Ellý sagði hágrátandi já og norðurljósin dönsuðu á himni Stefán Árni Pálsson skrifar 1. febrúar 2019 09:12 Ellý og Hlynur eru hamingjusöm saman. Fjölmiðla- og listakonan Ellý Ármannsdóttir og Hlynur Jakobsson eigandi veitingarstaðarins Hornið eru trúlofuð en Hlynur greindi frá því á Facebook í gærkvöldi og skrifaði þá eins og lög gera ráð fyrir: „Hún sagði JÁ“. Hlynur birti einnig mynd af tveimur fallegum hringjum sem komnir voru upp.Hlynur hafði verið utan við sig Ellý hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu með því að mála og teikna myndir sem hafa verið að vekja mikla athygli. Ellý og Hlynur fóru að vera saman snemma á síðasta ári og hefur ástin blómstrað hjá parinu síðan. Ellý lýsir gærkvöldinu sem því besta á lífsleiðinni, sem er djúpt í árinni tekið því Ellý hefur lifað ævintýralegu og viðburðaríku lífi og birtir hún fallegt norðurljósamyndband á Instagram í leiðinni.Jakob pabbi Hlyns, Hlynur, Ellý, Ólöf systir Hlyns og Jósi maður hennar Ólafar á Menningarnótt í fyrra eftir að þau hlupu 10 km.„Hlynur var búinn að vera eitthvað utan við sig síðustu daga en mig grunaði ekki að hann myndi biðja mín,“ segir Ellý og reynir ekki að leyna ánægju sinni og hamingju í samtali við fréttastofuna.Samdi sérstakt bónorðslag „Gærdagurinn var dagurinn sem við kynntumst fyrir nákvæmlega einu ári og þér að segja höfum við verið óaðskiljanleg síðan. Við fórum í göngutúr í kringum tjörnina í gærkvöldi eins og við gerum svo oft og Hlynur rétti mér símann sinn til að sýna mér myndband sem hann hafði gert þar sem hann söng til mín og spilaði á píanó lag og texta sem hann samdi fyrir mig,“ segir Ellý sem fór að hágráta af einskærri hamingju við þetta tækifæri. „Þetta fallega lag endaði á setningunni: Viltu giftast mér?“ Og það var sem við manninn mælt, þá gerðust undur og stórmerki: „Heyrðu, heldur þú ekki að norðurljósin hafi þá birst og dansað fyrir ofan okkur og allt í kring. Þegar ég var að reyna að átta mig á spurningunni þá var Hlynur kominn niður á skeljarnar og ég hágrátandi enn þá. Ég svaraði strax já.“ View this post on Instagram#northernlights #northernlightsiceland besta kvöld lífs míns @hlynursolvi A post shared by Elly Armanns (@ellyarmannsdottir) on Jan 31, 2019 at 3:21pm PST Tímamót Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Fjölmiðla- og listakonan Ellý Ármannsdóttir og Hlynur Jakobsson eigandi veitingarstaðarins Hornið eru trúlofuð en Hlynur greindi frá því á Facebook í gærkvöldi og skrifaði þá eins og lög gera ráð fyrir: „Hún sagði JÁ“. Hlynur birti einnig mynd af tveimur fallegum hringjum sem komnir voru upp.Hlynur hafði verið utan við sig Ellý hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu með því að mála og teikna myndir sem hafa verið að vekja mikla athygli. Ellý og Hlynur fóru að vera saman snemma á síðasta ári og hefur ástin blómstrað hjá parinu síðan. Ellý lýsir gærkvöldinu sem því besta á lífsleiðinni, sem er djúpt í árinni tekið því Ellý hefur lifað ævintýralegu og viðburðaríku lífi og birtir hún fallegt norðurljósamyndband á Instagram í leiðinni.Jakob pabbi Hlyns, Hlynur, Ellý, Ólöf systir Hlyns og Jósi maður hennar Ólafar á Menningarnótt í fyrra eftir að þau hlupu 10 km.„Hlynur var búinn að vera eitthvað utan við sig síðustu daga en mig grunaði ekki að hann myndi biðja mín,“ segir Ellý og reynir ekki að leyna ánægju sinni og hamingju í samtali við fréttastofuna.Samdi sérstakt bónorðslag „Gærdagurinn var dagurinn sem við kynntumst fyrir nákvæmlega einu ári og þér að segja höfum við verið óaðskiljanleg síðan. Við fórum í göngutúr í kringum tjörnina í gærkvöldi eins og við gerum svo oft og Hlynur rétti mér símann sinn til að sýna mér myndband sem hann hafði gert þar sem hann söng til mín og spilaði á píanó lag og texta sem hann samdi fyrir mig,“ segir Ellý sem fór að hágráta af einskærri hamingju við þetta tækifæri. „Þetta fallega lag endaði á setningunni: Viltu giftast mér?“ Og það var sem við manninn mælt, þá gerðust undur og stórmerki: „Heyrðu, heldur þú ekki að norðurljósin hafi þá birst og dansað fyrir ofan okkur og allt í kring. Þegar ég var að reyna að átta mig á spurningunni þá var Hlynur kominn niður á skeljarnar og ég hágrátandi enn þá. Ég svaraði strax já.“ View this post on Instagram#northernlights #northernlightsiceland besta kvöld lífs míns @hlynursolvi A post shared by Elly Armanns (@ellyarmannsdottir) on Jan 31, 2019 at 3:21pm PST
Tímamót Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira