Tómas Ingi: Þetta var eiginlega síðasta stoppustöð Anton Ingi Leifsson skrifar 19. febrúar 2019 22:30 Tómas Ingi Tómasson, knattspyrnuþjálfari og fyrrum leikmaður, er á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð á mjöðm í Þýskalandi í mánuðinum. Tómas hefur farið í fjórar aðgerðir á mjöðm á síðustu árum og var í yfir 200 daga á sjúkrahúsi á síðasta ári en fimmta aðgerðin var framkvæmd í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Þetta hófst allt með mjaðmaraðgerð sem misheppnaðist árið 2015 en hann hefur rætt við Stöð 2 um erfiðleikina. Hann var svo í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld um fimmtu aðgerðina. „Miðað við allt sem er búið að skera frá í fyrri aðgerðum þá held ég að þetta hafi tekist mjög vel,“ sagði Tómas Ingi í viðtali við Arnar Björnsson en Tómas er staddur í Hamburg. „Það er ekki endalaust hægt að opna menn og reyna upp á nýtt þannig að þetta var eiginlega síðasta stoppustöð. Maður var hræddur fyrir aðgerðina en ég vissi að ég væri í höndum bestu lækna í heimi.“ „Það er eins og að fara úr minni deild í Meistaradeildina að koma hingað og ég er ótrúlega glaður að ég sjái möguleika á því að ganga aftur. Að ég sé ekki bundinn hjólastól eða á hækjum eða bundinn öðru hjálpartæki.“ Tómas Ingi segir að það taki að lágmarki eitt og hálft ár að koma sér aftur á fætur en hann er bjartsýnni nú en áður. „Þeir segja að þetta taki lágmark átján mánaði að ná þeim vöðvastyrk sem ég var með fyrir,“ en fjögur ár eru langur tími:„Andlega heilsan hefur farið hrikalega langt niður.“ Hann reiknar með því að fara út af sjúkrahúsinu í Þýskalandi um miðjan mars mánuð og þá bíður hans stórt verkefni. „Þá bíður mín rosalega stórt verkefni að endurhæfa sjálfan mig og reyna að bæta á mig vöðvum til þess að halda mér gangandi. Maður sér í endamarkið í þessari baráttu og að maður geti labbað aftur. Það var ekki öruggt er ég fór hingað inn.“ Margir hafa stutt við bakið á Tómasi í baráttunni og hann er rosalega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið. „Númer eitt, tvö og þrjú er það konan mín, Helga Lund, sem hefur verið minn klettur. Einnig hefur fjölskyldan staðið þétt við bakið á mér og svo á ég ofboðslega góða vini. Það að gamlir fótboltafélagar og fullt af fólki sem maður hefur snert í lífinu komi svona sterkt inn í þetta ferli hjá mér hefur verið hvatning fyrir mig. Ég er ævinlega þakklátur því fólki.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga Tómasson í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalegt erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. 7. desember 2018 19:15 AGF með söfnun fyrir Tómas Inga í Danmörku Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi á einnig góða að í Danmörku. 7. desember 2018 14:00 Gamlir liðsfélagar Tómasar Inga í AGF söfnuðu einni milljón króna Fyrrverandi samherjar Tómasar Inga og fleiri í kringum Árósafélagið vildu styðja við bakið á sínum manni. 12. desember 2018 10:59 Eiður Smári fór illa með Hjörvar í Tommaleiknum Í gær fór fram góðgerðaleikur milli landsliðs Eyjólfs Sverrissonar og pressuliðs Rúnars Kristinssonar en liðin mættust í Egilshöllinni. 10. desember 2018 23:15 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, knattspyrnuþjálfari og fyrrum leikmaður, er á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð á mjöðm í Þýskalandi í mánuðinum. Tómas hefur farið í fjórar aðgerðir á mjöðm á síðustu árum og var í yfir 200 daga á sjúkrahúsi á síðasta ári en fimmta aðgerðin var framkvæmd í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Þetta hófst allt með mjaðmaraðgerð sem misheppnaðist árið 2015 en hann hefur rætt við Stöð 2 um erfiðleikina. Hann var svo í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld um fimmtu aðgerðina. „Miðað við allt sem er búið að skera frá í fyrri aðgerðum þá held ég að þetta hafi tekist mjög vel,“ sagði Tómas Ingi í viðtali við Arnar Björnsson en Tómas er staddur í Hamburg. „Það er ekki endalaust hægt að opna menn og reyna upp á nýtt þannig að þetta var eiginlega síðasta stoppustöð. Maður var hræddur fyrir aðgerðina en ég vissi að ég væri í höndum bestu lækna í heimi.“ „Það er eins og að fara úr minni deild í Meistaradeildina að koma hingað og ég er ótrúlega glaður að ég sjái möguleika á því að ganga aftur. Að ég sé ekki bundinn hjólastól eða á hækjum eða bundinn öðru hjálpartæki.“ Tómas Ingi segir að það taki að lágmarki eitt og hálft ár að koma sér aftur á fætur en hann er bjartsýnni nú en áður. „Þeir segja að þetta taki lágmark átján mánaði að ná þeim vöðvastyrk sem ég var með fyrir,“ en fjögur ár eru langur tími:„Andlega heilsan hefur farið hrikalega langt niður.“ Hann reiknar með því að fara út af sjúkrahúsinu í Þýskalandi um miðjan mars mánuð og þá bíður hans stórt verkefni. „Þá bíður mín rosalega stórt verkefni að endurhæfa sjálfan mig og reyna að bæta á mig vöðvum til þess að halda mér gangandi. Maður sér í endamarkið í þessari baráttu og að maður geti labbað aftur. Það var ekki öruggt er ég fór hingað inn.“ Margir hafa stutt við bakið á Tómasi í baráttunni og hann er rosalega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið. „Númer eitt, tvö og þrjú er það konan mín, Helga Lund, sem hefur verið minn klettur. Einnig hefur fjölskyldan staðið þétt við bakið á mér og svo á ég ofboðslega góða vini. Það að gamlir fótboltafélagar og fullt af fólki sem maður hefur snert í lífinu komi svona sterkt inn í þetta ferli hjá mér hefur verið hvatning fyrir mig. Ég er ævinlega þakklátur því fólki.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga Tómasson í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalegt erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. 7. desember 2018 19:15 AGF með söfnun fyrir Tómas Inga í Danmörku Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi á einnig góða að í Danmörku. 7. desember 2018 14:00 Gamlir liðsfélagar Tómasar Inga í AGF söfnuðu einni milljón króna Fyrrverandi samherjar Tómasar Inga og fleiri í kringum Árósafélagið vildu styðja við bakið á sínum manni. 12. desember 2018 10:59 Eiður Smári fór illa með Hjörvar í Tommaleiknum Í gær fór fram góðgerðaleikur milli landsliðs Eyjólfs Sverrissonar og pressuliðs Rúnars Kristinssonar en liðin mættust í Egilshöllinni. 10. desember 2018 23:15 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Sjá meira
Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga Tómasson í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalegt erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. 7. desember 2018 19:15
AGF með söfnun fyrir Tómas Inga í Danmörku Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi á einnig góða að í Danmörku. 7. desember 2018 14:00
Gamlir liðsfélagar Tómasar Inga í AGF söfnuðu einni milljón króna Fyrrverandi samherjar Tómasar Inga og fleiri í kringum Árósafélagið vildu styðja við bakið á sínum manni. 12. desember 2018 10:59
Eiður Smári fór illa með Hjörvar í Tommaleiknum Í gær fór fram góðgerðaleikur milli landsliðs Eyjólfs Sverrissonar og pressuliðs Rúnars Kristinssonar en liðin mættust í Egilshöllinni. 10. desember 2018 23:15