Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. febrúar 2019 11:52 Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknardeildar Gautaborgar á málþingi um kulnun í starfi. Vísir/Sigurjón Allt að þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar vegna kulnunar í starfi hafa ekki náð sér sjö árum eftir að einkenni komu upp. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn. Kulnun í starfi er vaxandi samfélagslegur vandi og áríðandi að stjórnvöld og atvinnurekendur bregðist við með öflugra forvarnarstarfi. BSRB stóð fyrir málþingi um kulnun, álag og starfsumhverfi nú fyrir hádegi en þar stóð Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar sagði frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu. „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Rannsóknin er unnin í Svíþjóð og segir Ingibjörg að hjá þessum hópi sé þreytan enn til staðar og snýr rannsóknin meðal annars að því að rannsaka starfsemi heilans. Hægt sé að skipta þeim sem fá kulnun í starfi í tvo hópa. „Það verður að aðskilja þennan tiltölulega litla hóp þar sem að við erum að tala um veikt fólk, þar sem að hefur orðið veruleg áhrif á heilastarfsemi og þú ert bara ekki að virka sem einstaklingur og þennan stóra hóp sem hefur mikið að gera, er með streitueinkenni og kannski komið með svefntruflanir. Það er ekki heilbrigðisþjónustan heldur þar þarf fólk að huga að sínu lífi og starfsaðstæðum,“ segir Ingibjörg. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða á vinnustöðum. „Það er ekkert ein lausn sem hentar öllum. Það er skylda atvinnurekenda að framkvæma áhættumat til þess að tryggja að fólki líði vel bæði andlega og líkamlega í vinnunni það er það sem við viljum sjá,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vinnumarkaður Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Allt að þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar vegna kulnunar í starfi hafa ekki náð sér sjö árum eftir að einkenni komu upp. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn. Kulnun í starfi er vaxandi samfélagslegur vandi og áríðandi að stjórnvöld og atvinnurekendur bregðist við með öflugra forvarnarstarfi. BSRB stóð fyrir málþingi um kulnun, álag og starfsumhverfi nú fyrir hádegi en þar stóð Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar sagði frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu. „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Rannsóknin er unnin í Svíþjóð og segir Ingibjörg að hjá þessum hópi sé þreytan enn til staðar og snýr rannsóknin meðal annars að því að rannsaka starfsemi heilans. Hægt sé að skipta þeim sem fá kulnun í starfi í tvo hópa. „Það verður að aðskilja þennan tiltölulega litla hóp þar sem að við erum að tala um veikt fólk, þar sem að hefur orðið veruleg áhrif á heilastarfsemi og þú ert bara ekki að virka sem einstaklingur og þennan stóra hóp sem hefur mikið að gera, er með streitueinkenni og kannski komið með svefntruflanir. Það er ekki heilbrigðisþjónustan heldur þar þarf fólk að huga að sínu lífi og starfsaðstæðum,“ segir Ingibjörg. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða á vinnustöðum. „Það er ekkert ein lausn sem hentar öllum. Það er skylda atvinnurekenda að framkvæma áhættumat til þess að tryggja að fólki líði vel bæði andlega og líkamlega í vinnunni það er það sem við viljum sjá,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Vinnumarkaður Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira