Skrifaði um stuðningsmenn Liverpool og Knattspyrnufélagið Þrótt í Guardian Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 11:30 Lukkudýr Liverpool. Getty/Robbie Jay Barratt Var íslenskt knattspyrnufélag virkilega á milli tannanna á Liverpool fólki í Kop stúkunni á Anfield í vikunni eða hvað er í gangi í athyglisverðri grein í Guardian. Er Liverpool liðið að fara á taugum? Það er stóra spurningin í ensku úrvalsdeildinni eftir að lærisveinum Jürgen Klopp mistókst að ná sjö stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í leiknum á móti Leicester City á Anfield á miðvikudagskvöldið. Liverpool liðið virkaði stressað og ólíkt sjálfu sér stærsta hluta leiksins og taugaspennan var eflaust enn meiri meðal stuðningsmanna liðsins í stúkunni.Í grein Paul Doyle um Liverpool og þennan Leicester leik þá kemur Knattspyrnufélagið Þróttur við sögu. „Eins og þekkt er þá eru stuðningsmenn Liverpool meðal þeirra fróðustu um knattspyrnusöguna sem er ástæðan fyrir því að þá mátti næstum því heyra klið í Kop-stúkunni um „Knattspyrnufélagið Þrótt“ á meðan taugar þeirra voru þandar leiknum á móti Leicester á miðvikudaginn,“ skrifaði Paul Doyle í byrjun greinar sinnar.In today's Fiver: Liverpool, transfer lines and a very Special wedding message https://t.co/UckFnTvzMX — Guardian sport (@guardian_sport) January 31, 2019 Hann hélt svo áfram og útskýrði mál sitt betur: „Flestir sem heyrðu þetta og voru eflaust að hugsa hvað „Þróttur FC“ væri en það er nafn liðsins sem árið 2003 var á toppi íslensku deildarinnar um mitt mót en féll síðan úr deildinni um haustið“ skrifaði Doyle. Paul Doyle segir Liverpool nú ólíklegt til að upplifa þannig örlög enda 42 stigum á undan Cardiff. Hann bendir líka á orð hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk sem ráðlagði stuðningsmönnum Liverpool að slaka bara aðeins á og vera rólegir. Þeir þurfi að vera þolinmóðir. Þróttur var í 1. sæti íslensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Fram í 9. umferð 9. júlí 2003. Liðið var með tveimur stigum meira en Fylkir og fjórum stigum meira en KR. Þróttur fékk hins vegar aðeins fjögur stig samtals í síðustu níu leikjum sínum á þessu Íslandsmóti fyrir fimmtán árum og féll síðan á markatölu um haustið. KR varð Íslandsmeistari en liðið fékk 19 stig í síðustu níu leikjunum eða fimmtán stigum meira en Þróttur. Það má lesa þessa fróðlegu grein hér. Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Var íslenskt knattspyrnufélag virkilega á milli tannanna á Liverpool fólki í Kop stúkunni á Anfield í vikunni eða hvað er í gangi í athyglisverðri grein í Guardian. Er Liverpool liðið að fara á taugum? Það er stóra spurningin í ensku úrvalsdeildinni eftir að lærisveinum Jürgen Klopp mistókst að ná sjö stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í leiknum á móti Leicester City á Anfield á miðvikudagskvöldið. Liverpool liðið virkaði stressað og ólíkt sjálfu sér stærsta hluta leiksins og taugaspennan var eflaust enn meiri meðal stuðningsmanna liðsins í stúkunni.Í grein Paul Doyle um Liverpool og þennan Leicester leik þá kemur Knattspyrnufélagið Þróttur við sögu. „Eins og þekkt er þá eru stuðningsmenn Liverpool meðal þeirra fróðustu um knattspyrnusöguna sem er ástæðan fyrir því að þá mátti næstum því heyra klið í Kop-stúkunni um „Knattspyrnufélagið Þrótt“ á meðan taugar þeirra voru þandar leiknum á móti Leicester á miðvikudaginn,“ skrifaði Paul Doyle í byrjun greinar sinnar.In today's Fiver: Liverpool, transfer lines and a very Special wedding message https://t.co/UckFnTvzMX — Guardian sport (@guardian_sport) January 31, 2019 Hann hélt svo áfram og útskýrði mál sitt betur: „Flestir sem heyrðu þetta og voru eflaust að hugsa hvað „Þróttur FC“ væri en það er nafn liðsins sem árið 2003 var á toppi íslensku deildarinnar um mitt mót en féll síðan úr deildinni um haustið“ skrifaði Doyle. Paul Doyle segir Liverpool nú ólíklegt til að upplifa þannig örlög enda 42 stigum á undan Cardiff. Hann bendir líka á orð hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk sem ráðlagði stuðningsmönnum Liverpool að slaka bara aðeins á og vera rólegir. Þeir þurfi að vera þolinmóðir. Þróttur var í 1. sæti íslensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Fram í 9. umferð 9. júlí 2003. Liðið var með tveimur stigum meira en Fylkir og fjórum stigum meira en KR. Þróttur fékk hins vegar aðeins fjögur stig samtals í síðustu níu leikjum sínum á þessu Íslandsmóti fyrir fimmtán árum og féll síðan á markatölu um haustið. KR varð Íslandsmeistari en liðið fékk 19 stig í síðustu níu leikjunum eða fimmtán stigum meira en Þróttur. Það má lesa þessa fróðlegu grein hér.
Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira