Hvetur fólk til að minnast Hauks með því að mæta í héraðsdóm Frosti Logason skrifar 18. febrúar 2019 20:31 Eva Hauksdóttir, laganemi og samfélagsrýnir, ræddi um það sem hún kallar glæpavæðingu mannréttindabaráttu í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Þar var Evu ofarlega í huga dómsmál sem tekið verður fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. mars næstkomandi. Tvær konur, þær Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir, hafa þar verið ákærðar fyrir að mótmæla því sem Eva vill meina að hafi verið ólögleg brottvísun flóttamanns frá Nígeríu. Að sögn Evu var aðferð þeirra fullkomlega friðsamleg og skapaði enga hættu. „Þær stóðu upp, í flugvél sem var að undirbúa flugtak og sögðu farþegum frá því að í vélinni væri flóttamaður sem væri verið að vísa úr landi án þess að hafa fengið réttláta málsmeðferð. Þær hvöttu fólk til þess að standa upp til að tefja brottför vélarinnar og voru handteknar í kjölfarið.“ Eva segir mál þeirra Jórunnar og Freyju kallast á við annað mál sem sonur hennar Haukur Hilmarsson átti aðild að fyrir rúmum tíu árum síðan. Þá röskuðu þeir Jason Slade og Haukur flugáætlun vélar sem hafði innanborðs pólitíska flóttamanninn Paul Ramses. Þetta flugbrautarhlaup, að sögn Evu, markaði í raun upphafið á raunverulegri baráttu fyrir réttindum flóttafólks á Íslandi. Flóttamaðurinn var þrátt fyrir þetta sendur til Ítalíu en í kjölfarið héldu Birgitta Jónsdóttir og Hörður Torfason hvern mótmælafundinn á fætur öðrum. Að lokum var Paul Ramses leyft að koma aftur til Íslands og hér er hann enn. Ekki vegna þess að ríkisvaldið hafi hlustað á Jason og Hauk, segir Eva, heldur vegna þess að hann átti fullan rétt á því og almenningur hafi gert sér grein fyrir því. Jason og Haukur fengu engu að síður dóma fyrir brot sín en þeir voru að lokum mildaðir og síðar ekki framfylgt. Þeir sem standa upp til að hjálpa er refsaðPaul Ramses með syni sínum Fídel Smára og eiginkonunni Rosmary Odhiambo.Eva segir að þetta séu ekki einu dæmin um þegar baráttufólki fyrir mannréttindum er refsað fyrir þá baráttu. Hún bendir á að fólk eins og Haukur sonur hennar, sem fór til Mið-Austurlanda til að berjast gegn íslamska ríkinu, sé sótt til saka í Evrópu þegar það snýr aftur heim. Hún furðar sig á að ríki Evrópu skuli ekki frekar sýna samstöðu með hinum kúguðu Kúrdum sem samkvæmt ályktun Sameinuðu þjóðanna hafa sætt að hluta til þjóðarmorði og alls kyns mannréttindabrotum. „Haukur sonur minn fór til Sýrlands og barðist þar með hersveitum Kúrda gegn íslamska ríkinu og síðar gegn Tyrklandi. Hann er drepinn í ólögmætri árás Tyrkja á Afrín og það er nú alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að Tyrkir hafi brotið verulega gegn Kúrdum.“ Hvetur til samstöðu í HéraðsdómiFyrstu fregnir af falli Hauks í Sýrlandi bárust þann 6. mars í fyrra.Áhugavert er að Jórunni og Freyju var birt ákæra vegna aðgerða þeirra sama dag og Elin Erson var ákærð í Svíþjóð. Elin Erson er ákærð fyrir mjög sambærilegt mál þar í landi. Aðalmeðferð í máli Jórunnar Eddu og Ragnheiðar Freyju hefst 6. mars næstkomandi. Það er nákvæmlega ári eftir að Eva og fjölskylda hennar fengu fyrst fréttirnar um að Hauks væri saknað. „Ég hef ekki trú á því að þessar dagsetningar séu helber tilviljun. Ég held hreinlega að þarna hafi verið tekin ákvörðun um að senda einhverskonar skilaboð til þeirra sem sýna flóttafólki samstöðu. Ég ætla ekki að fullyrða það, en finnst þér þetta ekki svolítið skrýtið?“ Stungið hefur verið upp á því að haldin verði einhvers konar minningarathöfn um Hauk Hilmarsson þann 6. mars næstkomandi en Eva og vinir Hauks ákváðu þó að frekar skyldi haldin ráðstefna um hvítasunnuhelgina sem nánar verður auglýst síðar. „En ef fólk vill nota þessa dagsetningu, 6. mars, til þess að minnast Hauks með hætti sem hann hefði kunnað að meta, þá sting ég upp á því fólk fari niður í Héraðsdóm og sýni þeim Jórunni og Freyju samstöðu,“ segir Eva Hauksdóttir að lokum. Mest lesið Mumford And Sons hættir? Harmageddon Skírður í höfuðið á hljómsveitinni Þeyr Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Kempur teknar inn í Frægðarhöllina Harmageddon Högni í Hjaltalín: Fimm bestu Nu Metal-smellirnir Harmageddon Sannleikurinn: Landsþekktir stjórnmálamenn verða á FM957 í vetur Harmageddon Samstarfið ber ávöxt Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon Rassgatið á engu glennir sig - myndband Harmageddon Chicane heillaðist af Vigri í frakklandi Harmageddon
Eva Hauksdóttir, laganemi og samfélagsrýnir, ræddi um það sem hún kallar glæpavæðingu mannréttindabaráttu í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Þar var Evu ofarlega í huga dómsmál sem tekið verður fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. mars næstkomandi. Tvær konur, þær Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir, hafa þar verið ákærðar fyrir að mótmæla því sem Eva vill meina að hafi verið ólögleg brottvísun flóttamanns frá Nígeríu. Að sögn Evu var aðferð þeirra fullkomlega friðsamleg og skapaði enga hættu. „Þær stóðu upp, í flugvél sem var að undirbúa flugtak og sögðu farþegum frá því að í vélinni væri flóttamaður sem væri verið að vísa úr landi án þess að hafa fengið réttláta málsmeðferð. Þær hvöttu fólk til þess að standa upp til að tefja brottför vélarinnar og voru handteknar í kjölfarið.“ Eva segir mál þeirra Jórunnar og Freyju kallast á við annað mál sem sonur hennar Haukur Hilmarsson átti aðild að fyrir rúmum tíu árum síðan. Þá röskuðu þeir Jason Slade og Haukur flugáætlun vélar sem hafði innanborðs pólitíska flóttamanninn Paul Ramses. Þetta flugbrautarhlaup, að sögn Evu, markaði í raun upphafið á raunverulegri baráttu fyrir réttindum flóttafólks á Íslandi. Flóttamaðurinn var þrátt fyrir þetta sendur til Ítalíu en í kjölfarið héldu Birgitta Jónsdóttir og Hörður Torfason hvern mótmælafundinn á fætur öðrum. Að lokum var Paul Ramses leyft að koma aftur til Íslands og hér er hann enn. Ekki vegna þess að ríkisvaldið hafi hlustað á Jason og Hauk, segir Eva, heldur vegna þess að hann átti fullan rétt á því og almenningur hafi gert sér grein fyrir því. Jason og Haukur fengu engu að síður dóma fyrir brot sín en þeir voru að lokum mildaðir og síðar ekki framfylgt. Þeir sem standa upp til að hjálpa er refsaðPaul Ramses með syni sínum Fídel Smára og eiginkonunni Rosmary Odhiambo.Eva segir að þetta séu ekki einu dæmin um þegar baráttufólki fyrir mannréttindum er refsað fyrir þá baráttu. Hún bendir á að fólk eins og Haukur sonur hennar, sem fór til Mið-Austurlanda til að berjast gegn íslamska ríkinu, sé sótt til saka í Evrópu þegar það snýr aftur heim. Hún furðar sig á að ríki Evrópu skuli ekki frekar sýna samstöðu með hinum kúguðu Kúrdum sem samkvæmt ályktun Sameinuðu þjóðanna hafa sætt að hluta til þjóðarmorði og alls kyns mannréttindabrotum. „Haukur sonur minn fór til Sýrlands og barðist þar með hersveitum Kúrda gegn íslamska ríkinu og síðar gegn Tyrklandi. Hann er drepinn í ólögmætri árás Tyrkja á Afrín og það er nú alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að Tyrkir hafi brotið verulega gegn Kúrdum.“ Hvetur til samstöðu í HéraðsdómiFyrstu fregnir af falli Hauks í Sýrlandi bárust þann 6. mars í fyrra.Áhugavert er að Jórunni og Freyju var birt ákæra vegna aðgerða þeirra sama dag og Elin Erson var ákærð í Svíþjóð. Elin Erson er ákærð fyrir mjög sambærilegt mál þar í landi. Aðalmeðferð í máli Jórunnar Eddu og Ragnheiðar Freyju hefst 6. mars næstkomandi. Það er nákvæmlega ári eftir að Eva og fjölskylda hennar fengu fyrst fréttirnar um að Hauks væri saknað. „Ég hef ekki trú á því að þessar dagsetningar séu helber tilviljun. Ég held hreinlega að þarna hafi verið tekin ákvörðun um að senda einhverskonar skilaboð til þeirra sem sýna flóttafólki samstöðu. Ég ætla ekki að fullyrða það, en finnst þér þetta ekki svolítið skrýtið?“ Stungið hefur verið upp á því að haldin verði einhvers konar minningarathöfn um Hauk Hilmarsson þann 6. mars næstkomandi en Eva og vinir Hauks ákváðu þó að frekar skyldi haldin ráðstefna um hvítasunnuhelgina sem nánar verður auglýst síðar. „En ef fólk vill nota þessa dagsetningu, 6. mars, til þess að minnast Hauks með hætti sem hann hefði kunnað að meta, þá sting ég upp á því fólk fari niður í Héraðsdóm og sýni þeim Jórunni og Freyju samstöðu,“ segir Eva Hauksdóttir að lokum.
Mest lesið Mumford And Sons hættir? Harmageddon Skírður í höfuðið á hljómsveitinni Þeyr Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Kempur teknar inn í Frægðarhöllina Harmageddon Högni í Hjaltalín: Fimm bestu Nu Metal-smellirnir Harmageddon Sannleikurinn: Landsþekktir stjórnmálamenn verða á FM957 í vetur Harmageddon Samstarfið ber ávöxt Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon Rassgatið á engu glennir sig - myndband Harmageddon Chicane heillaðist af Vigri í frakklandi Harmageddon