Heyrnarlausir flosna úr starfi því ríkið greiðir ekki atvinnutúlkun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. febrúar 2019 20:30 Formaður félags heyrnarlausra segir óskiljanlegt að hið opinbera skuli ekki bjóða upp á atvinnutúlkun fyrir heyrnarlausa hér á landi sem hafi verið gert annars staðar á Norðurlöndum áratugum saman. Stór hópur heyrnarlausra sem hefur menntað sig, og vill og getur unnið, flosni úr starfi vegna þessa og fari á örorkubætur. Þá sé erfitt fyrir heyrnarlausa að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þurfi að greiða fyrir túlkaþjónustuna. Atvinnutúlkun gerir heyrnarlausum kleift að fá túlk til dæmis á starfsmannafundi og viðburði tengda vinnu eða á endurmenntunarnámskeið en ríkið greiðir ekki fyrir slíka þjónustu til handa heyrnarlausum hér á landi. Aftur á móti er táknmálstúlkaþjónusta í framhaldsskólum og í Háskóla Íslands kostuð af ríkinu. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður félags heyrnarlausra, segir þetta hafa leitt til þess að heyrnalausir hafi dregist aftur úr eða jafnvel staðnað í starfi. Þá fækki þetta tækifærum fólksins á að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þarf sjálfur að greiða fyrir túlkaþjónustu. Félagið hafi lengi reynt að vekja athygli stjórnavalda á þessu en í dag er stór hluti félagsmanna á örorkubótum, hópur sem vill og getur verið á vinnumarkaði. „Þetta er stór mannauður af fólki sem að upplifir kulnun eða of mikla streytu í starfi til að takast á við þessar áskoranir í vinnunni,“ segir Heiðdís Dögg. Atvinnutúlkun hafi staðið heyrnarlausum til boð á öllum Norðurlöndunum í áratugi. Sjálf er Heiðdís menntaður hjúkrunarfræðingur og þekkir vandamálið að eigin raun. „Svo eru fleiri heyrnarlausir sem eru víða sem vilja fá endurmenntun eða taka þátt í fundum sem lenda í vandræðum útaf þessu. Þau staðna í raun á meðan annað starfsfólk fær miklu fleiri tækifæri,“ segir Heiðdís.Ríkið spari á því að greiða atvinnutúlkÁætlaður kostnaður til að uppfylla túlkaþörf fyrir heyrnarlausa á vinnumarkaði er um þrjátíu milljónir á ári samkvæmt útreikningum félagsins. Félagið hefur nú reiknað út hve mikið ríkið sparar ef fimmtíu heyrnarlausir fara af fullum bótum og að vinna fyrir 320.000 krónur á mánuði en það væru um 112 milljónir á ári, auk þess sem ríkið fengi 39 milljónir í skatttekjur af laununum. Samtals væri ávinningurinn því 122 milljónir. „Og þetta hefur áhrif á almennt geðheilbrigði hvort fólk eru virkir þjóðfélagsþegnar eða ekki. Ekki gott að vera loka sig af og vera á bótum,“ segir Heiðdís. Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Sjá meira
Formaður félags heyrnarlausra segir óskiljanlegt að hið opinbera skuli ekki bjóða upp á atvinnutúlkun fyrir heyrnarlausa hér á landi sem hafi verið gert annars staðar á Norðurlöndum áratugum saman. Stór hópur heyrnarlausra sem hefur menntað sig, og vill og getur unnið, flosni úr starfi vegna þessa og fari á örorkubætur. Þá sé erfitt fyrir heyrnarlausa að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þurfi að greiða fyrir túlkaþjónustuna. Atvinnutúlkun gerir heyrnarlausum kleift að fá túlk til dæmis á starfsmannafundi og viðburði tengda vinnu eða á endurmenntunarnámskeið en ríkið greiðir ekki fyrir slíka þjónustu til handa heyrnarlausum hér á landi. Aftur á móti er táknmálstúlkaþjónusta í framhaldsskólum og í Háskóla Íslands kostuð af ríkinu. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður félags heyrnarlausra, segir þetta hafa leitt til þess að heyrnalausir hafi dregist aftur úr eða jafnvel staðnað í starfi. Þá fækki þetta tækifærum fólksins á að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þarf sjálfur að greiða fyrir túlkaþjónustu. Félagið hafi lengi reynt að vekja athygli stjórnavalda á þessu en í dag er stór hluti félagsmanna á örorkubótum, hópur sem vill og getur verið á vinnumarkaði. „Þetta er stór mannauður af fólki sem að upplifir kulnun eða of mikla streytu í starfi til að takast á við þessar áskoranir í vinnunni,“ segir Heiðdís Dögg. Atvinnutúlkun hafi staðið heyrnarlausum til boð á öllum Norðurlöndunum í áratugi. Sjálf er Heiðdís menntaður hjúkrunarfræðingur og þekkir vandamálið að eigin raun. „Svo eru fleiri heyrnarlausir sem eru víða sem vilja fá endurmenntun eða taka þátt í fundum sem lenda í vandræðum útaf þessu. Þau staðna í raun á meðan annað starfsfólk fær miklu fleiri tækifæri,“ segir Heiðdís.Ríkið spari á því að greiða atvinnutúlkÁætlaður kostnaður til að uppfylla túlkaþörf fyrir heyrnarlausa á vinnumarkaði er um þrjátíu milljónir á ári samkvæmt útreikningum félagsins. Félagið hefur nú reiknað út hve mikið ríkið sparar ef fimmtíu heyrnarlausir fara af fullum bótum og að vinna fyrir 320.000 krónur á mánuði en það væru um 112 milljónir á ári, auk þess sem ríkið fengi 39 milljónir í skatttekjur af laununum. Samtals væri ávinningurinn því 122 milljónir. „Og þetta hefur áhrif á almennt geðheilbrigði hvort fólk eru virkir þjóðfélagsþegnar eða ekki. Ekki gott að vera loka sig af og vera á bótum,“ segir Heiðdís.
Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Sjá meira