Stefnir í metnotkun á heitu vatni Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2019 15:34 Enn hefur ekki þurft að loka sundlaugum í Reykjavík vegna kuldans en í Rangárvallasýslu hefur þurft að grípa til þess ráðs. vísir/vilhelm Útlit er fyrir metnotkun á heitu vatni um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum en Vísir hefur undanfarna daga fjallað um hálfgert neyðarástand sem skapaðist; tilfinnanlegur skortur á heitu vatni var fyrirsjáanlegur. Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist aftur eftir að hún fór minnkandi frá hádegi í gær. Í veðurkortum er gert ráð fyrir talsverðu frosti í nótt og á morgun. Á sunnudag gera veðurfræðingar ráð fyrir því að heldur dragi úr frosti og þá gæti farið að snjóa. Veitur gera ráð fyrir að heitavatnsrennslið nái nýju hámarki um helgina og verði þá enn þá meira en nú í vikunni. „Enn er því starfað eftir viðbragðsáætlun og fólk er enn beðið að fara vel með heita vatnið. Ekki hefur þurft að draga úr afhendingu á heitu vatni til stórnotenda, eins og sundlauga, á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi Veitna. Ljóst er þó að lítið má út af bera í rekstrinum og þá gæti vel til þess komið. Veitur hafa þurft að draga úr afhendingu á heitu vatni til stærri notenda í Rangárþingi og Ölfusi. Vonast er til að þar rætist úr eftir helgi. Borgarstjórn Tengdar fréttir Dregið hefur úr aukningu notkunar heits vatns Veitu segja góðar viðtökur hafi fengist við áskorun til íbúa um að fara vel með heita vatnið en þó sé ekki hægt að fullyrða aðgerðir viðskiptavina séu farnar að skila sér. 30. janúar 2019 16:02 Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. 31. janúar 2019 14:40 Mögulegt að heita vatnið skili sér ekki í laugarnar á föstudag Spáð er áframhaldandi frosti næstu daga og gæti komið til skerðinga á afhendingu á heitu vatni til stærri notenda Veitna á föstudag. 30. janúar 2019 10:57 Notkun heits vatns hefur aukist meira hlutfallslega en nemur fjölgun íbúa Þróunin varð til þess að farið var fyrr í stækkun varmastöðvar í Hellisheiðarvirkjun. 30. janúar 2019 14:04 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Útlit er fyrir metnotkun á heitu vatni um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum en Vísir hefur undanfarna daga fjallað um hálfgert neyðarástand sem skapaðist; tilfinnanlegur skortur á heitu vatni var fyrirsjáanlegur. Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist aftur eftir að hún fór minnkandi frá hádegi í gær. Í veðurkortum er gert ráð fyrir talsverðu frosti í nótt og á morgun. Á sunnudag gera veðurfræðingar ráð fyrir því að heldur dragi úr frosti og þá gæti farið að snjóa. Veitur gera ráð fyrir að heitavatnsrennslið nái nýju hámarki um helgina og verði þá enn þá meira en nú í vikunni. „Enn er því starfað eftir viðbragðsáætlun og fólk er enn beðið að fara vel með heita vatnið. Ekki hefur þurft að draga úr afhendingu á heitu vatni til stórnotenda, eins og sundlauga, á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi Veitna. Ljóst er þó að lítið má út af bera í rekstrinum og þá gæti vel til þess komið. Veitur hafa þurft að draga úr afhendingu á heitu vatni til stærri notenda í Rangárþingi og Ölfusi. Vonast er til að þar rætist úr eftir helgi.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Dregið hefur úr aukningu notkunar heits vatns Veitu segja góðar viðtökur hafi fengist við áskorun til íbúa um að fara vel með heita vatnið en þó sé ekki hægt að fullyrða aðgerðir viðskiptavina séu farnar að skila sér. 30. janúar 2019 16:02 Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. 31. janúar 2019 14:40 Mögulegt að heita vatnið skili sér ekki í laugarnar á föstudag Spáð er áframhaldandi frosti næstu daga og gæti komið til skerðinga á afhendingu á heitu vatni til stærri notenda Veitna á föstudag. 30. janúar 2019 10:57 Notkun heits vatns hefur aukist meira hlutfallslega en nemur fjölgun íbúa Þróunin varð til þess að farið var fyrr í stækkun varmastöðvar í Hellisheiðarvirkjun. 30. janúar 2019 14:04 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Dregið hefur úr aukningu notkunar heits vatns Veitu segja góðar viðtökur hafi fengist við áskorun til íbúa um að fara vel með heita vatnið en þó sé ekki hægt að fullyrða aðgerðir viðskiptavina séu farnar að skila sér. 30. janúar 2019 16:02
Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. 31. janúar 2019 14:40
Mögulegt að heita vatnið skili sér ekki í laugarnar á föstudag Spáð er áframhaldandi frosti næstu daga og gæti komið til skerðinga á afhendingu á heitu vatni til stærri notenda Veitna á föstudag. 30. janúar 2019 10:57
Notkun heits vatns hefur aukist meira hlutfallslega en nemur fjölgun íbúa Þróunin varð til þess að farið var fyrr í stækkun varmastöðvar í Hellisheiðarvirkjun. 30. janúar 2019 14:04