Hvorki Margrét Lára né nokkur önnur örugg með sæti í landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2019 14:30 Margrét Lára Viðarsdóttir er markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. vísir/getty Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, valdi í 23 leikmenn sem fara á hið árlega Algarve-mót í Portúgal þar sem mörg af bestum liðum heims koma saman. Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni fyrir áramót og stýrði liðinu til sigurs í fyrsta leik á móti Skotlandi í æfingaleik á La Manga í janúar en nú er það fyrsta stóra verkefnið. „Við áttum frábæra ferð til La Manga í janúar og vorum gríðarlega ánægð með þá ferð. Við spiluðum þar á móti Skotlandi og náðum að æfa vel fyrir þann leik. Þar kom hópurinn fyrst saman og við funduðum mikið,“ segir Jón Þór. „Við vorum mjög ánægðir með stemninguna í hópnum og hvernig hópurinn tók í allt saman. Stelpurnar æfðu líka vel. Það var fyrsta ferðin en þetta er fyrsta stóra verkefnið og er mikilvægt fyrir haustið. Við leggjum upp með það að halda áfram og fylgja eftir góðri ferð til La Manga.“ Íslenska liðið mætir Kanada og Skotlandi í riðlakeppninni á Algarve og fær svo leik um sæti þannig í heildina fær Jón Þór þrjá leiki til að leyfa öllum að spila og sjá hvaða leikmenn henta honum og hverjir ekki.Jón Þór Hauksson ásamt Ólafi Péturssyni, markvarðaþjálfara, á fundinum í dag.vísir/sigurjón„Við viljum halda áfram að þróa okkar leik ásamt því að prófa nýja hluti og spila á fleiri leikmönnum. Úti á La Manga spiluðum við bara einn leik með sex skiptingar en nú fáum við fleiri leiki og getum leyft fleirum að spila,“ segir hann. Landsliðsþjálfarinn kom á óvart með því að velja ekki Söndru Maríu Jessen í hópinn fyrir leikinn gegn Skotlandi en hún er inni núna. Að þessu sinni valdi hann ekki Fanndísi Friðriksdóttur sem var óánægð með að fara ekki með. Jón Þór tekur inn Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár vegna meiðsla en hann ætlar að sjá hvar hún stendur á þessu stigi fótboltans. Hún á ekki gefin farseðil í næsta hóp nema að hún standi sig vel þrátt fyrir allt sem hún hefur afrekað. „Að sjálfsögðu ekki. Það er ekkert gefið í þessu, hvorki með hana né nokkurn annan leikmann. Við erum að þróa okkar leik og okkar hóp. Við erum að skoða mikið af leikmönnum og það eru margir sem að fá tækifæri,“ segir Jón Þór. „Það er undir hverjum og einum leikmanni komið að sýna fram á það, að hann eigi heima í landsliðshópnum. Við erum bara spennt fyrir því að sjá það,“ segir Jón Þór Hauksson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Þór - Ekkert gefið í þessu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var fundur Jóns Þórs í Laugardalnum Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, valdi hópinn sem spilar á Algarve-mótinu lok febrúar. 15. febrúar 2019 12:45 Dagný og Margrét Lára snúa aftur í landsliðið Jón Þór Hauksson valdi hópinn fyrir Algarve-bikarinn. 15. febrúar 2019 13:00 Fanndís ósátt að fara ekki með til Algarve Fanndís Friðriksdóttir er ekki í landsliðshópnum sem fer á Algarve-mótið. 15. febrúar 2019 13:52 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, valdi í 23 leikmenn sem fara á hið árlega Algarve-mót í Portúgal þar sem mörg af bestum liðum heims koma saman. Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni fyrir áramót og stýrði liðinu til sigurs í fyrsta leik á móti Skotlandi í æfingaleik á La Manga í janúar en nú er það fyrsta stóra verkefnið. „Við áttum frábæra ferð til La Manga í janúar og vorum gríðarlega ánægð með þá ferð. Við spiluðum þar á móti Skotlandi og náðum að æfa vel fyrir þann leik. Þar kom hópurinn fyrst saman og við funduðum mikið,“ segir Jón Þór. „Við vorum mjög ánægðir með stemninguna í hópnum og hvernig hópurinn tók í allt saman. Stelpurnar æfðu líka vel. Það var fyrsta ferðin en þetta er fyrsta stóra verkefnið og er mikilvægt fyrir haustið. Við leggjum upp með það að halda áfram og fylgja eftir góðri ferð til La Manga.“ Íslenska liðið mætir Kanada og Skotlandi í riðlakeppninni á Algarve og fær svo leik um sæti þannig í heildina fær Jón Þór þrjá leiki til að leyfa öllum að spila og sjá hvaða leikmenn henta honum og hverjir ekki.Jón Þór Hauksson ásamt Ólafi Péturssyni, markvarðaþjálfara, á fundinum í dag.vísir/sigurjón„Við viljum halda áfram að þróa okkar leik ásamt því að prófa nýja hluti og spila á fleiri leikmönnum. Úti á La Manga spiluðum við bara einn leik með sex skiptingar en nú fáum við fleiri leiki og getum leyft fleirum að spila,“ segir hann. Landsliðsþjálfarinn kom á óvart með því að velja ekki Söndru Maríu Jessen í hópinn fyrir leikinn gegn Skotlandi en hún er inni núna. Að þessu sinni valdi hann ekki Fanndísi Friðriksdóttur sem var óánægð með að fara ekki með. Jón Þór tekur inn Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár vegna meiðsla en hann ætlar að sjá hvar hún stendur á þessu stigi fótboltans. Hún á ekki gefin farseðil í næsta hóp nema að hún standi sig vel þrátt fyrir allt sem hún hefur afrekað. „Að sjálfsögðu ekki. Það er ekkert gefið í þessu, hvorki með hana né nokkurn annan leikmann. Við erum að þróa okkar leik og okkar hóp. Við erum að skoða mikið af leikmönnum og það eru margir sem að fá tækifæri,“ segir Jón Þór. „Það er undir hverjum og einum leikmanni komið að sýna fram á það, að hann eigi heima í landsliðshópnum. Við erum bara spennt fyrir því að sjá það,“ segir Jón Þór Hauksson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Þór - Ekkert gefið í þessu
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var fundur Jóns Þórs í Laugardalnum Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, valdi hópinn sem spilar á Algarve-mótinu lok febrúar. 15. febrúar 2019 12:45 Dagný og Margrét Lára snúa aftur í landsliðið Jón Þór Hauksson valdi hópinn fyrir Algarve-bikarinn. 15. febrúar 2019 13:00 Fanndís ósátt að fara ekki með til Algarve Fanndís Friðriksdóttir er ekki í landsliðshópnum sem fer á Algarve-mótið. 15. febrúar 2019 13:52 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Svona var fundur Jóns Þórs í Laugardalnum Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, valdi hópinn sem spilar á Algarve-mótinu lok febrúar. 15. febrúar 2019 12:45
Dagný og Margrét Lára snúa aftur í landsliðið Jón Þór Hauksson valdi hópinn fyrir Algarve-bikarinn. 15. febrúar 2019 13:00
Fanndís ósátt að fara ekki með til Algarve Fanndís Friðriksdóttir er ekki í landsliðshópnum sem fer á Algarve-mótið. 15. febrúar 2019 13:52
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn