Hafró telur veiðar á hrefnu og langreyðum ekki hafa haft neikvæð áhrif á stofnana Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2019 17:55 Nýleg skýrsla Hagfræðistofnun um hvalveiðar hefur verið umdeild. Vísir/Vilhelm Stofn hrefnu og stofn langreyðar eru í góðu ástandi og hafa veiðar undanfarinna áratuga ekki haft nein merkjanleg neikvæð áhrif á stofnana. Þetta kemur fram í minnisblaði Hafrannsóknastofnunar sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra óskaði eftir í kjölfar útkomu skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Óskaði ráðherra um áliti Hafrannsóknastofnunar á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallar niðurstöður sínar á. Skýrslan kom út þann 16. janúar síðastliðinn og kom þar fram að engin gögn bendi til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki væri að finna marktækar vísbendingar um að veiðarnar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Fjölmargir hafa gagnrýnt skýrsluna, meðal annars forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja og aðjúknt í líffræði við HÍ.Þörf á frekari rannsóknum á hvölum Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur er höfundur minnisblaðsins og segir ljóst að hvalir skipa veigamikið hlutverk í vistkerfi sjávar við landið og nauðsynlegt sé að rannsaka þá betur sem hluta af vistkerfisnálgun við stjórnun nýtingar auðlinda hafsins. Hann segir að hrefnu hafi fækkað mikið á grunnsævi við Ísland frá síðustu aldamótum. Bendi talningar ekki til að þar sé um að ræða minntun í stofnstærð hefur hafi útbreiðslan hnikast norður vegna fækkunar mikilvægra fæðutegunda (síli og loðna) að sumarlagi. Í minnisblaðinu segir að raunveiði undanfarinna ára hafi verið langt undir mörkum ráðgjafar Hafró um hvalveiðar sem nemur nú 217 hrefnum á ári og 161 langreyði. Í skýrslu Hagfræðistofnunar var einnig talað um að með því að auka veiðar á hvölum, og fjölga þeim hvalastofnum sem veiða má, sé þannig hægt að stækka aðra fiskistofna sem myndi leiða af sér ábata fyrir þjóðarbúið. Hvalveiðar Tengdar fréttir Langreyðar lentu í hættuflokki yrði farið að ráðum Hagfræðistofnunar Náttúrufræðistofnun bendir á að drepa þyrfti allt að 16.000 langreyðar til að ná þeirra aukningu í aflaverðmæti sem Hagfræðistofnun talar um að hægt væri að ná með veiðum á hvalnum. 23. janúar 2019 17:41 Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00 Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira
Stofn hrefnu og stofn langreyðar eru í góðu ástandi og hafa veiðar undanfarinna áratuga ekki haft nein merkjanleg neikvæð áhrif á stofnana. Þetta kemur fram í minnisblaði Hafrannsóknastofnunar sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra óskaði eftir í kjölfar útkomu skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Óskaði ráðherra um áliti Hafrannsóknastofnunar á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallar niðurstöður sínar á. Skýrslan kom út þann 16. janúar síðastliðinn og kom þar fram að engin gögn bendi til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki væri að finna marktækar vísbendingar um að veiðarnar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Fjölmargir hafa gagnrýnt skýrsluna, meðal annars forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja og aðjúknt í líffræði við HÍ.Þörf á frekari rannsóknum á hvölum Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur er höfundur minnisblaðsins og segir ljóst að hvalir skipa veigamikið hlutverk í vistkerfi sjávar við landið og nauðsynlegt sé að rannsaka þá betur sem hluta af vistkerfisnálgun við stjórnun nýtingar auðlinda hafsins. Hann segir að hrefnu hafi fækkað mikið á grunnsævi við Ísland frá síðustu aldamótum. Bendi talningar ekki til að þar sé um að ræða minntun í stofnstærð hefur hafi útbreiðslan hnikast norður vegna fækkunar mikilvægra fæðutegunda (síli og loðna) að sumarlagi. Í minnisblaðinu segir að raunveiði undanfarinna ára hafi verið langt undir mörkum ráðgjafar Hafró um hvalveiðar sem nemur nú 217 hrefnum á ári og 161 langreyði. Í skýrslu Hagfræðistofnunar var einnig talað um að með því að auka veiðar á hvölum, og fjölga þeim hvalastofnum sem veiða má, sé þannig hægt að stækka aðra fiskistofna sem myndi leiða af sér ábata fyrir þjóðarbúið.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Langreyðar lentu í hættuflokki yrði farið að ráðum Hagfræðistofnunar Náttúrufræðistofnun bendir á að drepa þyrfti allt að 16.000 langreyðar til að ná þeirra aukningu í aflaverðmæti sem Hagfræðistofnun talar um að hægt væri að ná með veiðum á hvalnum. 23. janúar 2019 17:41 Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00 Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira
Langreyðar lentu í hættuflokki yrði farið að ráðum Hagfræðistofnunar Náttúrufræðistofnun bendir á að drepa þyrfti allt að 16.000 langreyðar til að ná þeirra aukningu í aflaverðmæti sem Hagfræðistofnun talar um að hægt væri að ná með veiðum á hvalnum. 23. janúar 2019 17:41
Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00
Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04