Yrðu bestu lög í heimi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. febrúar 2019 07:00 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er kynjafræðingur og baráttujaxl í mannréttindabaráttu trans- og intersexfólks á Íslandi. Fréttablaðið/Stefán „Þessi löggjöf yrði veigamesta breyting sem orðið hefur á réttarstöðu trans- og intersexfólks á Íslandi og myndi verða sú fremsta í heimi ef hún yrði að veruleika í sinni víðustu mynd,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur um frumvarpsdrög Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. Markmið frumvarpsins er að festa í lögum rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir og tryggja með því að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Meðal réttinda sem það kveður á um er réttur einstaklinga til að ákveða sjálfir hvernig kyn þeirra er skilgreint í þjóðskrá, réttur frá 15 ára aldri til að breyta þeirri skráningu auk nafnbreytingar við sama tækifæri. Slíkan rétt getur hver einstaklingur þó einungis nýtt einu sinni samkvæmt frumvarpinu, nema sérstaklega standi á. Þá er lagt til að einstaklingum verði einnig tryggður réttur til að hafa hlutlausa kynskráningu. Heimild til skráningar með þessum hætti felur í sér viðurkenningu á því að það falli ekki allir undir tvískiptinguna í kven- og karlkyn og heimildin mun fela í sér að fólk verði ekki lengur þvingað til að undirgangast þessa skiptingu heldur verði gert ráð fyrir þriðja möguleikanum, hlutlausri skráningu kyns; eins og það er orðað í frumvarpsdrögunum. Samkvæmt frumvarpinu verður kynlaus skráning í vegabréfum táknuð með bókstafnum X, eins og tíðkast hefur erlendis. Ugla vekur einnig athygli á bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu um skipun starfshóps sem gera á tillögur um þjónustu við börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og segir mikilvægt að börnum verði tryggð vernd gegn inngripum í kyneinkenni þeirra. Ugla hefur tekið þátt í undirbúningi að gerð frumvarpsins sem hófst árið 2015 í grasrót Vinstri grænna. Hún segir frumvarpið hafa verið unnið í samstarfi fagfólks og fólks úr grasrótarstarfi hinsegin samfélagsins. Samráð hafi verið við fjölda innlendra stofnana auk sérfræðinga víða um heim. „Þessi útkoma er ekki eitthvað sem okkur datt í hug í fyrradag heldur hefur tekið mörg ár að safna saman þekkingu og reynslu sem skilar okkur þessari niðurstöðu,“ segir Ugla og bindur vonir við að ekki verði hróf lað við þeim réttindum sem því er ætlað að tryggja þegar frumvarpið fer til meðferðar á Alþingi. „Við væntum þess að þingið skilji mikilvægi þess að við, trans og intersex fólk, fáum að stjórna ferðinni og hlustað sé á okkar þarfir, verði gerðar breytingar á frumvarpinu,“ segir Ugla. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
„Þessi löggjöf yrði veigamesta breyting sem orðið hefur á réttarstöðu trans- og intersexfólks á Íslandi og myndi verða sú fremsta í heimi ef hún yrði að veruleika í sinni víðustu mynd,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur um frumvarpsdrög Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. Markmið frumvarpsins er að festa í lögum rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir og tryggja með því að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Meðal réttinda sem það kveður á um er réttur einstaklinga til að ákveða sjálfir hvernig kyn þeirra er skilgreint í þjóðskrá, réttur frá 15 ára aldri til að breyta þeirri skráningu auk nafnbreytingar við sama tækifæri. Slíkan rétt getur hver einstaklingur þó einungis nýtt einu sinni samkvæmt frumvarpinu, nema sérstaklega standi á. Þá er lagt til að einstaklingum verði einnig tryggður réttur til að hafa hlutlausa kynskráningu. Heimild til skráningar með þessum hætti felur í sér viðurkenningu á því að það falli ekki allir undir tvískiptinguna í kven- og karlkyn og heimildin mun fela í sér að fólk verði ekki lengur þvingað til að undirgangast þessa skiptingu heldur verði gert ráð fyrir þriðja möguleikanum, hlutlausri skráningu kyns; eins og það er orðað í frumvarpsdrögunum. Samkvæmt frumvarpinu verður kynlaus skráning í vegabréfum táknuð með bókstafnum X, eins og tíðkast hefur erlendis. Ugla vekur einnig athygli á bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu um skipun starfshóps sem gera á tillögur um þjónustu við börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og segir mikilvægt að börnum verði tryggð vernd gegn inngripum í kyneinkenni þeirra. Ugla hefur tekið þátt í undirbúningi að gerð frumvarpsins sem hófst árið 2015 í grasrót Vinstri grænna. Hún segir frumvarpið hafa verið unnið í samstarfi fagfólks og fólks úr grasrótarstarfi hinsegin samfélagsins. Samráð hafi verið við fjölda innlendra stofnana auk sérfræðinga víða um heim. „Þessi útkoma er ekki eitthvað sem okkur datt í hug í fyrradag heldur hefur tekið mörg ár að safna saman þekkingu og reynslu sem skilar okkur þessari niðurstöðu,“ segir Ugla og bindur vonir við að ekki verði hróf lað við þeim réttindum sem því er ætlað að tryggja þegar frumvarpið fer til meðferðar á Alþingi. „Við væntum þess að þingið skilji mikilvægi þess að við, trans og intersex fólk, fáum að stjórna ferðinni og hlustað sé á okkar þarfir, verði gerðar breytingar á frumvarpinu,“ segir Ugla.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira