Tækifæri Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. febrúar 2019 07:00 Fimmtán ára löngum leiðangri könnunarfarsins Opportunity á rauðu plánetunni Mars lauk með formlegum hætti á þriðjudaginn í síðustu viku. Vísindamenn á Jörðu niðri höfðu reynt mánuðum saman að vekja geimfarið litla úr dvala sínum, en án árangurs. Og nú, þegar harðneskjulegir vetrarmánuðir Mars eru á næsta leiti, er ljóst að Opportunity hefur valið sér sinn hinsta dvalarstað. Afrek Opportunity-verkefnisins eru slík að ómögulegt er að tíunda þau í stuttum pistli sem þessum. En, í stuttu máli má segja að þetta litla geimfar hefur á undanförnum árum bylt hugmyndum okkar um Mars og varpað nýju ljósi á aðstæður þar í dag og einnig hvernig þær voru eitt sinn. Þökk sé Opportunity vitum við til að mynda að vatn í vökvaformi var eitt sinn á Mars og að aðstæður voru lífvænlegar fyrir örverur. Opportunity og aðrir sambærilegir leiðangrar sem mannkyn hefur annað hvort farið sjálft eða útvistað til vélrænna framlenginga á sér eru án undantekninga vitnisburður um stórkostlega tæknilega getu tegundarinnar okkar. En um leið vekja þessi verkefni aðrar hugmyndir og tilfinningar sem eru okkur „nútímafólkinu“ að mörgu leyti framandi, enda aðeins rúm 50 ár síðan geimkönnun hófst í þeirri mynd sem við þekkjum hana í dag. Þó svo að Íslendingar hafi sannarlega átt sína fulltrúa í geimkönnun síðustu áratuga, þá er staðreyndin sú að Ísland hefur staðið á hliðarlínunni á meðan aðrar þjóðir hafa tekið höndum saman um könnun alheimsins. Þetta er synd og skömm, enda hafa íslenskir vísindamenn margsannað það að þeir eiga erindi í þá fylkingu er skipar framvarðarsveit vísindalegrar þekkingar. Auðvelt er að kveða niður raddir efasemdarmanna sem sjá lítinn tilgang í vísindavinnu sem þessari. Nægir að vísa í þann óumdeilda ávinning sem felst í geimkönnun og þeirri nýsköpun sem hún krefst. Annar ávinningur af geimkönnun og -vísindum snertir menningu okkar og það hvernig djörf vísindi eiga það til að blása okkur eldmóð í brjóst. Nægir að nefna Opportunity og aðra sambærilegra leiðangra. Þetta eru verkefni sem hjálpa okkur að fræðast um stað okkar í alheiminum og svara grundvallarspurningum um tilvist okkar, tilurð og framtíð. Verðmætin sem fólgin eru í slíkri þekkingu verða ekki metin til fjár. Auðvelt skref til að hjálpa íslenskum vísindamönnum að gera sig enn frekar gildandi í þessum fræðum er aðild að Geimferðastofnun Evrópu (ESA). Eftir skjóta afgreiðslu á Alþingi árið 2016 var þingsályktunartillaga þess efnis að sú aðild yrði könnuð samþykkt nær einróma. Lítið hefur heyrst af málinu síðan þá. Markviss skref í átt að frekari þátttöku Íslands í geimvísindum eru nauðsynleg. Geimkönnun er ekki sú draumahöll sem hún eitt sinn var, heldur málefni sem snerta með beinum hætti komandi kynslóðir og hagsmuni þeirra. Það væru mikil mistök að leggjast ekki á eitt með nágrönnum okkar um að virkja tækifærin sem leynast milli stjarnanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Fimmtán ára löngum leiðangri könnunarfarsins Opportunity á rauðu plánetunni Mars lauk með formlegum hætti á þriðjudaginn í síðustu viku. Vísindamenn á Jörðu niðri höfðu reynt mánuðum saman að vekja geimfarið litla úr dvala sínum, en án árangurs. Og nú, þegar harðneskjulegir vetrarmánuðir Mars eru á næsta leiti, er ljóst að Opportunity hefur valið sér sinn hinsta dvalarstað. Afrek Opportunity-verkefnisins eru slík að ómögulegt er að tíunda þau í stuttum pistli sem þessum. En, í stuttu máli má segja að þetta litla geimfar hefur á undanförnum árum bylt hugmyndum okkar um Mars og varpað nýju ljósi á aðstæður þar í dag og einnig hvernig þær voru eitt sinn. Þökk sé Opportunity vitum við til að mynda að vatn í vökvaformi var eitt sinn á Mars og að aðstæður voru lífvænlegar fyrir örverur. Opportunity og aðrir sambærilegir leiðangrar sem mannkyn hefur annað hvort farið sjálft eða útvistað til vélrænna framlenginga á sér eru án undantekninga vitnisburður um stórkostlega tæknilega getu tegundarinnar okkar. En um leið vekja þessi verkefni aðrar hugmyndir og tilfinningar sem eru okkur „nútímafólkinu“ að mörgu leyti framandi, enda aðeins rúm 50 ár síðan geimkönnun hófst í þeirri mynd sem við þekkjum hana í dag. Þó svo að Íslendingar hafi sannarlega átt sína fulltrúa í geimkönnun síðustu áratuga, þá er staðreyndin sú að Ísland hefur staðið á hliðarlínunni á meðan aðrar þjóðir hafa tekið höndum saman um könnun alheimsins. Þetta er synd og skömm, enda hafa íslenskir vísindamenn margsannað það að þeir eiga erindi í þá fylkingu er skipar framvarðarsveit vísindalegrar þekkingar. Auðvelt er að kveða niður raddir efasemdarmanna sem sjá lítinn tilgang í vísindavinnu sem þessari. Nægir að vísa í þann óumdeilda ávinning sem felst í geimkönnun og þeirri nýsköpun sem hún krefst. Annar ávinningur af geimkönnun og -vísindum snertir menningu okkar og það hvernig djörf vísindi eiga það til að blása okkur eldmóð í brjóst. Nægir að nefna Opportunity og aðra sambærilegra leiðangra. Þetta eru verkefni sem hjálpa okkur að fræðast um stað okkar í alheiminum og svara grundvallarspurningum um tilvist okkar, tilurð og framtíð. Verðmætin sem fólgin eru í slíkri þekkingu verða ekki metin til fjár. Auðvelt skref til að hjálpa íslenskum vísindamönnum að gera sig enn frekar gildandi í þessum fræðum er aðild að Geimferðastofnun Evrópu (ESA). Eftir skjóta afgreiðslu á Alþingi árið 2016 var þingsályktunartillaga þess efnis að sú aðild yrði könnuð samþykkt nær einróma. Lítið hefur heyrst af málinu síðan þá. Markviss skref í átt að frekari þátttöku Íslands í geimvísindum eru nauðsynleg. Geimkönnun er ekki sú draumahöll sem hún eitt sinn var, heldur málefni sem snerta með beinum hætti komandi kynslóðir og hagsmuni þeirra. Það væru mikil mistök að leggjast ekki á eitt með nágrönnum okkar um að virkja tækifærin sem leynast milli stjarnanna.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun