Hatari frumsýnir nýtt leikrit Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2019 12:44 Gert er stólpagrín að musteri tungumálsins, leikhúsinu sjálfu, og er teflt fram klisjum og klækjabrögðum í því skyni, söng, dansi og öðrum leikhúsbrellum. Julie Rowland Það fyrirbæri sem hefur vakið hvað mestu athyglina á Íslandi undanfarna daga er teknóhljómsveitin Hatari með umdeildri þátttöku sinni í Söngvakeppni Sjónvarpsins. En, söngvarinn Matthías Tryggvi Haraldsson er þó ekki með hugann við seinni umferð undanúrslita um helgina heldur er hann leikstjóri nýs íslensks leikrits sem frumsýnt verður í Iðnó á mánudaginn. Matthías Tryggvi vakti athygli í leikhúsgeiranum þegar verk hans Griðastaður fór á fjalirnar í Tjarnarbíó. Um er að ræða verkið Takk fyrir mig eftir Adolf Smára Unnarsson og að uppsetningunni stendur leikhópurinn Venjulegt íslenskt fólk.Klisjur og klækjabrögð Í tilkynningu segir að þar sé fjallað „með tortryggnum augum um venjulegt íslenskt fólk og setur venjulega íslenska hluti í afbakað samhengi, hvort sem um ræðir Dómínóspitsur og kóladrykki, pastelliti og borðdúka, sambandsafmæli og fótboltahjal, rasisma eða afmælispakka.“Þeir Matthías, Adolf Smári og Friðrik. Þeir eru nú að ganga frá uppsetningu sem frumsýnd verður á mánudagskvöld.Julie RowlandÞá segir að gert sé stólpagrín að musteri tungumálsins, leikhúsinu sjálfu, og er teflt fram klisjum og klækjabrögðum í því skyni, söng, dansi og öðrum leikhúsbrellum. Leikarar eru Vilhelm Neto, Júlíana Liborius, Fjölnir Gíslason og Hildur Ýr Jónsdóttir en þau eru leikaraefni frá leiklistarskólanum CISPA í Danmörku. Þá stígur tónskáldið Friðrik Margrétar- Guðmundsson einnig á svið og sest við flygilinn í pastellituðum jakka.Ruglaðasta sem Hatarinn hefur gert „Þetta er búið að vera magnað ferli. Ég hef hlegið mig máttlausan á hverjum einasta degi í margar vikur,“ er haft eftir Matthíasi í áðurnefndri tilkynningu: „Þetta er það ruglaðasta sem ég hef gert.“ Adolf Smári höfundur segist oft hafa svitnað „í lófanum yfir því hversu óvæginn hópurinn var í meðferð textans. Það var eins og ég, höfundurinn, væri dauður. Svo hef ég fylgst með persónunum lifna við á nýjan og óvæntan hátt sem er vissulega töfrandi upplifun.“ Og Friðrik tónskáld segir: „Oft skil ég ekki hvort ég sé leikari eða tónskáld í hópnum en við ákváðum snemma í ferlinu að nánast öll hljóðmyndin væri spiluð „live“ á hljóðfæri sem hentar glæsileika Iðnó, og þá meina ég að sjálfsögðu á glæsilegum flygli á miðju sviðinu.“ Leikhópurinn Venjulegt íslenskt fólk var stofnaður árið 2019. Hann samanstendur af mjög venjulegu fólki sem tekur að sér óvenjuleg verk, en um hann má lesa á vefnum www.venjulegtislensktfolk.com. Leikhús Menning Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Það fyrirbæri sem hefur vakið hvað mestu athyglina á Íslandi undanfarna daga er teknóhljómsveitin Hatari með umdeildri þátttöku sinni í Söngvakeppni Sjónvarpsins. En, söngvarinn Matthías Tryggvi Haraldsson er þó ekki með hugann við seinni umferð undanúrslita um helgina heldur er hann leikstjóri nýs íslensks leikrits sem frumsýnt verður í Iðnó á mánudaginn. Matthías Tryggvi vakti athygli í leikhúsgeiranum þegar verk hans Griðastaður fór á fjalirnar í Tjarnarbíó. Um er að ræða verkið Takk fyrir mig eftir Adolf Smára Unnarsson og að uppsetningunni stendur leikhópurinn Venjulegt íslenskt fólk.Klisjur og klækjabrögð Í tilkynningu segir að þar sé fjallað „með tortryggnum augum um venjulegt íslenskt fólk og setur venjulega íslenska hluti í afbakað samhengi, hvort sem um ræðir Dómínóspitsur og kóladrykki, pastelliti og borðdúka, sambandsafmæli og fótboltahjal, rasisma eða afmælispakka.“Þeir Matthías, Adolf Smári og Friðrik. Þeir eru nú að ganga frá uppsetningu sem frumsýnd verður á mánudagskvöld.Julie RowlandÞá segir að gert sé stólpagrín að musteri tungumálsins, leikhúsinu sjálfu, og er teflt fram klisjum og klækjabrögðum í því skyni, söng, dansi og öðrum leikhúsbrellum. Leikarar eru Vilhelm Neto, Júlíana Liborius, Fjölnir Gíslason og Hildur Ýr Jónsdóttir en þau eru leikaraefni frá leiklistarskólanum CISPA í Danmörku. Þá stígur tónskáldið Friðrik Margrétar- Guðmundsson einnig á svið og sest við flygilinn í pastellituðum jakka.Ruglaðasta sem Hatarinn hefur gert „Þetta er búið að vera magnað ferli. Ég hef hlegið mig máttlausan á hverjum einasta degi í margar vikur,“ er haft eftir Matthíasi í áðurnefndri tilkynningu: „Þetta er það ruglaðasta sem ég hef gert.“ Adolf Smári höfundur segist oft hafa svitnað „í lófanum yfir því hversu óvæginn hópurinn var í meðferð textans. Það var eins og ég, höfundurinn, væri dauður. Svo hef ég fylgst með persónunum lifna við á nýjan og óvæntan hátt sem er vissulega töfrandi upplifun.“ Og Friðrik tónskáld segir: „Oft skil ég ekki hvort ég sé leikari eða tónskáld í hópnum en við ákváðum snemma í ferlinu að nánast öll hljóðmyndin væri spiluð „live“ á hljóðfæri sem hentar glæsileika Iðnó, og þá meina ég að sjálfsögðu á glæsilegum flygli á miðju sviðinu.“ Leikhópurinn Venjulegt íslenskt fólk var stofnaður árið 2019. Hann samanstendur af mjög venjulegu fólki sem tekur að sér óvenjuleg verk, en um hann má lesa á vefnum www.venjulegtislensktfolk.com.
Leikhús Menning Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira