Yfir þúsund manns skotmarkið í nýjustu herferð Tyrklandsstjórnar eftir valdaránstilraun Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 12:55 Erdogan forseti (2.f.h.) hefur verið sakaður um að nota valdaránstilraunina fyrir rúmum tveimur árum sem átyllu til að brjóta á bak aftur allt andóf gegn sér í landinu. Vísir/EPA Tyrknesk yfirvöld hafa gefið út handtökuskipanir á hendur 1.112 manns sem þau saka um að hafa stutt valdaránstilraun árið 2016 sem þau segja að klerkur í Bandaríkjunum hafi skipulagt. Handtökurnar nú eru sagðar tengjast meintu svindli á lögregluprófi. Rúmlega 250 manns féllu í valdaránstilrauninni árið 2016. Fethullah Gulen, klerkur sem var eitt sinn bandamaður Receps Erdogan forseta, hefur neitað því að átt þátt í henni. Gulen hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum frá 1999.Reuters-fréttastofan segir að handtökurnar nú tengist ásökunum um að einhverjir þeirra sem tóku próf til að verða aðstoðarlögregluvarðstjórar árið 2010 hafi fengið spurningarnar fyrir fram. Rúmlega 120 manns hafi þegar verið handteknir. Ekki er ljóst hversu margir þeirra eru starfandi lögreglumenn. Eftir valdaránstilraunina hefur ríkisstjórn Erdogan staðið fyrir víðtækum hreinsunum á ríkisstarfsmönnum og saksóknarar hafa elt uppi meinta stuðningsmenn Gulen í landinu. Vestræn ríki hafa gagnrýnt framferði tyrkneskra stjórnvalda og sakað Erdogan um að nota valdaránstilraunina sem átylla til að berja niður allt andóf gegn sér. Fleiri en 77.000 manns hafa verið handteknir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna valdaránstilraunarinnar og um 150.000 ríkisstarfsmenn hafa verið reknir eða sendir í leyfi. Þá hefur ríkið lagt hald á hundruð fyrirtækja sem það segir tengjast Gulen og lokað fleiri en 130 fjölmiðlum. Tyrkland Tengdar fréttir Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Erdogan segir MDE elska hryðjuverk Flokka mætti úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu um að Tyrkir verði að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi leiðtoga Kúrdaflokksins HDP, úr haldi undir stuðning við hryðjuverk. 22. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld hafa gefið út handtökuskipanir á hendur 1.112 manns sem þau saka um að hafa stutt valdaránstilraun árið 2016 sem þau segja að klerkur í Bandaríkjunum hafi skipulagt. Handtökurnar nú eru sagðar tengjast meintu svindli á lögregluprófi. Rúmlega 250 manns féllu í valdaránstilrauninni árið 2016. Fethullah Gulen, klerkur sem var eitt sinn bandamaður Receps Erdogan forseta, hefur neitað því að átt þátt í henni. Gulen hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum frá 1999.Reuters-fréttastofan segir að handtökurnar nú tengist ásökunum um að einhverjir þeirra sem tóku próf til að verða aðstoðarlögregluvarðstjórar árið 2010 hafi fengið spurningarnar fyrir fram. Rúmlega 120 manns hafi þegar verið handteknir. Ekki er ljóst hversu margir þeirra eru starfandi lögreglumenn. Eftir valdaránstilraunina hefur ríkisstjórn Erdogan staðið fyrir víðtækum hreinsunum á ríkisstarfsmönnum og saksóknarar hafa elt uppi meinta stuðningsmenn Gulen í landinu. Vestræn ríki hafa gagnrýnt framferði tyrkneskra stjórnvalda og sakað Erdogan um að nota valdaránstilraunina sem átylla til að berja niður allt andóf gegn sér. Fleiri en 77.000 manns hafa verið handteknir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna valdaránstilraunarinnar og um 150.000 ríkisstarfsmenn hafa verið reknir eða sendir í leyfi. Þá hefur ríkið lagt hald á hundruð fyrirtækja sem það segir tengjast Gulen og lokað fleiri en 130 fjölmiðlum.
Tyrkland Tengdar fréttir Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Erdogan segir MDE elska hryðjuverk Flokka mætti úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu um að Tyrkir verði að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi leiðtoga Kúrdaflokksins HDP, úr haldi undir stuðning við hryðjuverk. 22. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57
Erdogan segir MDE elska hryðjuverk Flokka mætti úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu um að Tyrkir verði að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi leiðtoga Kúrdaflokksins HDP, úr haldi undir stuðning við hryðjuverk. 22. nóvember 2018 07:30