Mál Rúmena sé eitt það umfangsmesta á íslenskum vinnumarkaði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. febrúar 2019 19:00 Framkvæmdastjóri Eflingar segir stærsta hluta máls rúmenskra verkamanna snúa að því að sanna að þeir hafi verið beittir nauðung, með því að sýna fram á að þeir hafa verið algjörlega uppá atvinnurekenda komnir, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Svo umfangsmikil mál séu fátíð á íslenskum vinnumarkaði. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn vegna málsins í dag. Undanfarið hafa eftirlitsstofnanir rannsakað mál þar sem grunur leikur á að fjöldi Rúmena hafi veriðí nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Mennirnir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og bjuggu mjög þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði í Kópavogi og borguðu hátt leigverð, sem dregið var af launum þeirra. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn í dag vegna málsins til að ræða næstu skref. Nú er Reykjavíkurborg einnig komin í málið, en þar sem ekki er hægt að hafa lögheimili skráð í atvinnuhúsnæði voru allir mennirnir sem skráð lögheimili í húsi í miðbæ Reykjavíkur. Á fundinum var ákveðið að Kópavogsbær myndi útvega mönnunum húsnæði í viku í viðbót en borgin tæki svo við.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins EflingarVísir/Stöð 2Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir stærsta hluta málsins snúa aðþví að sanna að nauðung. Grunur sé um að brotið hafi verið á fólkinu langt umfram hefðbundin launasvik. „Það er ekki að ástæðulausu að mansalsteymi hafi verið kallað saman til að fjalla um þetta mál. Þetta er óeðlilegt hvernig menn virðast vera beittir þvingunum um að vera hent út úr húsnæði sínu og annað,“ segir Viðar. Það séu þessi tengsl milli ráðningarsambandsins og húsnæðis sem geti skapað nauðung. Mennirnir komi hingað til lands og séu algjörlega á framfæri atvinnurekanda, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Viðar segir að Efling fari fram á það í kröfugerð sinni að settar verði takmarkanir á umrædd tengsl. Þá sé þess einnig krafist að sett verði inn sektarákvæði svo að hægt verði að sekta aðila sem ítrekað svíki menn um laun. „Ef ekki svíkja þau um laun þá finna einhverjar aðrar nýstárlegri leiðir til að kúga fólk,“ segir Viðar og bætir við að forsvarsmenn starfsmannaleigunnar Menn í vinnu hafi áður verið með starfsmannaleigu sem hét Verkleigan og segir hann ástæðu þess að fyrirtækið hafi farið í gjaldþrot vera áttatíu launakröfur Eflingar á hendur því á síðara ári. Viðar segir mál af þessum toga fátíð á íslenskum vinnumarkaði. „Við höfum vissulega farið með svona mál fyrir dóm og unnið þau en að sjá þetta á þessum skala þar sem þetta er útgerð þar sem tugir manna eru fluttir til landsins trekk í trekk er eitthvað sem kallar á viðeigandi aðgerðir,“ segir Viðar. Vinnumarkaður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir stærsta hluta máls rúmenskra verkamanna snúa að því að sanna að þeir hafi verið beittir nauðung, með því að sýna fram á að þeir hafa verið algjörlega uppá atvinnurekenda komnir, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Svo umfangsmikil mál séu fátíð á íslenskum vinnumarkaði. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn vegna málsins í dag. Undanfarið hafa eftirlitsstofnanir rannsakað mál þar sem grunur leikur á að fjöldi Rúmena hafi veriðí nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Mennirnir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og bjuggu mjög þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði í Kópavogi og borguðu hátt leigverð, sem dregið var af launum þeirra. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn í dag vegna málsins til að ræða næstu skref. Nú er Reykjavíkurborg einnig komin í málið, en þar sem ekki er hægt að hafa lögheimili skráð í atvinnuhúsnæði voru allir mennirnir sem skráð lögheimili í húsi í miðbæ Reykjavíkur. Á fundinum var ákveðið að Kópavogsbær myndi útvega mönnunum húsnæði í viku í viðbót en borgin tæki svo við.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins EflingarVísir/Stöð 2Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir stærsta hluta málsins snúa aðþví að sanna að nauðung. Grunur sé um að brotið hafi verið á fólkinu langt umfram hefðbundin launasvik. „Það er ekki að ástæðulausu að mansalsteymi hafi verið kallað saman til að fjalla um þetta mál. Þetta er óeðlilegt hvernig menn virðast vera beittir þvingunum um að vera hent út úr húsnæði sínu og annað,“ segir Viðar. Það séu þessi tengsl milli ráðningarsambandsins og húsnæðis sem geti skapað nauðung. Mennirnir komi hingað til lands og séu algjörlega á framfæri atvinnurekanda, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Viðar segir að Efling fari fram á það í kröfugerð sinni að settar verði takmarkanir á umrædd tengsl. Þá sé þess einnig krafist að sett verði inn sektarákvæði svo að hægt verði að sekta aðila sem ítrekað svíki menn um laun. „Ef ekki svíkja þau um laun þá finna einhverjar aðrar nýstárlegri leiðir til að kúga fólk,“ segir Viðar og bætir við að forsvarsmenn starfsmannaleigunnar Menn í vinnu hafi áður verið með starfsmannaleigu sem hét Verkleigan og segir hann ástæðu þess að fyrirtækið hafi farið í gjaldþrot vera áttatíu launakröfur Eflingar á hendur því á síðara ári. Viðar segir mál af þessum toga fátíð á íslenskum vinnumarkaði. „Við höfum vissulega farið með svona mál fyrir dóm og unnið þau en að sjá þetta á þessum skala þar sem þetta er útgerð þar sem tugir manna eru fluttir til landsins trekk í trekk er eitthvað sem kallar á viðeigandi aðgerðir,“ segir Viðar.
Vinnumarkaður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira