamönnum og innsýn í mismunandi listform. Sýningin er í sjálfu sér enginn stórviðburður listrænt séð en ágætis skemmtun. Umgjörð sýningarinnar og heildarbragur komu vel út þrátt fyrir að sýningin samanstæði af fjórtán mjög ólíkum örverkum. Leikstjórn verksins, sem var í höndum Unnar, gekk vel upp og karakterinn, Bryndís Ósk Ingvarsdóttir, sem sá um sviðið á milli atriða var stórgóður. Unnur Elísabet hefur í gegnum tíðina skapað sér sinn ákveðna stíl í danssköpun. Verk hennar eru hrein, innihalda mikinn dans og vald hennar á lögmálum danssköpunar er ótvírætt. Þetta sést greinilega í hennar eigin örverki, Bessastaðir, í upphafi sýningarinnar þar sem nokkrar efnilegar ungar stúlkur dönsuðu í anddyrinu en einnig í tónlistarmyndböndunum þar sem hún kemur að kóreógrafíunni. Unnur er einnig í fantaformi sem dansari og sást færni hennar vel í örverkum Franks Fannars, Helga Björns og Ingvars. Örverk þeirra tveggja fyrrnefndu voru upphaf og endir sýningarinnar á sviðinu. Þau sköpuðu flottan ramma um það sem fram fór enda bæði heilsteypt og stóðu fyrir sínu þó að stutt væru. Örverk Ingvars, lítil ástarsaga úr fortíðinni, var líka mjög áhugavert eða var líkt og upphaf áhugaverðrar sögu sem gaman væri að sjá alla og þá í formi samtímadanssýningar. Í verkum Ilmar, Steinars, Friðgeirs og Álfrúnar reyndi á líkamlegan styrk og sterka sviðsnærveru Unnar. Unnur fór létt með hlutverk óþolandi ofurpepparans í verki Álfrúnar og hélt fullri athygli áhorfenda í flutningi á vel gerðum fyrirlestri Friðgeirs um sand. Það tekur á að flytja texta hangandi í fimleikahringjum en Unni tókst það með prýði í hálfgerðum ljóðaflutningi í örverki Ilmar. Samspil Unnar við myndband Steinars kom líka vel út þó að hún væri aðeins ein lítil manneskja á móti risavöxnum skjáröddum sem bárust hvaðanæva. Nektin hefur verið og er feimnismál í okkar samfélagi. Að koma nakin fram er ekki á allra færi en Unnur og hinar fyrirsæturnar í ljósmyndaverki Ólafar Kristínar sýndu hvað nektin getur verið viðkvæm en fögur. Tíðablóð er einnig eitt af tabúum samfélagsins, tabú sem sett var fram á áhugaverðan hátt í gjörningi Ólafs Darra. Vonandi fá áhorfendur að sjá meira frá Unni Elísabetu bæði í verkum annarra danslistamanna sem og í hennar eigin verkum.Ég býð mig fram, sería ll er skemmtilegt verk og sýnir færni Unnar Elísabetar sem danslistamanns.
Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira