Katrín Tanja Davíðsdóttir er nú komin með 24 stiga forskot í efsta sætinu á CrossFit mótinu „Fittest In Cape Town“ sem fer fram í Höfðaborg í Suður-Afríku.
Katrín Tanja varð í öðru sæti í sjöttu greininni sem bar nafnið „The Trap 2019“ eða „Gildran 2019“. Hún kláraði hana á 12:49.82 mínútum og fékk fyrir 94 stig.
Katrín Tanja er þar með kominn með 496 stig af 600 mögulegum en hún hefur unnið tvær greinar, lent einu sinni í öðru sæti og einu sinni í þriðja sætið. Katrín hefur þar með verið á topp þrjú í fjórum af fyrstu sex greinum mótsins.
Hin ítalska Alessandra Pichelli er áfram í öðru sæti en í stað þess að vera 18 stigum á eftir okkar konu þá er hún nú með 472 stig og 24 stigum á eftir Katrínu.
Alessandra Pichelli kláraði á 12:53.20 mínútum og varð í næsta sæti á eftir Katrínu Tönju. Sú sem vann sjöttu greinina var aftur á móti Mia Akerlund frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Akerlund er nú aðeins tveimur stigum á eftir Pichelli.
Katrín Tanja jók forskotið sitt í „Gildrunni“

Tengdar fréttir

Katrín Tanja enn á toppnum en forskotið minnkaði eftir „Díönu“
Katrín Tanja Davíðsdóttir varð í fjórða sæti í morgun í fimmtu greininni á CrossFit mótinu "Fittest In Cape Town“.

Auðvitað tæklaði okkar kona Mitch Buchannon með stæl
Katrín Tanja Davíðsdóttir jók forskot sitt á toppnum á CrossFit mótinu "Fittest In Cape Town“ með því að vinna sína aðra grein í röð.

Katrín Tanja byrjar vel í Höfðaborg og „Mitch Buchannon“ er næstur
Katrín Tanja Davíðsdóttir er í efsta sæti eftir fyrstu þrjár greinararnir á CrossFit mótinu "Fittest In Cape Town“ sem fer fram í Höfðaborg í Suður-Afríku.