Janúar blés heitu og köldu Kjartan Kjartansson skrifar 2. febrúar 2019 13:18 Hlýindi einkenndu byrjun janúar en fyrir miðjan mánuðinn tóku ís og snjór völdin. Vísir/Vilhelm Meðalhiti í Reykjavík var einni gráðu ofan meðallags seinni hluta 20. aldar í janúar. Mánuðurinn var sagður sérlega tvískiptur þar sem hitinn í fyrri hluta hans var langt yfir meðallagi um allt landið en seinni hlutinn var mun kaldari. Í samantekt Veðurstofu Íslands á tíðarfari í janúar kemur fram að auk hlýindanna í byrjun mánaðar hafi verið snjólétt víðast hvar. Óvenjuhlýtt hafi verið fram til 12. janúar en þá tók við svalara veður, ekki síst síðustu sex daga mánaðarins. Þrátt fyrir að meðalhitinn í Reykjavík hafi verið 0,5°C og einni gráðu yfir meðaltali áranna 1961 til 1990 var hann 0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -0,9°C, 1,3 gráðum yfir meðallagi seinni hluta 20. aldar en 0,8 stigum undir síðasta áratugs. Á Stykkishólmi var meðalhitinn 0,5°C og 0,8°C á Höfn í Hornafirði. Meðalhitinn á landinu öllu var yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en undir meðallagi síðustu tíu ára. Mest var frávikið á Þingvöllum þar sem hitinn var 1,9 stigum undir meðallagi síðasta áratugsins en minnst á Keflavíkurflugvelli þar sem hitinn var við meðallagið. Nýtt dægurhámarksmet var sett í janúar þegar 18,9 stig mældust á Dalatanga 9. janúar. Hæsti hiti sem mælst hefur í janúar var 19,6 stig á sama stað árið 2000. Mesta frost mældist -27,5°C á Möðrudal 27. janúar. Úrkoma í Reykjavík var 35% umfram meðallag 1961 til 1990, alls 102,9 millímetrar. Á Akureyri var úrkoman 23% umfram meðallag, 67,9 millímetrar. Fimm fleiri úrkomudagar mældust í janúar en í meðalári í Reykjavík, alls átján. Aftur á móti var einum rigningardegi færra á Akureyri en í meðalári, alls tíu. Þrettán alhvítir dagar voru í Reykjavík í janúar en það er einum degi færra en meðaltal 1971 til 2000. Á Akureyri voru alhvítir dagar í meðaltali, alls tuttugu og tveir dagar. Loftslagsmál Veður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Meðalhiti í Reykjavík var einni gráðu ofan meðallags seinni hluta 20. aldar í janúar. Mánuðurinn var sagður sérlega tvískiptur þar sem hitinn í fyrri hluta hans var langt yfir meðallagi um allt landið en seinni hlutinn var mun kaldari. Í samantekt Veðurstofu Íslands á tíðarfari í janúar kemur fram að auk hlýindanna í byrjun mánaðar hafi verið snjólétt víðast hvar. Óvenjuhlýtt hafi verið fram til 12. janúar en þá tók við svalara veður, ekki síst síðustu sex daga mánaðarins. Þrátt fyrir að meðalhitinn í Reykjavík hafi verið 0,5°C og einni gráðu yfir meðaltali áranna 1961 til 1990 var hann 0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -0,9°C, 1,3 gráðum yfir meðallagi seinni hluta 20. aldar en 0,8 stigum undir síðasta áratugs. Á Stykkishólmi var meðalhitinn 0,5°C og 0,8°C á Höfn í Hornafirði. Meðalhitinn á landinu öllu var yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en undir meðallagi síðustu tíu ára. Mest var frávikið á Þingvöllum þar sem hitinn var 1,9 stigum undir meðallagi síðasta áratugsins en minnst á Keflavíkurflugvelli þar sem hitinn var við meðallagið. Nýtt dægurhámarksmet var sett í janúar þegar 18,9 stig mældust á Dalatanga 9. janúar. Hæsti hiti sem mælst hefur í janúar var 19,6 stig á sama stað árið 2000. Mesta frost mældist -27,5°C á Möðrudal 27. janúar. Úrkoma í Reykjavík var 35% umfram meðallag 1961 til 1990, alls 102,9 millímetrar. Á Akureyri var úrkoman 23% umfram meðallag, 67,9 millímetrar. Fimm fleiri úrkomudagar mældust í janúar en í meðalári í Reykjavík, alls átján. Aftur á móti var einum rigningardegi færra á Akureyri en í meðalári, alls tíu. Þrettán alhvítir dagar voru í Reykjavík í janúar en það er einum degi færra en meðaltal 1971 til 2000. Á Akureyri voru alhvítir dagar í meðaltali, alls tuttugu og tveir dagar.
Loftslagsmál Veður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira