„Þessi ákvörðun er algjörlega komin frá mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 15:30 Albert Brynjar Ingason í leik með Fylki í Inkasso-deildinni sumarið 2017. vísir/ernir Albert Brynjar Ingason kvaddi í gær uppeldisfélagið og Pepsi-deildina þegar hann ákvað að skipta úr Fylki í Fjölni. Fylkir spilar í Pepsi-deildinni í sumar en Fjölni í Inkasso deildinni. Albert skoraði þrennu í síðasta deildarleik sínum með Fylki og er langmarkahæsti leikmaður félagsins í efstu deild með 56 mörk. Þrennan kom einmitt í leik á móti Fjölnisliðinu sem nýtur nú krafta hans í sumar. Albert skrifaði um félagsskiptin inn á Fésbóknina í gær þar sem hann þakkaði öllu Fylkisfólki fyrir árin saman í boltanum sem og stjórn Fylkis fyrir falleg skrif í yfirlýsingu félagsins. „Þessi ákvörðun er algjörlega komin frá mér, og er breyting sem mér fannst ég þurfa á þessum tímapunkti. Ég hef ekkert nema góða hluti um allt batteríið að segja, leikmenn, þjálfarateymið, stjórn og alla sem vinna að þessum frábæra klúbbi okkar,“ skrifaði Albert. Albert Brynjar Ingason skoraði 56 mörk í 167 leikjum með Fylki í efstu deild en hann hjálpaði einnig félaginu að vinna sér aftur sæti í Pepsi-deildinni sumarið 2017 þegar hann skoraði 14 mörk í 21 leik í Inkasso-deildinni. Albert mun nú reyna að endurtaka leikinn með Fjölni í sumar. Albert lék alls tólf tímabil með Fylki en hann kom tvisvar aftur til félagsins, fyrst árið 2009 frá Val og svo aftur árið 2014 frá FH. Albert skoraði 79 mörk í 205 deildar- og bikarleikjum með Árbæjarfélaginu. „Ég geng frá borði með í kringum 300 leiki fyrir félagið og markahæstur í sögu félagsins í efstu deild og er stoltur af því. Kveð Fylki með miklum söknuði en að sama skapi virkilega spenntur fyrir nýrri áskorun með Fjölni,“ skrifaði Albert en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Albert Brynjar úr appelsínugulu í gult Albert Brynjar Ingason er búinn að færa sig um set en hann hefur gengið í raðir Fylkis frá Fjölni. 5. febrúar 2019 19:48 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 7-0 | Fjölnismenn niðurlægðir í Árbænum Fylkismenn tóku á móti Fjölni í 22.umferðinni í Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið höfðu að litlu að keppa en fyrir leik var Fjölnir fallið og Fylkismenn voru öruggir með sæti sitt. 29. september 2018 17:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Albert Brynjar Ingason kvaddi í gær uppeldisfélagið og Pepsi-deildina þegar hann ákvað að skipta úr Fylki í Fjölni. Fylkir spilar í Pepsi-deildinni í sumar en Fjölni í Inkasso deildinni. Albert skoraði þrennu í síðasta deildarleik sínum með Fylki og er langmarkahæsti leikmaður félagsins í efstu deild með 56 mörk. Þrennan kom einmitt í leik á móti Fjölnisliðinu sem nýtur nú krafta hans í sumar. Albert skrifaði um félagsskiptin inn á Fésbóknina í gær þar sem hann þakkaði öllu Fylkisfólki fyrir árin saman í boltanum sem og stjórn Fylkis fyrir falleg skrif í yfirlýsingu félagsins. „Þessi ákvörðun er algjörlega komin frá mér, og er breyting sem mér fannst ég þurfa á þessum tímapunkti. Ég hef ekkert nema góða hluti um allt batteríið að segja, leikmenn, þjálfarateymið, stjórn og alla sem vinna að þessum frábæra klúbbi okkar,“ skrifaði Albert. Albert Brynjar Ingason skoraði 56 mörk í 167 leikjum með Fylki í efstu deild en hann hjálpaði einnig félaginu að vinna sér aftur sæti í Pepsi-deildinni sumarið 2017 þegar hann skoraði 14 mörk í 21 leik í Inkasso-deildinni. Albert mun nú reyna að endurtaka leikinn með Fjölni í sumar. Albert lék alls tólf tímabil með Fylki en hann kom tvisvar aftur til félagsins, fyrst árið 2009 frá Val og svo aftur árið 2014 frá FH. Albert skoraði 79 mörk í 205 deildar- og bikarleikjum með Árbæjarfélaginu. „Ég geng frá borði með í kringum 300 leiki fyrir félagið og markahæstur í sögu félagsins í efstu deild og er stoltur af því. Kveð Fylki með miklum söknuði en að sama skapi virkilega spenntur fyrir nýrri áskorun með Fjölni,“ skrifaði Albert en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Albert Brynjar úr appelsínugulu í gult Albert Brynjar Ingason er búinn að færa sig um set en hann hefur gengið í raðir Fylkis frá Fjölni. 5. febrúar 2019 19:48 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 7-0 | Fjölnismenn niðurlægðir í Árbænum Fylkismenn tóku á móti Fjölni í 22.umferðinni í Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið höfðu að litlu að keppa en fyrir leik var Fjölnir fallið og Fylkismenn voru öruggir með sæti sitt. 29. september 2018 17:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Albert Brynjar úr appelsínugulu í gult Albert Brynjar Ingason er búinn að færa sig um set en hann hefur gengið í raðir Fylkis frá Fjölni. 5. febrúar 2019 19:48
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 7-0 | Fjölnismenn niðurlægðir í Árbænum Fylkismenn tóku á móti Fjölni í 22.umferðinni í Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið höfðu að litlu að keppa en fyrir leik var Fjölnir fallið og Fylkismenn voru öruggir með sæti sitt. 29. september 2018 17:30